Fiskifréttir - 08.06.2001, Blaðsíða 43
FISKIFRETTIR 8. júni 2001
43
k
skipið fékk á sig brotið og var þar
að fara í sjóstakk sinn. Fékk hann
yfir sig fullan pott af sjóheitu vatni,
en var svo heppinn að stakkurinn
hlífði honum og hlaut hann ekki
mikil brunasár. Hins vegar kastað-
ist hann í þilið og hlaut nokkurt
höfuðhögg.
Þeim Friðfinni og Guðmundi
tókst að festa bátinn við aft-
urmastrið en á meðan þeir voru að
vinna að því fóru aðrir skipverjar
út með sleggju og brutu lifrartunn-
ur sem voru að velta til og frá á þil-
farinu. Einnig það gekk áfallalaust
fyrir sig.
Meðan verið var að þessu sáu
mennirnir í brúnni skip fram undan
á stjórnborða. Arekstur var yfirvof-
andi en með því að leggja stýrið
hart í bak tókst að forða honum og
fór Gulltoppur fram hjá aðkomu-
skipinu í nokkurra metra fjarlægð.
Ekki sáu þeir hvaða skip þetta var
en greindu að vinnuljós voru á þil-
fari þess og undruðust þeir það
nokkuð, eins og veðurofsinn var
orðinn.
Þannig leið kvöldið. Ekkert var
hægt að gera annað en að reyna að
hafa stjóm á skipinu og rýna út í
sortann í von um að ef brotsjóar
risu væri hægt að koma auga á þá í
tæka tíð. En sortinn var slíkur að
lítið sást út fyrir borðstokkinn og
um kvöldið fékk Gulltoppur aftur á
sig mikinn brotsjó sem skellti skip-
inu af miklu afli á hliðina. Rúður
brotnuðu í brúnni og þar urðu tölu-
verðar skemmdir, m.a. á báðum
áttavitunum. Þegar þetta gerðist
var Jón Högnason í káetu sinni, en
honum tókst fljótt að komast upp
og hringdi hann þegar í vélarrúmið
og fyrirskipaði fulla ferð áfram.
Flestir hásetarnir voru frammi í
lúkarnum er þetta gerðist og þótt
mikið gengi á voru sumir þeirra
sofandi. Vöknuðu þeir upp við
vondan draum er sjór fossaði niður
til þeirra og þeim fannst skipið
vera að fara niður. Þeim tókst þó að
komast upp og þegar þangað kom
sáu þeir að Gulltoppur var það
mikið á hliðinni að sjór féll inn á
lúgurnar á þilfarinu. Einum mann-
anna, Guðmundi Ásbjörnssyni,
tókst að komast aftur í brú og fékk
hann þau fyrirmæli frá skipstjóra
að hásetarnir ættu að reyna að fara
niður um netalúguna og þaðan í
lestina og freista þess að moka og
kasta til í henni. Komst Guðmund-
ur áfallalaust fram í lúkarinn og
biðu menn ekki boðanna með að
framkvæma skipun skipstjórans.
Þeir sem staddir voru aftur í fóru
niður í kolaboxin og hófust handa
við að kasta kolastykkjunum aftur
yfir á stjórnboða. Aðstaða þeirra,
sem og mannanna sem voru í lest-
inni var hin örðugasta, þar sem
mikill veltingur var á skipinu, auk
slagsíðunnar, sem gerði þeim örð-
ugt að fóta sig. Eftir um það bil
hálfrar klukkustundar vinnu, þar
sem enginn dró af sér, merktu þeir
að Gulltoppur tók að rétta sig við
og ekki leið á löngu uns hann sneri
aftur stefni upp í veður og vind.
Mesta hættan var liðin hjá í bili, en
allir höfðu gert sér það ljóst að ef
brot hefði komið á skipið meðan
það lá flatt hefði ekki þurft um sár
að binda.
Hélt hendinni út um
brúargluggann
Eftir að áttavitarnir eyðilögðust
var ekki unnt að stýra eftir neinu
nema vindstöðunni. Greip Frið-
finnur Kjærnested til þess að ráðs
að halda annarri hendinni út um
hliðarglugga á stýrishúsinu og
finna þannig vindstöðuna. Kallaði
hann síðan fyrirmæli til félaga
sinna og þótt keyrt væri á fullri
ferð þurfti oft að snúa stýrinu til
þess að halda skipinu í réttu horfi.
