Fiskifréttir - 08.06.2001, Blaðsíða 35
34
FISKIFRÉTTIR 8. júní 2001
FISKIFRETTIR 8. júní 2001
35
Halaveðrið
Texti: Steinar J. Lúðvíksson
Eitt mesta skaðaveður sem gengið hefur yfir ísland gerði dagana 7. og 8. febrúar árið
1925. Þá voru margir íslenskir togarar að veiðum á Halamiðum. Sjómenn, sem höfðu þó
marga hildi háð, voru sammála um að slíkan veðurofsa hefðu þeir aldrei upplifað.
Á skammri stundu varð sjólagið þannig að ekki er hægt að lýsa því með orðum. Allir tog-
ararnir sem þarna voru urðu fyrir meiri eða minni áföllum og sjómennirnir börðust upp á
líf og dauða í tugi klukkstunda við að reyna að bjarga sjálfum sér og skipunum. Oft var að-
eins bláþráður milli lífs og dauða. Þegar veðri slotaði og skipin tóku að tínast til hafnar
voru sum þeirra mjög mikið löskuð. Og tveir togaranna, Leifur heppni frá Reykjavík og
Fieldmarshall Robertson, komu aldrei að og ekkert fannst sem bent gat til afdrifa þeirra.
Með þeim fórust 62 íslendingar og 6 Bretar. í óveðrinu fórst einnig vélbáturinn Sólveig með
6 mönnum og fimm manns, þar af tvö börn, urðu úti. Þá mun breskur togari hafa farist í
hafi milli íslands og Bretlands með allri áhöfn, 24 mönnum. Alls varð því þetta ofsaveður
sem æ síðan hefur verið kallað HALAVEÐRIÐ, rúmlega eitt hundrað manns að fjörtjóni.
Vart fer á milli mála að Halamið
út af Vestfjörðum eru þau mið við
íslandsstrendur sem hvað mestan
afla hafa gefið í gegnum tíðina. 0-
hugsandi er að segja til með nokk-
urri vissu hversu mikið hefur feng-
ist þar úr sjó þótt ekki væri nema af
þeirri ástæðu einni að Islendingar
hafa sannarlega ekki setið einir að
hitunni á þessum miðum heldur
voru þau lengi vel einnig mikið
sótt af fiskiskipum annarra þjóða.
Þarna hefur fengist óhemju afli á
tiltölulega litlu svæði og þótt ekki
séu til um það nákvæmar skýrslur
þá er vitað að á ákveðnu árabili
voru um 2/3 aflans sem íslenskir
togarar öfluðu fengnir þarna.
Hvenær Halamiðin uppgötvuð-
ust og fengu nafn sitt er heldur ekki
vitað. Sennilegt er þó að að menn
hafi haldið á þessar slóðir á löngu
liðnum tíma strax og skip voru
búin til þess að halda svo langt.
Það hefur löngum verið eðli fiski-
manna að leita fyrir sér á nýjum
slóðum þegar afli bregst á þeim
miðum sem þeir sækja mest á og
þá hefur oft verið teflt í tvísýnu.
Björgina varð að færa að landi,
hvað sem það kostaði.
Það var í árdaga íslenskrar tog-
araútgerðar sem Halamiðin urðu
fyrst verulega nafnkunn og fyrst
fer sögum af togveiðum íslenskra
skipa þarna árið 1911. Kom það
ekki til af góðu að íslenskir togarar
hófu þar veiðar, heldur var það
fyrst og fremst vegna þess að hinar
hefðbundnu togslóðir voru orðnar
svo þétt setnar, aðallega af erlend-
um skipum, að íslensku skipin
beinlínis hröktust þaðan. Var það
einkum á vorin sem slíkur sægur
erlendra skipa var á togslóð, t.d. í
Faxaflóa, að íslensku togaraskip-
stjórarnir lögðu ekki í að fara þang-
að. Á bestu miðin fyrir sunnan land
og út af Austfjörðum var einnig
fast sótt, einkum af Englendingum,
en það voru hins vegar Frakkar
sem sóttu mest á miðin í Faxaflóa.
