Fiskifréttir - 08.06.2001, Blaðsíða 48
48
FISKIFRÉTTIR 8. júní 2001
Halaveðrið
hefja veiðar. Sneri hann skipinu
upp í og hélt sjó. Svo giftusamlega
tókst til að Asa varð aldrei fyrir
brotsjó meðan á veðurhamnum
stóð og litlar skemmdir urðu á
skipinu utan þess að frammastrið
brotnaði og loftnetið slitnaði niður.
Tveggja togara saknað
Þegar miðvikudagurinn 11. febr-
úar leið án þess að nokkuð fréttist
af Leifi heppna og Fieldmarshall
Robertson tóku menn að óttast um
afdrif þeirra. Ljóst þótti að ef skip-
in hefðu komist inn á einhvem
fjörðinn fyrir vestan hefðu skip-
verjarnir þegar gert ráðstafanir til
þess að láta vita af sér. Líklegast
þótti að þau hefðu orðið fyrir vélar-
bilun í ofviðrinu og væru einhver-
staðar að hrekjast á hafi úti. Enn
trúðu menn því vart að þessi stóru
og traustu skip hefðu farist, jafnvel
þótt fregnir um hve margir togarar
vora hætt komnir lægju fyrir. Það
rifjaðist raunar upp að hollenskur
togari, sem kom til hafnar í
Reykjavík þennan morgun, hafði
þær fréttir að færa að hann hafði
siglt fram á mikið brak úr skipi út
af Vestfjörðum, en þegar átti að fá
nánari fréttir af því var togarinn
farinn og ekki unnt að ná sambandi
við hann.
Um kvöldið höfðu eigendur
skipanna tveggja, Hellyerútgerðin í
Hafnarfirði og Geir Thorsteinsson,
útgerðarmaður í Reykjavík, sam-
band við ríkisstjórnina og óskuðu
eftir því að varðskipið Fylla yrði
sent til Vestfjarða og hæfi þar leit.
Náðist strax samband við Barfod,
yfirforingja á Fyllu, sem sagði ekk-
ert því til fyrirstöðu að skipið færi
strax af stað vestur þegar morgun-
inn eftir og var ákveðið að það leit-
aði á þeim fjörðum og víkum þar
sem mögulegt var að skipin væru
og gætu ekki látið vita af sér.
Þegar varðskipið var nýlega lagt
af stað kom togarinn Ceresio til
hafnar í Hafnarfirði með Earl Haig
í togi. Owen Hellyer, sem stjómaði
útgerð bræðranna á Islandi, fór
óðar um borð í Ceresio, hafði tal af
skipstjórnarmönnum og spurði
hvort þeir treystu sér til þess að
halda strax af stað vestur til leitar.
Þótt áhöfn Ceresio væri hvíldar
þurfí eftir þá miklu hrakninga og
mannraunir sem hún lenti í var
ekki hik á neinum. Sjálfsagt þótti
að búa skipið strax til ferðarinnar
og gekk það skjótt fyrir sig.
Leitin undirbúin
Þegar leið á daginn var kallaður
saman fundur í Félagi togaraeig-
enda í Reykjavík þar sem hvarf
togaranna og leit að þeim var rædd.
Þar var ákveðið að ef leit Fyllu og
Ceresio bæri ekki árangur yrði haf-
in enn víðtækari leit og fengin til
hennar öll tiltæk skip. Var Magnúsi
Magnússyni, framkvæmdastjóra
Defensorútgerðarinnar falið að
stjórna henni, en Magnús var sigl-
ingafróður maður og hafði m.a.
kennt siglingafræði við Sjómanna-
skólann. Hóf hann þegar að safna
upplýsingum sem að gagni mætti
koma við leitina.
Til beggja skipanna hafði sést og
heyrst eftir að óveðrið skall á. Svo
sem fyrr greinir hafði Sigurður
Björnsson. loftskeytamaður á Cer-
esio, verið í sambandi við Magnús
Jónsson, starfsfélaga sinn á Field-
marshall Robertson, fram eftir
laugardagskvöldinu og einnig
hafði loftskeytamaðurinn á
Tryggva gamla haft samband við
Sigurð. I skeytasendingum Sigurð-
ar kom fram að Fieldmarshall Ro-
bertson væri kominn út af svæðinu
og var hann nær landi en Tryggvi
gamli. Gat hann þess sérstaklega
að allt væri í lagi um borð hjá
þeim. Þá hafði Draupnir einnig
siglt fram hjá Robertson eftir að ó-
veðrið skall á og höfðu skipstjór-
arnir og nafnarnir Einar á Draupni
og Einar á Robertsson veifast á.
