Fiskifréttir


Fiskifréttir - 08.06.2001, Blaðsíða 45

Fiskifréttir - 08.06.2001, Blaðsíða 45
FISKIFRETTIR 8. júní 2001 45 Gylfi. Slapp betur en flestir hinna togaranna. Hilmir. Hélt lengur út við veiðarnar en flestir hinna togaranna. Varð fyrir stóráföllum sem m.a. löskuðu stýrið og varð að grípa til neyðar- úrræða til þess að sigla skipinu til lands. Jón forseti. Var elsta skipið í togaraflotanum og allt öðruvísi byggður en hin skipin og slapp tiltölulega vel. t: J ; Ari. Skipverjar slógu botninn úr nokkrum lifrartunnum og myndað- ist þá brák við skipið. Eftir það varð það ekki fyrir stóráföllum. bundinn er utan um mig taug og skipstjóri og stýrimaður halda í hana af öllum kröftum. Ég fikra mig niður úr brúnni og kemst fram á spilið. Og mér tekst að hífa hlerann upp í gálgann og festa hann þar. Þar hangir hann uns loksins heppnast eftir langa mæðu og linnulausan mokstur hásetanna að koma skipinu á réttan kjöl. Þá er hægt að ganga betur frá hleranum, vörpunni og öðru sem hafði farið. Skömmu síðar fer ég aftur í taug út um gluggann í brúnni; í það skiptið er tekið að losna ofan af einni lestarlúgunni og lífsnauðsyn að skálka hana, svo að skipið fyllist ekki á augabragði.” Nú er hinu versta lokið hjá ykkur” I dagrenningu á sunnudegi var Njörður enn á reki með mikla slag- síðu. Þá fékk hann enn einu sinni á sig gífurlegan brotsjó. Kastaðist skipið algjörlega á hliðina og þær rúður sem enn voru heilar í brúnni fóru í mask, svo og hurðin aftan á stýrishúsinu. Fylltist brúin af sjó og mennirnir sem þar voru fóru í bólakaf. Meðan þeir voru að svamla þarna í sjónum fannst Ei- ríki Kristóferssyni sagt hátt og skýrt í eyra hans: „Nú er hinu versta lokið hjá ykkur.” Þegar sjórinn flæddi úr brúnni hafði Guðmundur skipstjóri á orði að hann gæti ekki betur séð en að þeir væru á leiðinni niður, en Eirík- ur kallaði á móti til hans orðin sem honum fannst að hefðu verið sögð við sig. Menn unnu ennþá kappsamlega niðri í skipinu við að kasta til í því. Öðru hverju gengu sjógusur niður í vélarrúmið og þegar ólög skullu á skipinu gengu þau í gegnum brúna, en ekkert lát virtist vera á veðrinu og hvenær sem var áttu menn von á því broti sem reynst gat náðar- höggið. Síðari hluta nætur munaði litlu að Brynjólf Gíslason bátsmann tæki fyrir borð. Hann var þá að freista þess að binda poka, sem fylltir höfðu verið af lifur, á brúar- vænginn. Meðan hann vann að því reið ólag yfir skipið og hvarf Brynjólfur í rótið. Þegar sjórinn var genginn yfir sáu félagar hans að hann vó salt á borðstokknum.Tókst að ná til hans og draga hann um borð og koma honum inn í brú. Þá var Brynjólfur orðinn meðvitund- arlaus en þegar voru hafnar lífgun- artilraunir og eftir skamma stund komst hann til meðvitundar og tók að jafna sig. Þegar leið á morguninn virtist sjólagið breytast nokkuð og verða reglulegra. Lengra hlé varð á milli brotsjóanna og eftir að einn slíkur hafði riðið yfir skipið freistaði Guðmundur þess að ná skipinu upp með vélarafli. Fyrirskipaði hann fulla ferð og eftir gífurleg átök við ofurefli sjávarins mjakaðist Njörð- ur upp í og réttist á sjónum um leið. Þá kom í Ijós að í látunum um nóttina hafði stýrið laskast og þurfti tvo menn til þess að hreyfa það. En eftir að stjórn var komin á skipið virtist allt viðráðanlegra og menn unnu af endurnýjuðum þrótti við að kasta til í kolaboxunum. Enn var þó hætta á ferðum og vist mannanna um borð slæm, einkum þeirra sem voru í brúnni. Þeim var helkalt og voru að auki orðnir hungraðir, enda ekkert nærst síðan óveðrið skall á. í æviminningum sínum segir Eiríkur Kristófersson að hann hafi verið farinn að skjálfa og þá spurt Guðmund skipstjóra hvort hann ætti ekki áfengi: ,,„JÚ, ég á viskí,”svarar hann og fer niður í íbúð sína, en þangað er niðurgengt úr brúnni. Þar er hné- djúpur sjór, en Guðmundi lánast samt að ná í viskíflösku og hangi- kjötslæri og þessar vistir hressa okkur ótrúlega vel. Ég efast um að við hefðum afborið kuldann, ef við hefðum ekki getað hitað okkur á viskíinu öðru hverju.” Þegar kom fram á sunnudaginn fór sjór loks að kyrrast. Þá var stefna Njarðar sett til lands og til Reykjavíkur kom skipið síðdegis á mánudegi. Hilmir hélt lengi út við veiðar Togarinn Hilmir kom á Halamið á fimmtudegi. Þetta var fyrsti túr vertíðarinnar sem verka átti aflann í salt og eins og jafnan þegar slíkar veiðar voru stundaðar var bætt við það