Togaraflotinn
endurnýjaður
Um það leyti sem togveiðar ís-
lenskra skipa á Halamiðum hófust
fyrir alvöru voru að verða umtals-
verðar breytingar í togaraútgerð á
íslandi. Hún var búin að slíta
barnsskónum, menn höfðu vaxandi
trú á því að togveiðarnar yrðu það
sem koma skyldi og framsæknir út-
gerðarmenn gerðu allt hvað þeir
gátu til þess að eignast eða fá til
landsins togara. Notuðu menn
gjarnan tækifærið þegar útgerðar-
menn, t.d. í Bretlandi, voru að end-
urnýja skip sín og keyptu gömlu
togaranna þeirra til landsins. Und-
antekning á þessu sviði var Alli-
ance félagið í Reykjavík. Það hafði
látið smíða fyrir sig togarann Jón
forseta, sem kom til landsins árið
1907, og ákvað að fara sömu leið
er það bætti við flota sinn. Næsta
skip þess var togarinn Skúli fógeti
sem kom til landsins árið 1911.
Báðir þessir togarar þóttu taka
fram flestum hinum íslensku tog-
urunum.
En það voru fleiri skip en Skúli
fógeti sem bættust í togaraflotann
árið 1911.
Snemma á árinu festi íslandsfé-
lagið, sem Jes Zimsen, Þorsteinn
Þorsteinsson, Hjalti Jónsson (Eld-
eyjar-Hjalti) og fleiri stóðu að,
kaup á stórum togara, Lord Nelson.
Hlutafélagið Draupnir keypti tog-
ara, sem fékk nafnið Snorri goði,
og Pétur A. Ólafsson á Patreksfirði
keypti togarann Eggert Ólafsson,
auk þess sem Th. Thorsteinsson,
útgerðarmaður í Reykjavík, leigði
tvo togara frá Aberdeen. Voru það
því hvorki fleiri né færri en sex
skip sem bættust við flotann og
þótti sumum djarflega teflt í fram-
sókninni og var því raunar spáð, af
andstæðingum togaraútgerðarinn-
ar, að allur þessi skipafloti yrði
fljótur að þurrka upp miðin við ís-
land og að útgerðir þeirra myndu
fara á hausinn áður en langt um
liði.
Flóinn fullur af
frönskum skipum
Og víst var að sumum þótti
þröngt um sig. Guðmundur Guð-
mundsson, skipstjóri frá Móum á
Kjalarnesi, segir frá því í grein sem
hann skrifaði í Sjómannablaðið
Víking í desember árið 1945 að
þegar þetta gerðist hafi hann verið
skipstjóri á togaranum Snorra
Sturlusyni. Þegar vorvertíðin hófst
hafi íslensku togararnir ætlað að
fara á miðin í Faxaflóa en flóinn
var þá fullur af frönskum skipum
þannig að lítt var hægt að afhafna
sig. „Hugðu því flestir til að reyna
við Austurland, því að heyrst hafði,
að enskir togarar fiskuðu þar vel
um þennan tíma árs, en fiskur var
þar frekar smár.”
Guðmundur segir síðan frá því
að 20. maí hafi hann farið austur
fyrir land og reynt þar fyrir sér.
Fékk hann þar sæmilegan afla af
Togarinn Snorri Sturluson. Undir skipstjórn Guðmundar Guð-
mundssonar frá Móum var hann einn fyrsti íslenski togarinn sem
reyndi fyrir sér á hinum eiginlegu Halamiðum.
Þóröur haföi veriö háseti
á bandarísku lúöuveiöi-
skipi sem veiddi viö Vest-
firöi. Hann sagöist trúa
því aö fisk væri aö finna
noröaustur af Horni. Þar
heföu Kanarnir fengiö
þorsk á lúöulóöirnar.
Þórður Sigurðsson.
Slík sjón sem þessi var algeng þegar togararnir stunduðu vetrarveiði á Hahniðum. Sjómenn komust fljótt að raun um það að þarna úti var sannkallað
veðravíti.
HALAVEDRID
áx.--—sí
Halamið, eins og þau voru teiknuð inn á kort í bók Bjarna Sæmunds-
sonar, Fiskarnir. Þarna fékkst sum árin allt að 2/3 hlutar þess afla
sem íslensku togararnir öfluðu.
- áriö 1925
varö um
100manns
aö
fjörtjóni
smáfiski, en varð að halda aftur til
Reykjavíkur eftir nokkurra daga
viðdvöl á miðunum, þar sem vél
skipsins bilaði og nauðsynlegt var
að fá gert við hana. Tók það nokkra
daga og því komið fram í júnímán-
uð er skipið var aftur tilbúið til
veiða. Ekki leist Guðmundi á að
fara aftur austur þar sem þar var
veitt á svo miklu dýpi að togbúnað-
ur Snorra Sturlusonar hentaði illa.
Ákvað hann að halda til Vestfjarða
og hefur sjálfsagt á leiðinni út Fló-
ann siglt fram hjá „Fransmanna-
farganinu” sem sat þar enn þá sem
fastast. Þegar komið var vestur
reyndi Guðmundur fyrir sér báðum
megin við Isafjarðardjúp, djúpt og
grunnt, en aflinn var lítill.
