Fiskifréttir


Fiskifréttir - 08.06.2001, Blaðsíða 29

Fiskifréttir - 08.06.2001, Blaðsíða 29
FiSKIFRETTIR 8. júní 2001 29 Myndir: Snorri Snorrason Texti: KS Snorri í flugi fyrir Landhelgisgæsluna 1. september 1958 er landhelg- in var færð út í 12 mflur. Aðstoðarflugmaður hans þann dag var Skúli Br. Steinþórsson síðar flugstjóri hjá Loftleiðum. 1 sæti hans er Þröst- ur Sigtryggsson skipherra en á milli hans og Snorra er loftskeyta- maður Gæslunnar Gísli að nafni. hann bátinn og það varð úr að ég gerði það. Þetta var fyrsta báta- myndin mín og ég á hana enn. Svo vatt þetta upp á sig og eftir að ég fór á Siglufjörð magnaðist þetta allt saman. Ég heillaðist af síldar- ævintýrinu og ég náði því að mynda síldarbátana þegar þeir voru enn með snurpubátana í eftirdragi. Ef það er eitthvað eitt sem kveikti í mér að taka myndir af skipum þá voru það ferðirnar til Siglufjarðar. Ég gerði mér lfka sérstakar ferðir hingað og þangað til að taka mynd- ir af skipum, til Keflavíkur, Grindavíkur og Vestmannaeyja, og sat þar fyrir þeim þegar þau komu inn til löndunar. Þetta var allt mjög spennandi en fáir eða engir sinntu myndatökum af skipum á þessum árum.“ Annar af eigendum Sólarfílmu arfilmu. Þá fór ég að taka lands- lagsmyndir einfaldlega vegna þess að atvinnuljósmyndarar á þeim tíma sinntu þessu ekki að neinu marki. Við fengum líka einstakt tækifæri til myndatöku þegar Askja gaus 1961 og einnig í Surtseyjar- gosinu 1963. Ég naut góðs af því sem flugmaður að mynda þessi náttúrufyrirbæri frá mörgum sjón- arhornum. I fluginu til Kaup- mannahafnar fór ég oft með far- þega í útsýnisflug framhjá Surtsey. Við sáum eldglæringarnar úr gígn- um og farþegarnir voru voðalega hrifnir. Eitt sinn er við vorum 100 mflur suður í hafi á leið til landsins sáum við himininn loga og það var stórkostleg sjón. Ég átti þetta fyrir- tæki með Birgi í tæp 20 ár og við vorum að mynda út um allt land og gáfum út jólakort, slidesmyndir og bæklinga. Börnin mín unnu í Sól- arfflmu og smituðust af þessum ljósmyndaáhuga." Súlan EA með fullfermi af sfld á Siglufirði árið 1959. Snorri fór fjórar ferðir til Siglufjarðar á árunum 1959-1961 og náði mörgum skemmtilegum myndum frá síðasta skeiði síldarævintýrisins. Þessar ferðir urðu til þess öðru fremur að kveikja áhuga hans á því að taka skipamyndir. Þjáðist af höfuðverk Snorri var fyrst flugmaður hjá Flugfélagi Islands og síðan hjá Flugleiðum. Hann var í Græn- landsfluginu, innanlandsfluginu og millilandafluginu og síðustu 10 árin flaug hann Boeing 727 þotum Flugleiða. „Ég hætti í fluginu árið 1981. Þá stóð ég á fimmtugu. Ég var búinn að fljúga í 30 ár og það var nóg. Ég var oft þjáður af höfuð- verk sem stafaði ef til vill af því að ég er með gamalt nefbrot. Þetta var sérstaklega slæmt í Grænlandsflug- inu þar sem við flugum í það mik- illi hæð, 15-17 þúsund fetum, að við þurftum að nota súrefnisgrím- ur. Þessi mikla hæð fór mjög illa í höfuðið á mér og því fór ég fyrr í land en ella. Þegar ég hætti í flug- inu tók ég til við að sinna skipa- myndatökum enn betur en ég hafði gert og ég myndaði áfram fyrir Sólarfilmu þó að ég væri genginn út úr því fyrirtæki. Síðan fóru syn- ir mínir í útgáfumál og stofnuðu fyrirtæki sem heitir Snerruútgáfan og ég hef einnig snúist í kringum þá og myndað með þeim.“ Samstarf Fiskifrétta og Snorra hófst árið 1985 og má segja að flest allar myndir af nýjum og breyttum skipum, sem hafa birst í blaðinu síðan, hafi komið úr smiðju hans. „Þetta breytti óneitanlega miklu fyrir mig. Blaðið leitað til mín um myndir af skipum og ég var feng- inn til að taka myndir af öllum nýj- um skipum eða skipum sem höfðu farið í breytingar. Þá flæktist ég inn í þetta enn meir. Ég var þá ein- göngu farinn að starfa við ljós- myndun. Ég fékk mér um þetta Sendum sjomönnum og fjölskyldum þeirra okkar bestu kveðjur Snorri sagði að fyrst í stað hefði myndataka af skipum eingöngu verið áhugamál en að því kom að | þessar myndir urðu söluvara. „Menn hringdu í mig og vildu kaupa myndir af skipum sem þeir vissu að ég ætti. Ég hafði af þessu tekjur og það hjálpaði mér til þess að koma enn betur undir mig fót- unum. Þá fór ég að kaupa mér fleiri og betri tæki, nýjar myndavélar, stækkara og annað slíkt. Jafnhliða I þessu hélt é" áfram að taka myndir úr fluginu. Ég á mikið safn mynda af flugvélum frá þessum árum og þessa dagana er ég að vinna í því ‘ safni.“ I Auk myndtöku af skipum og flugvélum hefur Snorri látið að sér kveða sem landslagsljósmyndari. „Árið 1961 stofnuðum við mág- ' arnir, Birgir og ég, fyrirtækið Sól- Kópur GK 535. Fyrsta myndin sem Snorri tók af flskibáti 1959. á sjómannadegi <# = HÉÐINN = Stórás 6 • IS-210 Garðabæ Sími: 569 2100 Fax: 569 2101 www.hedinn.is E-mail: hedinn@hedinn.is

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.