Minna var vitað um ferðir Leifs
heppna, en ekki höfðu gengið nein
loftskeyti milli hans og hinna
togaranna. Til hans hafði þó sést
eftir að óveðrið skall á, bæði frá
Agli Skallagrímssyni og Gulltoppi.
Höfðu skipin farið fram hjá honum
um klukkan þrjú á laugardaginn og
sáu að enn stóðu menn í aðgerð á
þilfari togarans. Hafði Gulltoppur
farið svo nálægt að Guðmundur
Asbjömsson, stýrimaður á honum,
þekkti bróður sinn sem var skip-
verji á Leifi heppna og veifuðu þeir
hvor til annars. Þá var það einnig
vitað að Leifur heppni myndi hafa
verið nánast fullhlaðinn, en hann
hafði fengið miklu betri afla í túrn-
um en hinir togaramir sem voru á
Halamiðum.
Föstudaginn 13. febrúar komu
togaraeigendur aftur saman til
fundar. Fylgst hafði verið með leit
Fyllu og Ceresio í gegnum loft-
skeytatækin. Hún hafði engan ár-
angur borið og þótti nú fullljóst að
togararnir hefðu ekki náð til lands.
Með aðstoð togaraskipstjóranna
var reynt að reikna út rek skipanna.
Með tilliti til þess að Egil Skalla-
grímsson hafði borið um 90 sjómíl-
ur undan veðrinu var talið nauð-
synlegt að leita á svæði sem var um
200 sjómílur á hvern veg, eða allt
frá því djúpt út af Reykjanesi.
Að morgni 14. febrúar boðaði
Magnús Magnússon alla togara-
skipstjóra sem vora á Reykjavíkur-
svæðinu á fund, þar sem hann
óskaði eftir því að þeir tækju þátt í
leitinni og gerði þeim grein fyrir
því hvernig fyrirhugað var að haga
henni. Það var um sólarhringssigl-
ing á staðinn þar sem aðalleitin átti
að hefjast og var ákveðið að hefja
hana strax í birtingu morguninn
eftir. Að þessum fundi loknum var
haft loftskeytasamband við togar-
ana sem voru að veiðum á Selvogs-
banka og voru þeir beðnir að taka
þátt í leitinni og boðaðir á ákveð-
inn stað morguninn eftir. Um miðj-
an dag lögðu 15 togarar af stað frá
Reykjavík til leitarinnar og 4 togar-
ar sem voru á Selvogsbanka bætt-
ust síðan í hópinn. Var ákveðið að
Guðmundur Jónsson, skipstjóri á
Skallagrími, hefði yfirumsjón með
leitinni úti í hafi.
Sigldu samsíða um
200 sjómílna leið
Að morgni sunnudagsins 15.
febrúar voru leitarskipin komin á
þann stað sem ákveðið var að hefja
leitina frá. Guðmundur Jónsson
lagði svo fyrir að togurunum yrði
raðað upp með ákveðnu millibili
sem var um 90 sjómílna breitt og
síðan áttu skipin að sigla samsíða
með 10 sjómílna hraða allt að 200
sjómílur í suðvestur. Þennan dag
var ákjósanlegt leitarveður, bjart,
sjólítið og gott skyggni. Sigldu
togararnir þá leið sem búið var að
ákveða og sneru síðan við og fóru
til baka til norðausturs. Ekkert
fannst í leitinni sem bent gat til af-
drifa Fieldmarshall Robertsons og
Leifs heppna. Stóð þessi leitarleið-
angur í fimm sólarhringa og komu
skipin til hafnar á Reykjavíkur-
svæðinu að kvöldi fimmtudagsins
19. febrúar.
Um miðjan dag
lögðu 15 togarar af
staó til leitar frá
Reykjavik og 4 tog-
arar, sem verió
höfðu að veiðum á
Selvogsbanka, bætt■
ust síóan við. Hafði
Guðmundur á
Skallagrími umsjón
með leitinni.
