Fiskifréttir - 08.06.2001, Blaðsíða 4
4
FISKIFRETTIR 8. júní 2001
Fiskirannsóknir
Ofmat Hafrannsóknastofnunar:
Þorskstofninn helmingi minni
en áætlaó var fyrir tveim árum
í ástandsskýrslu Hafrann-
sóknastofnunar vorið 1999 kom
fram það mat að veiðistofn
þorsks myndi vaxa úr 1.031 þús-
und tonnum í ársbyrjun 1999 í
1.150 þúsund tonn í ársbyrjun
2002 og hrygningarstofninn vaxa
úr 528 þús. tonnum í 575 þús.
tonn. Núna réttum tveimur
árum síðar blasir allt önnur
mynd við. Samkvæmt nýjustu
úttekt stofnunarinnar er veiði-
stofninn metinn 577 þús. tonn nú
í upphafi þessa árs og hrygning-
arstofninn 219 þús. tonn. Stofn-
inn er sem sagt orðinn helmingi
minni en áætlað var og munar
hálfri milljón tonna í veiðistofni
og yfir 300 þús. tonnum í hrygn-
ingarstofni.
Þorskaflinn 1955-2000. Veiðidánartala þorsks 5-10 ára á sama tíma-
bili. (Súlurit: Hafrannsóknastofnun).
Hafrannsóknastofnun hefur of-
metið þorskstofninn tvö ár í röð.
Fyrir einu ári var stofninn í ársbyrj-
un 2001 áætlaður 866 þús. tonn en
nú er hann metinn á 577 þús. tonn
eins og áður sagði. Ofmatið að
þessu sinni er 289 þús. tonn eða
50%. Um 40 þús. tonn (13%) af of-
matinu nú má skýra með lægri
meðalþyngd eftir aldri en áætlað
var, segir í skýrslunni. „Meginskýr-
inga á ofmati er hins vegar að leita
í auknum veiðanleika á árunum
1997 og 1998, sem líklega má rekja
til verulegrar minnkunar í sókn á
árunum þar á undan. Einnig virðist
sókn flotans í eldri fisk á árunum
1996 og 1998 hafa verið mun meiri
en reiknað var með. Þetta sést m.a.
á því að netaflotinn skipti á þessum
árum úr 7-8 tommu möskvastærð í
9-10 tommu. Við stofnmat varreynt
að taka tillit til þessara breytinga en
áhrif þeina voru vanmetin. Ekki er
útilokað að brottkast hafi einnig
valdið skekkju í stofnmati en áhrif
þess geta ekki skýrt nema lítinn
hluta ofmatsins," segir í skýrslunni.
Veiðihlutfall 27-42%
undanfarin ár
Og áfram segir í skýrslunni:
„Vegna ofmats á stofnstærð und-
anfarinna ár hefur afli sem hlutfall
af veiðistofni verið á bilinu 27-
42% sem er langt umfram þau
25% sem stefnt var að. Bæði
veiði- og hrygningarstofn eru nú
nálægt sögulegu lágmarki og
veiðar á næstu árum munu byggj-
ast að mestu á árgöngunum frá
1997-1999. Yngri ftskur en 6 ára
verður því uppistaða aflans.
Allir árgangar frá 1985-1996,
eða í rúman áratug, hafa reynst
undir langtímameðaltali. Árgang-
arnir 1997, 1998 og 1999 eru nú
metnir tæpir meðalárgangar að
stærð og þó enn ríki talsverð óvissa
um stærð 2000 árgangsins eru
fyrstu vísbendingar í þá átt að hann
sé af svipaðri stærð.
Aflamark þorsks fyrir yfirstand-
andi fiskveiðiár er 220 þús. tonn.
Ný aflaregla var tekin í notkun á
síðasta ári með þeim breytingum
að bætt var við 30 þús. tonna
sveiflujöfnun og fellt niður 155
þús. tonna aflalágmark. Aflamark
samkvæmt aflareglunni verður 190
þús. tonn fiskveiðiárið 2001/2002.
Veiðistofninn mun vaxa úr 577
þús. tonnum í ársbyrjun 2001 í 745
þús. tonn í ársbyrjun 2003, en
hrygningarstofn úr 219 þús. tonn-
um árið 2001 í 315 þús. tonn árið
2001 og í 315 þús. tonn árið 2003,“
segir í skýrslunni.
Fráleitt að grisja
þurfí stofninn
Jóhann Sigurjónsson forstjóri
Hafrannsóknastofnunar sagði á
blaðamannafundi, þegar skýrslan
var kynnt nú í vikunni, að komið
hefði í ljós að viðvarandi væg til-
hneiging hefði verið til ofmats á
þorskstofninum á undanförnum
árum. Þorskstofninn hefði verið
gróflega ofmetinn þegar loðnan
brást og góð aflabrögð á árunum
1997 og 1998 hefðu sömuleiðis
skekkt matið stórlega. Að fenginni
reynslu og með auknum rannsókn-
um teldi hann góða möguleika á
því að bæta matið á næstu árum.
Jóhann vísaði alfarið á bug þeirri
kenningu að bágt ástand þorsk-
Tillögur Hafró, kvóti og áætluð veiði
Tillaga Tillaga TiIIaga
Hafró Kvóti Hafró Kvóti Hafró Kvóti
Tegund 99/2000 99/2000 2000/01 2000/01 2001/02 2001/02
Þorskur 247 250 203 220 190 190
Ýsa 35 35 30 30 30 30
Ufsi 25 30 25 30 25 30
35-—■ ™ —
Djúpkarfi 25-"" 60 22''-' 3>65 30'-'^
Grálúða 10 10 20 20 20 20
Skarkoli 4 4 4 4 4 4
Sandkoli 7 7 4 5,5 3 3
Skrápflúra 5 5 5 5 5 5
Langlúra 1,1 1,1 1,1 1,1 1,35 1.35
Þykkvalúra 1,4 1,4 1,4 1,4 1,4 1,4
Steinbítur 13 13 13 13 1,3 -
Síld 100 100 110 110 125 125
Loðna 856" 1000 650" 97521 700" 1.0502’
Gulllax 12 - 12 - 12 -
Humar 1,2 1,2 1,2 1,2 1,5 1,5
Innfj.rækja 3,25" 3,25 2,2" 2,2’ 1,4" 1,4
Úth.rækja 20" 20 12" 20' 1,7" 1,7"
Hörpudisk. 9,8 9,8 9,3 9,3 6,5 6,5
1) Byrjunarkvótar.
2) Áætlaður heildarkvóti loðnu, þar af koma 850 þús. tonn í hlut Islands.
3) Heildarkvóti úthafsrækju.