Einhverju sinni er þeir á Snorra
Sturlusyni voru að kippa fór Guð-
mundur að spjalla við hásetann
sem var við stýrið. Sá hét Þórður
Sigurðsson og hafði verið sjómað-
ur frá blautu barnsbeini, fyrst á
skútum en síðan hafði Þórður reynt
það sem fáir Islendingar höfðu þá
gert - hann hafði ráðið sig á skip
hjá útlendingum sem stunduðu hér
veiðar. Hafði hann verið háseti á
bandarísku lúðuveiðiskipi sem hélt
út við Vestfirði og fór hann að
segja Guðmundi frá þeim veiðum
og gat þess að hann gæti vel trúað
því að fisk væri að fmna norðaust-
ur af Horni. Þar hefðu Bandaríkja-
mennirnir oftsinnis fengið góðan
þorskafla á lúðulóðir sínar. Sjálf-
sagt hefur Guðmundur hugsað sem
svo að ekki væri miklu fórnað þótt
haldið væri á þessar slóðir og reynt
þar fyrir sér í því aflaleysi sem
hann var að glíma við. Skoðuðu
hann og Þórður þau sjókort sem
fyrir hendi voru og settu síðan kúr-
sinn þangað sem Þórður hafði ver-
ið með Bandaríkjamönnunum
forðum og köstuðu þar. Þarf ekki
að orðlengja það að þarna fékk
Snorri Sturluson svo góðan afla að
skipið var fyllt á örfáum dögum. Á
leiðinni til lands spurði Guðmund-
ur Þórð hvort hann teldi að á þess-
um slóðum kynnu að vera önnur
mið, sem íslenskir togarar hefðu
ekki sótt á til þessa. Svaraði Þórð-
ur því til að bestu miðin sem
Bandaríkjamennirnir hefðu veitt á
væru við vestanvert Djúpið, alveg
úti í kanti. Sagði Þórður að þar
gengi tangi til aust-norðausturs út í
Isafjarðardjúpið og þar hefði feng-
Guðmundur Jónsson,
sem lengi var skipstjóri
á Skallagrími og var oft
kenndur við skipið var
einn þeirra sem
snemma reyndi fyrir
sér á Halamiðum. Guð-
mundur kom við sögu
þegar týndu togaranna
tveggja var leitað.
ist mjög góður afli. Hann taldi hins
vegar líklegt að botninn á þessu
svæði væri slæmur og hafði einnig
á orði að það væri ekki heiglum
hent að halda út á þessu svæði þar
sem þarna væri mikill straumur og
mjög illviðrasamt.
Bölvuðu yfír að hafa
asnast svona langt
Um svipað leyti og Snorri
Sturluson var í framangreindum
veiðitúr reyndi annar íslenskur tog-
ari fyrir sér á óhefðbundnum slóð-
um þar vestra. Þetta var togarinn
Freyr frá Reykjavíkur. Skipstjóri á
honum var Jóel Kr. Jónsson sem
hafði orð á sér fyrir að vera mjög
duglegur og framsækinn maður og
óhræddur að reyna nýjar slóðir.
Stýrimaður hjá honum var Guð-
mundur Jónsson frá Reykjum, sem
síðar varð einn kunnasti togara-
skipstjórinn á Islandi. I grein sem
Guðmundur skrifaði í Sjómanna-
blaðið Víking um upphaf togveiða
á Halanum segir hann m.a.:
„Skipstjóri hafði oft á orði við
mig, að sig langaði að reyna þarna
vestan við Djúpálinn, sér litist vel á
að þar væri fiskisæld. Ég tók vel í
það, og sagði sem var, að mér
sýndist það sama. Þetta var langt úr
leið frá venjulegum fiskisvæðum í
þá daga, en samt varð það úr, einn
daginn í góðu veðri, að farið var út
og kastað. En þegar trollið kemur
upp aftur, þá er sama og ekkert í
pokanum, og bölvuðum við mikið
yfir að hafa asnast svona langt frá
veiðistöðvunum, og lofuðum há-
tíðlega að fara ekki þangað út í
bráð.”
En ekki leið þó á löngu uns ís-
lensku togararnir héldu aftur á
þessar slóðir og á árinu 1912 voru
farnir nokkrir túrar á það svæði
sem sjómenn kölluðu síðar
„Halatoppinn”. Fengu þeir þar
sæmilegan afla á 80-90 faðma dýpi
en helsta vandkvæðið við veiðarn-
ar var að botninn var mjög grýttur
og ósléttur og því sífellt tjón á
veiðarfærum, auk þess sem menn
fengu fljótt að kynnast þarna mis-
jöfnum veðrum. Undruðust margir
hversu sjó stærði ótrúlega mikið á
skömmum tíma á svæðinu og
þarna gat verið haugasjór þótt
sæmilegt veður væri þegar dró nær
landi.