Leitað við ísröndina
Enn héldu menn í vonina um að
togararnir væru ofansjávar og var
ákveðið að halda leitinni áfram og
leita svæði vestur í haf, allt að ís-
röndinni við Grænland. í þá leit fór
varðskipið Fylla, ásamt togurunum
Ceresio, James Long, Skúla fógeta
og Arinbirni hersi. Vega slæms
veðurs varð að fresta leiðangrinum
og hófst hann ekki fyrr en 24. febr-
úar. Röðuðu þá skipin sér út af
Vestfjörðum og sigldu með 10 sjó-
mílna bili á milli sín um 50 mfiur
til norðurs eða að ísröndinni og
fóru síðan meðfram henni til suð-
urs. Einnig leituðu skipin svæði
sem var fyrir vestan það sem tog-
araflotinn hafði leitað á áður.
Aformað var að tvö bresk her-
skip kæmu einnig til leitarinnar, en
þau höfðu verið send til íslands til
þess að leita að breska togaranum
Scapa Flow, en ekkert hafði spurst
til hans frá 10. febrúar en þá var
vitað að hann var við Vestmanna-
eyjar. Leituðu þessi skip milli Is-
lands og Bretlands, svipuðust um
við Færeyjar og fóru einnig norður
fyrir ísland.
Skipin talin af
Hinn 3. mars kom varðskipið
Fylla og íslensku leitarskipin aftur
til hafnar og var þá ákveðið að
hætta leit og skipin og áhafnir
þeirra talin af. Engin leið var að
gera sér í hugarlund hvar skipin
hefðu farist eða hvernig en líklegt
var þó talið að þau hefðu bæði ver-
ið komin langt út af sjálfu Hala-
svæðinu er þau mættu örlögum sín-
um. Líklegt þótti einnig að þau
hefðu farist á þann hátt að þau
hefðu fengið á sig brotsjói og ekki
náð að rétta sig áður en fleiri slíkir
skullu á þeim.
Akveðið var að halda minning-
arathöfn um hina drukknuðu sjó-
menn samtímis í Reykjavík og
Hafnarfirði 10. mars og helga þann
dag minningu þeirra um allt land.
Sunnudáginn 8. mars birtist í
Reykjavíkurblöðunum svohljóðð-
andi ávarp frá Knud Zimsen bæjar-
stjóra:
„I ofviðrinu 7.-8. febrúar sl. fór-
ust botnvörpuskipin Leifur heppni
og Fieldmarshall Robertson og
mótorbáturinn Sólveig og týndust
þar 68 íslendingar, auk 6 Englend-
inga. Leit að botnvörpuskipunum
hefur orðið árangurslaús.
Út af þessum sorgarviðburði
hefur bæjarstjórn Reykjavíkur, í
samráði við fulltrúa útgerðar-
manna og sjómanna, ákveðið að
gangast fyrir minningarathöfn
næstkomandi þriðjudag, hinn 10.
mars.
Minningarathöfnin fer þannig
fram:
Fánar verða dregnir í hálfa stöng
klukkan 8 að morgni í allri borg-
inni og á öllum skipum í höfninni.
Kl. 2 síðdegis verði öll vinna og
umferð á sjó og landi stöðvuð í 5 -
fimm mínútur - til klukkan 5 mín-
útur yfir 2. Tíminn verður gefinn til
kynna með því að blásið verður í
eimpípur nokkurra skipa í höfninni
einni mínútu fyrir klukkan 2, og er
þess vænst, að fullkomin kyrrð
verði komin á, þegar blæstri linnir,
stundvíslega kl. 2. Svo er til ætlast
að sérhver maður staðnæmist þar
sem hann er staddur, og karlar taki
ofan, að bifreiðar og vagnar haldi
kyrru fyrir, að vélar verði stöðvað-
ar, að vinnu og verslun verði hætt,
úti og í húsum inni, hvernig sem
ástatt er, og allar samræður falli
Snjólíknesið sem Ríkarður Jónsson myndhöggvari gerði á Lækjar-
torgi meðan á söfnuninni stóð.
Kort af leitarsvæðinu. Aðaláherslan var lögð á leit á svæðinu sem af-
markað er neðst á uppdrættinum.