Þegar búið var að rétta skipið
eftir áfallið urðu menn varir við
það að toghlerinn bakborðsmegin
að framan hafði losnað og farið
fyrir borð. Hékk hann þar í vírun-
um og slóst oft í skipshliðina af
miklu afli. Var hætta á að hann
bryti eða stórskemmdi byrðinginn,
I skipstjórakáetunni
var ekkert heillegt
nema blikkkassi sem
lóðaður var aftur. I
honum voru geymdir
neyðarflugeldar sem
reyndust óskemmdir
þegar til þeirra var
gripið.
auk þess sem svo gat farið að hler-
inn drægi vörpuna fyrir borð og
hún og allir þeir vírar og kaðlar
sem henni fylgdu færu í skrúfuna.
Þótt stórhætta fylgdi því að fara út
á þilfar var ekki um annað að ræða
en að grípa til einhverra ráða. Varð
það úr að Guðmundur Kristjánsson
bátsmaður færi að spilinu og freist-
aði þess að hífa trollhlerann upp.
Þetta tókst honum og þegar hann
var kominn í topp tókst Friðftnni
að svifa skipinu en um leið slakaði
Guðmundur á spilinu og á þennan
hátt tókst þeim að renna hleranum
á sinn stað og skorða hann þar.
Klukkustund eftir klukkustund
leið. Þetta óveður var meira en
hvellur. Það virtist aldrei ætla að
ganga niður. Yfirbyggingin á Gull-
toppi var orðin að einni íshellu og
þar var vitanlega helkuldi eftir að
rúðurnar brotnuðu og breytti litlu
þótt reynt væri að negla fyrir
Á þeirri stundu
stefndi í árekstur.
Honum tókst þó aó
afstýra en ekki voru
nema nokkrir metr-
ar á milli skipanna.
gluggana. Ekki var heldur hægt að
leita skjóls eða hlýju í skipstjóra-
káetunni því var var meira en hné-
djúpur sjór. Auk þess var ekki um
neina næringu að ræða fyrr en seint
á sunnudagskvöld að brytanum
tókst að elda hafragraut og hita
kaffi og þótti mönnum það ljúffeng
máltíð og góð hressing.
Fyrsti togarinn sem
lét í sér heyra
Um miðnætti á sunnudagskvöld
hafði loks dregið svo úr veðurofs-
anum að Jóni Högnasyni þótti
mögulegt að fara að huga að sigl-
ingu til lands. Lét hann stöðva
skipið og mæla dýpið, sem reynd-
ist vera um 90 faðmar. Síðan
reyndu menn að reikna út hvar
Gulltoppur myndi vera staddur.
Skipinu hafði verið haldið upp í
veðrið á fullri ferð í 36 klukku-
stundir og töldu skipstjórnarmenn
líklegt að ferð þess hefði verið 2-3
sjómílur á klukkustund. Því væri
sennilegt að það væri úti af Horni.
Gulltoppi var síðan snúið og siglt á
hægri ferð í suðvestur. I birtingu á
mánudagsmorgun sáu skipverjarnir
land á bakborða. Það reyndist vera
Látrabjarg en brátt sáu þeir einnig
Snæfellsjökul. Eftir þetta var þeim
ljóst að skipið hafði hrakið aftur á
bak um a.m.k. 25 sjómílur meðan á
látunum stóð. Var síðan haldið í var
undir Jökli og þar var mannskapur-
inn kallaður á þilfar og hafist
handa við að lagfæra það sem unnt
var að lagfæra við þessar aðstæður.
Loftnetinu, sem slitnað hafði niður,
var komið upp aftur og fljótlega
náðist samband við Loftskeyta-
stöðina í Reykjavík, sem greindi
frá því að Gulltoppur væri fyrsti
togarinn, sem verið hafði á Hala-
miðum, sem léti heyra frá sér eftir
óveðrið. Tilkynnti Gulltoppur að
skipið væri á heimleið og engan
um borð hefði sakað. Þá tókst
einnig að ná sambandi við togara
sem voru komnir inn á Patreksfjörð
og bar loftskeytamaðurinn á Gull-
toppi skilaboð á milli þeirra og
stöðvarinnar í Reykjavík.