mörgum mönnum að ekki var rými fyrir þá alla í lúkarnum. Var því gripið til þess ráðs að þilja hluta netalestarinnar og setja þar upp kojur fyrir „aukamennina”. Skipstjóri á Hilmi var Pétur Maack, annálaður aflaskipstjóri og dugnaðarforkur sem ekki kallaði allt ömmu sína. Þegar veður tók að versna að ráði á laugardagsmorgni hélt hann áfram veiðum, eins og ekkert hefði ískorist og það var komið fram yfir nón þegar hann gaf skipun um að hífa og ganga frá á þilfarinu. Mátti það ekki seinna vera og var verkinu raunar ekki lokið þegar norðanfárviðrið skall á. Ekki þurftu rnenn að hafa áhyggjur af frágangi afla sem hafði verið lít- ill í síðustu hölunum. Honum skol- aði öllum fyrir borð. Sjó stærði ótrú- lega mikið á ör- skammri stundu og Pétur óttaðist að nýliðarnir, sem voru allmargir á skipinu, kynnu að fara sér að voða. Gaf hann fyrir- mæli um að þeir færu niður en vönustu mennirn- ir gengju frá vörp- unni og öðru því sem festa þurfti á þilfarinu. Reynd- ist það harðsótt þar sem sjór var farinn að ganga í sífellu yfir það og auk þess farið að sjást til hættusjóa sem brotnuðu skammt frá skipinu. Við þetta bættist svo að frost herti með hverri mínútu sem leið og ís tók að hlaðast á skipið. Það gekk þó áfallalaust að sjóbúa og strax og því var lokið var Hilmi stýrt upp í sjó og vind og varði hann sig vel. Pétur hafði einnig fyrirskipað að aðeins vönustu sjómennirnir mættu vera á ferð milli lúkars og brúar. Hinir ættu að halda kyrru fyrir. Var því ekki um eiginleg vaktaskipti að ræða. Um miðnætti ætluðu tveir menn, þeir Jón Sigurðsson og Sigurður Viggó Pálmason, úr lúkarnum og aftur í brú. Þótt sú leið væri ekki löng voru sjógangurinn og ágjöfm yfir skipið svo mikil að nánast mátti teljast ófært á milli. Þeir biðu lags góða stund og ræddu sín á milli hvernig best væri að haga ferðinni. Kom þeim saman um að fara ekki báðir saman. Þar kom loks að Sigurður Viggó fékk lag og tókst að komast á- fallalaust aftur í. Jón beið hins veg- ar enn um stund og þegar hann taldi vera lag lagði hann af stað. Var hann kominn á móts við vantinn þegar hann skynj- aði að skipið var að fá á sig brotsjó. Kastaði hann sér þá upp að borð- stokknum og náði þar góðri hand- festu. I sama mund skall gífurlegt ólag á skipinu og færði það að mestu í kaf. Sáu félagar Jóns, sem fylgst höfðu með ferð hans úr brúnni, hann hverfa í svelginn og áttu varla von á að sjá hann aftur. Það tók góða stund fyrir Hilmi að hreinsa sjóinn af sér en þegar hann fjaraði sáu mennirnir til Jóns sem reis á fætur og tókst að komast aftur eftir þilfarinu og upp í brú af eigin rammleik. Þótti með ólíkind- um að hann skyldi geta haldið sér meðan brotið gekk yfir og að hann væri nánast óskaddaður. Hafði Pét- ur skipstjóri á orði að hann hefði gert það eina rétta til að bjarga sér. Eftir áfallið var skipið með svo mikla slagsíðu að stjórnborðsborð- stokkurinn var að mestu í kafi. En Hilrnir var afburðagott sjóskip og eftir nokkra stund rétti hann sig svo að unnt var að hafa stjórn á honum aftur. Um kvöldið munaði hins vegar litlu að árekstur yrði milli Hilmis og skips sem var á reki í sortanum. Tókst á síðustu stundu að afstýra honum. Gátu Hilmis- menn ekki betur séð en að þarna hefði Tryggvi gamli verið á ferð- inni. Þannig leið nóttin og nýr dagur reis án þess að skipið yrði fyrir stóráföllum og þegar kom fram undir hádegi á sunnudegi ákvað Pétur að freista þess að snúa skip- inu og halda áleiðis til lands. Var Hilmir búinn að vera á hægri ferð þegar hann fékk á sig ógurlegan brotsjó. Mennirnir, sem voru í brúnni, sáu hann æða að skipinu og fannst þeim sem hann gnæfði yfir það. Datt þeim ekki annað í hug en að komið væri að leiðarlokum. Ekkert var hægt að gera til varnar. Sjórinn hvolfdist yfir skipið, lagði það á hliðina og nær algjörlega í kaf. Vantarnir á aftur- mastrinu brotnuðu Hilmir maraði í kafi nokkra stund en tók síðan að hreinsa sjó- inn af sér og rétta sig. Þegar var ljóst að miklar skemmdir höfðu orðið á skipinu. Báðir björgunar- bátarnir rifnuðu úr festingum sín- um og fóru fyrir borð og bátaþilfar- ið var allt meira og minna laskað. Trollhleri sem súrrað hafði verið Það tók góöa stund fyrir Hilmi að hreinsa af sér sjóinn en þegar hann fjaraói sáu mennirnir í brúnni að Jón reis á fæt- ur og komst hann eftir þilfarinu og upp í brú af eigin rammieik.

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.