Fiskifréttir - 08.06.2001, Blaðsíða 30
30
FISKIFRETTIR 8. júní 2001
Skipaljósmyndun
Vestri BA á siglingu. „Mér fínnst skemmtilegast að mynda litlu trébátana sem eru 20 tonn að stærð eða
um það bil. Þeir eru faliegir og viss sjarmi er yfir þeim en þeim fer nú óðum fækkandi,“ segir Snorri.
leyti enn betri tæki, bæði til að
framkalla og stækka svarthvítar
myndir og litmyndir.“
Tímafrekur
eltingarleikur
Snorri hefur haft atvinnu af ljós-
myndun frá árinu 1981. Eins og
gefur að skilja á hann mikið safn
ljósmynda sem hann varðveitir en
hann segist þó ekki hafa hugmynd
um það hvað hann eigi margar
myndir, hann reyni ekki einu sinni
að kasta tölu á þær. „Ég veit það
eitt að ég er að drukkna í þessu
myndadrasli. Þótt ég reyni að varð-
veita þetta vel eru filmurnar for-
gengilegar. Svarthvítar filmur
geymast betur en litmyndirnar,
einkum þær eldri, vilja eyðast."
Snorri var spurður að því hvort hann
ætti myndir af öllum íslenskum
fiskiskipum? „Nei, og ég hef ekki
hugmynd um hvað ég á langt í land
með það. Ég held að það sé ómögu-
legt að eltast við öll skip. Svo þarf
Snorri í 17 þúsund feta hæð á Sólfaxa, Skymasterflugvél Flugfélags-
ins. Myndin er tekin yfir Grænlandsjökli haustið 1958. Til þess að
komast yfir ský varð að klifra í þessa hæð. Menn forðuðust að fljúga
í skýjum yfir jökulinn vegna ísingarhættu en jökullinn er 10 þúsund
feta hár á milli Kulusuk og Straumfjarðar þar sem þessi mynd var
tekin. Allir hreyflar voru keyrðir í „high blower“ til að fá meira afl og
eftir að komið var í 11-12 þúsund feta hæð settu flugmenn á sig súr-
efnisgrímur.
að mynda þessi skip upp aftur og
aftur. Þau eru til dæmis máluð í nýj-
um litum, skipt er um brú, þau
lengd og jafnvel stytt. Skipin eru
m intralox
Allsherjar lausnir í færiböndum fyrir
sjávarútveginn og allan matvælaiönaö
OSrt ^
Intralox réttu böndin:
- Auðvelt að hreinsa, með USDA
og FDA gæðastimpli.
- Þolir sterk hreinsiefni.
- Er hægt að nota við -73° til 93° hita.
Marvís besta þjónustan:
-Full ábyrgð á öllum nýjum böndum.
-Veitum ásamt Intralox tæknilega ráðgjöf.
-Getum afgreitt bönd með stuttum fyrirvara.
-24 tíma neyðarnúmer.
S-800 SKÓFLUR
d.a
Dalvegur 16a • 200 Kópavogur S: 564 1550 • Fax: 554 1651 Neyðarnúmer: 846 4897
Netfang: marvis@mmedia.is • Heimasíða: www.mmedia.is/~marvis
einnig stundum svo ljót að ekki er
hægt að mynda þau, stundum er
slagsíða á þeim eða veður slæmt
þegar þau eru í landi. Það er mjög
tímafrekt að eltast við þessi skip og
ná myndum af þeim,“ sagði Snorri
en rétt er að fram komi að til undan-
tekninga heyrir að Snorri geti ekki
ef vel er leitað fundið myndir hjá sér
af skipum sem hleypt var af stokk-
unum eftir 1960.
Ævintýraferð með lóðs-
bátnum í Grindavík
Snorri hefur oft þurft að leggja á
sig ýmsa erfiðleika til að ná mynd-
um af skipum við sem fjölbreyti-
legastar aðstæður. Eitt atvik er hon-
um sérstakiega í minni. ,,Mér
fannst það ævintýralegt er ég fór
eitt sinn með lóðsbátnum í Grinda-
vík út fyrir höfnina í foráttuveðri,
rúmum 8 vindstigum. Þar beið tog-
arinn Gnúpur eftir tækjum sem ver-
ið var að flytja til hans; það var svo
hvasst að ekki þótti ráðlegt að hann
sigidi inn í höfnina. Ég var að velta
vöngum yfir því hvort ég ætti að
leggja í að fara með lóðsbátnum en
áhöfnin manaði mig og sagði að ég
fengi aldrei aftur tækifæri til að
taka myndir við slíkar aðstæður. Ég
er hins vegar ekki sjóhraustur og
var einnig hræddur við að fá sjó yfir
myndavélarnar. Ég lét mig samt
hafa það að fara með þeim og sé
ekki eftir því. Ég fann ekki fyrir
sjóveiki, ég var svo upptekinn við
að halda mér auk þess sem ég var
með tvær myndavélar framan á mér
og gat myndað í gríð og erg. Þegar