Næstu árin var farinn túr og túr á
svæðið en um veiðar á hinum eig-
inlegu Halamiðum var þó ekki að
ræða fyrr en síðar. Guðmundur
Guðmundsson segir frá því að um
Þegar veiöar hófust
á Halamiöum var
botninn þar mjög
grýttur og rifnuöu
vörpurnar oft í
hengla. En smátt og
smátt fóru þær aö
slétta botninn þótt
alltaf lentu menn í
því ööru hverju aö
festa og rífa vörp-
urnar.
jólaleytið 1915 hafi hann verið að
veiðum út af Skálavík en lítinn sem
engan afla fengið. Þótti honum ó-
vænlega horfa með túrinn og fór að
hugleiða hvernig mælti bjarga hon-
um. „Datt mér þá í hug mið það,
sem Þórður hafði talað um 1911, út
með Djúpinu og var nú ákveðið að
reyna þar þegar lygndi. Um kl. 3
um morguninn var vindur nokkru
hægari, og hafði mig dreymt fiski-
lega um nóttina. Var þá akkerum
létt og haldið út. Þótti það æði
langt að halda fimm tíma beint til
hafs. Austan stormur var, en fór
heldur lygnandi. Klukkan 10 f.h.
var kastað á 85 faðma dýpi, mjög
nálægt þeim slóðum, sem Þórður
hafði lýst. Var þar ágætur afli, en
ekki þó mok. Komust við á um eða
yfir 100 faðma og var þar mikið af
karfa. Héldum við okkur á 85-90
föðmum og rifum ekki mjög mik-
ið. Aflinn var vænn þorskur og
mjög mikið af smá- og stofnlúðu.”
Guðmundarnir halda á
Halann
Af þessari frásögn Guðmundar
má marka að í þessum túr hafi
hann togað út á það svæði sem síð-
ar fékk nafnið Halamið. Það var þó
ekki fyrr en fimm árum síðar, eða
árið 1921, sem veiðar þar hófust
fyrir alvöru og enn á ný voru það
sömu menn og áður hafa verið
nefndir sem höfðu þar frumkvæð-
ið, Guðmundur Guðmundsson og
Guðmundur Jónsson. Ber þeim
saman í frásögnum sínum í Víkingi
af því hvemig þessar veiðar komu
til. Segir Guðmundur Guðmunds-
son að hann hafi verið að reyna fyr-
ir sér á Hornbanka og víðar fyrir
vestan en fiskur hafi verið tregur.
Datt honum þá í hug að reyna fyrir
sér þar sem hann hafði fengið góð-
an afla um jólaleytið 1915, hélt
þangað og kastaði á dýpra vatni en
hann hafði gert þá. Hitti hann þar
strax á mokafla af þorski og getur
þess að hann hafi fengið 6-7 poka
eftir 30 mínútna tog. Ákvað hann
að reyna fyrir sér aðeins austar og
segir síðan svo frá:
„Þegar komið var austur á kant-
inn mættum við þar Skallagrími;
skipstjóri á honum var Guðmundur
Jónsson á Reykjum. Töluðum við
saman, og sagðist hann hvergi hafa
fengið fisk, en ég sagði honum frá
afla þeim, sem við höfðum fengið
þar úti. Ákváðum við að halda
þangað út aftur og var svo snúið
við og byrjað á nýjan leik. Var þá
komið besta veður og hélst í næstu
4-5 daga, og bætti það mjög að-
stæður allar. Aldrei áður hafði ég
þá komist í annað eins netarifrildi
og festur og aldrei í annað eins
mok af fiski, þegar vel gekk, 2-3 og
máske 7-8 pokar eftir 20-30 mínút-
ur. Komum við svo þarna niður á
kantinum sínu duflinu hvor, og fór
þá heldur að minnka rifrildi, en var
þó alltaf mjög mikið. Afli virtist
bestur á 115-120 föðmum, oft
hreinn þorskur. Ekki var asafiski
nema á þessu dýpi. Vöruðum við
okkur ekki á hve kanturinn sveigði
mikið til norðurs; héldum fyrst að
hann mundi vera A.N.A., en hann
reyndist liggja miklu meira til
norðurs. Hefði þá komið sér vel að
hafa dýptarmæli. Héldum við svo