Stýrið á Draupni sat fast
Togarinn Draupnir, sem Einar
Guðmundsson frá Nesi, var skip-
stjóri á kom á Halamið aðfaranótt
laugardagsins. Draupnir hafði lagt
af stað frá Reykjavík í veiðitúrinn
viku áður og fyrst reynt fyrir sér í
Jökuldjúpi, en farið þaðan suður
fyrir land og síðan aftur vestur. Afli
var rýr og þegar Draupnismenn
heyrðu togarana sem voru á Hala-
miðum fjalla um sæmilegan afla á-
kváðu þeir að halda þangað. í
Draupni voru aðeins hlustunartæki
en ekki senditæki þannig að ekki
var hægt að hafa beint samband við
land eða önnur skip.
Strax og Draupnir kom á Halann
var vörpunni kastað og tekin nokkur
höl urn nóttina. Um níuleytið urn
morguninn kom Einar skipstjóri í
brúna og hafði strax á orði að sér lit-
ist ekki á veðurútlitið. Gaf hann
mönnum sínum fyrirmæli um að
ganga strax frá á þilfarinu og vanda
sig sérstaklega við frágang þar. Vildi
hann að skipið yrði sjóbúið eins og
það væri að fara í siglingu. Sneri
Einar skipinu undan meðan verið
var að ganga frá og kom sér út af
svæðinu þar sem togaraþröngin var.
Þegar allt var orðið klárt var
Draupni snúið upp í og fyrirskipuð
hálf ferð, en fljótt kom að því að
það dugði ekki þar sem skipinu sló
undan og oftar en ekki þurfti að
keyra vélarnar á fullri ferð til þess
eins að það stýrði. Gekk allt áfalla-
laust um kvöldið og nóttina og
fram á sunnudag. Raunar undraði
rnenn sjólagið og töldu sig aldrei
hafa séð eins fjallháar öldur eða
upplifað slíkt fárviðri. Um nóttina
fór einnig ísing að hlaðast á skipið
en var þó ekki það mikil að bein
hætta væri talin stafa af henni.
Um hádegisbil á sunnudag fékk
Draupnir á sig gríðarlegan brotsjó.
Einum glugga í brúnni hafði verið
haldið opnum og reyndu skip-
stjórnarmenn að skyggnast út um
hann og sá Einar skipstjóri þegar
brotið hvolfdist að skipinu.
Hringdi hann á fulla ferð áfrarn og
lagði stýrið hart í bak. Sjórinn
brotnaði áður en hann náði skipinu
en samt sem áður færði rótið frá
honum það að mestu í kaf og lagði
það á stjórnborðshliðina. Fylltist
brúin að mestu af sjó.
■■■■■
HAFNIRISAFJARÐARBÆJAR
Isafjörður Suðureyri Flateyri Þingeyri
« 456 3295 & 862 1877 S 456 6125 & 854 8823 » 456 7766 & 894 8823 S 456 8321
Fax: 456 4523 Fax: 456 6124 Fax: 456 7821 Fax: 456 8445
ÞJÓNUSTUSÍMANÚMER FYRIRTÆKJA 456 5001
ÞRYMUR HF.
Vélsmiðja « 456 3711
|yQ FBYSTIKERFI
« 456 5711
S 456 4400
iE53B|í
OLIUFELAG
ÚTVEGSMANNA
«456 3245
METRO
Áral ehf. 8 456 4644
H.V.
UnESOÐSVERSLUn
« 456 4666
Gámaþjónusta
Vestfjarða ehf
S 456 4760
wmm m m m m
FIVl V
SAMSKIP
8 456 4000 & 456 4006
Vesturfrakt
8 456 3701 & 895 2702
[FMSbB
8 456 3665 & 456 7548
©
« 456 3092
VESTRli
■
fe:?.
OLIUFELAGIÐ
8 456 3990 & 456 3662
■ ui\».a.i\
Löndun: 88976733
Flökunar-og
slægingarþjónusta: 8863 3893
ffi 456 5313
EIMSKIP
2 450 5100
RAFSKAUT ehf.
ALMENN RAFÞJÓNUSTA
8 456 4742
http://www.ninna.net/4565001/
cmmmmum
Til staðar þar sem þú þarft á þjónustu að halda
Útgerðarþjónusta Olís er útgerðaraöilum alltaf til reiðu með alhliða þjónustu
um land allt, allan sólarhringinn, alla daga ársins.
Eldsneyti, smurolíur og hreinsiefni af öllum toga fyrir útgerðina.
Útgerðarþjónusta Olís er einnig til staðar í erlendum höfnum og á úthafsmiðum
með fjölbreytta og áreiðanlega þjónustu.
Olíuverzlun (slands • Sundagörðum 2 • 104 Reykjavík • Sími 515 1100 - Fax 515 1110 - www.olis.is