Fiskifréttir


Fiskifréttir - 08.06.2001, Blaðsíða 20

Fiskifréttir - 08.06.2001, Blaðsíða 20
20 FISKIFRÉTTIR 8. júní 2001 Grænland Öruggar hraðastýringar Færð þú hjá okkur O Fiskisló 57-59 101 Reykjavík Sími 562 2950 A Fax 562 3760 [Vörulisti] [Tæknilýsingar] [Verd] [www.ronning.is] CompAC meðvitað þá er þróunin sú að nýta auðlindirnar með frystitogurum í vaxandi mæli. Það hefur þær af- leiðingar að hluti byggðanna er að leggjast í eyði. Því fylgja miklir búferlaflutningar til stærri bæj- anna. Þar vantar húsnæði og at- vinnu fyrir þá sem flytjast að. Þar með fer boltinn af stað og ýmis fé- lagsleg vandamál koma upp.“ Loðnan við Vestur- ströndina vannýtt Talið barst að samningi Græn- lands við Efnahagsbandalagið um sölu á úthafskarfakvóta. „Þessi samningur var endurnýjaður ný- lega til 5 ára. Hann gefur Græn- lendingum um 300 milljónir dan- skra króna á ári. Hér er um nokkur þúsund tonn að ræða við Vestur- ströndina og nokkur þúsund tonn við Austurströndina. Hluti af þessu er svokallaður pappírsfiskur. Þetta er ekki það mikið magn að það borgi sig fyrir Grænlendinga að fjárfesta í uppbyggingu á veiðum og vinnslu á þessari tegund. Eg held því að þetta sé skynsamlegur samningur." Gunnar Bragi var spurður að því hvort hann sæi einhvern flöt á sam- starfi Islendinga og Grænlendinga í fiskveiðum? „Við eigum nú þegar samstarf beint og óbeint, m.a. við nýtingu á sameiginlegum fiski- stofnum. Eflaust má auka þetta samstarf, sérstaklega við nýtingu á loðnustofninum á Vesturströnd- inni. Hann er lítið sem ekkert nýtt- ur, loðnan er veidd í einhverskonar flottroll sem dregið er á milli tveggja báta. Það er svo lítið magn að við getum vart talað um alvöru- veiðar og -vinnslu. Menn vita held- ur ekki hvað mikið má veiða úr þessum stofni. Það heyrast tölur frá 20 þúsund tonnum upp í 200 þús- und tonn. Hins vegar hefur verið nokkur mótstaða hjá Grænlending- um við því að leyfa loðnuveiðar við Vesturströndina. Loðnan er undirstöðufæða selsins. Þótt erfitt sé að nýta selskjötið og selskinns- iðnaðurinn sé rekinn með tapi hef- ur selurinn mikið að segja fyrir sjálfsímynd Grænlendinga. Veiði- mannseðlið er það ríkt í þeim. Sel- urinn hefur því forgang þótt efna- hagsleg þýðing hans sé ekki mik- il.“ Innlend matarhefð eflir þjóðarvitund Gunnar Bragi sagði að Nuka A/S legði nú mikla áherslu á heimamarkaðinn í Grænlandi fyrir afurðir sínar, bæði með því að auka fjölbreytni afurða og efla markaðs- starf. „Okkur hefur orðið nokkuð ágengt í umræðunni, sérstaklega meðal stjórnmálamanna. Græn- lendingar flytja inn um 80% þeirra matvæla sem þeir neyta. Hér er um að ræða niðurgreiddar matvörur frá Evrópusambandinu sem erfitt er að keppa við. Okkur hefur gengið vel með rauða kjötið meðal annars vegna umræðunnar um gin- og klaufaveiki. En það er auðvitað tví- bent að berjast fyrir því að setja á tolla á matvæli því það hefur áhrif á verðlag í landinu. Hins vegar má segja að það sé að verða þjóðar- vakningu fyrir því að neyta inn- lends matar því matur og matar- hefð er hluti af ímynd Grænlend- ingsins og jafnmikilvægt og tungu- málið til að efla þjóðarvitund,“ sagði Gunnar Bragi Guðmundsson að lokum. Britt Kern, framleiðslustjóri í aðalstöðvum Nuka A/S í Nuuk, ferðast á miili vinnslustöðva á Norður- Grænlandi á hundasleða. veginum. Olían hefur brugðist og námagröftur lofar ekki góðu. Fiskimiðin eru eina auðlindin sem Grænlendingar eiga og landið myndi ekki ráða við þá miklu bú- ferlaflutninga sem óhjákvæmilega ættu sér stað ef tekið yrði upp hart kvótakerfi í Grænlandi. A hinn bóginn er uppbygging í land- vinnslu vítt og breitt um landið mjög kostnaðarsöm og áhættu- söm. Menn hafa því ekki treyst sér til þess að reisa nýjar verksmiðjur í byggðunum. Þess í stað hefur vinnsluskipum fjölgað, sérstak- lega við norðanvert Grænland. Þótt menn hafi hvorki skráð þessa sjávarútvegsstefnu né mótað hana /M* JOHAN •y/f// RÖNNING [Sundaborg 15 Sími: 5 200 800] [Óseyri 2 Sími: 4 600 80 hráefni og halda uppi atvinnu. Þetta er því orðin hálfgerð hringa- vitleysa. Rækjukvótinn var aukinn um 15% og menn höfðu þess vegna miklar væntingar áður en verðlækkunin varð á mörkuðum. Menn héldu að það væri að koma góðæri en það bendir ekkert til að þær væntingar verði að veru- leika." Vantar heilsteypta sj ávarútvegsstefnu „Hér vantar heilsteypta sjávarút- vegsstefnu. Menn þora ekki að stíga skrefið til fulls og taka upp kvótakerfí. Menn horfa til Islands og annarra landa sem hafa tekið upp kvótakerfið því byggðir landsins eru mjög háðar sjávarút- fyrir rafmótora! ABB hraðastýringarnar hafa sýnt og sannað við íslenskar aðstæður að þær eru öruggar, nákvæmar og tæknilega vel útfærðar. Veitum tæknilega þjónustu og aðstoð við val á réttum hraðastýringum og mótorum. Vantar þig hraðastýringu, góða þjónustu hvar sem er? ABB hraðastýríngar fyrir: [ Dælur ] [ Færibönd ] [ Loftræstikerfi 1 « || || I o.fl. o.fl. ] fllPIP

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.