Fiskifréttir


Fiskifréttir - 08.06.2001, Blaðsíða 19

Fiskifréttir - 08.06.2001, Blaðsíða 19
FISKIFRETTIR 8. júní 2001 19 Grænland Fundu tveggja ára þorsk „Þorskurinn hvarf gjörsamlega af Grænlandsmiðum á árunum 1991-1992 og hann hefur ekki sést síðan. Ef þorskurinn kemur aftur teljum við að Nuka A/S hafi fyrsta rétt til að nýta hann. Að vísu ráðum við ekki við að vinna þorskinn ef hann veiðist í einhverju magni, 200-300 þúsund tonn eins og þegar best lét, en takmörkuð veiði, um 10-15 þúsund tonn, myndu tilheyra okkar verkssviði.Við fylgjumst með miðunum og höfum gert samning við norskan línubát um að kanna fyrir okkur hvort einhvern þorsk sé þar að fá. Við fengum ekki sérlega já- kvæðar niðurstöður og þó gefa þær okkur vonir til lengri tíma litið. Norski línubáturinn fékk talsvert magn af tveggja ára fiski en hann verður ekki nýtanlegur fyrr en eftir 2-3 ár. Annars er hegðun þorsksins óútreiknanleg. Hann hefur gengið á Grænlandsmið í miklum mæli án þess að nokkrar vísbendingar hafi verið að fínna um að hann væri á leiðinni. Oft hefur hann horfið jafn skyndilega og hann hefur komið. Ég geri því ráð fyrir því - vegna þess að hér er um ótryggt hráefni að ræða - að ekki verði lagt í mikl- ar fjárfestingar í landi í vinnslu- stöðvum þótt þorskurinn komi aft- ur Líklegt er að vinnsluskip muni vinna þorskinn á miðunum og kaupa fisk af bátunum sem veiða hann.“ Fjögur menningarsvæði Gunnar Bragi var spurður að því hvort ekki hefði verið mikil við- brigði fyrir hann að flytjast til Grænlands og hvernig grænlenskt samfélag hefði komið honum fyrir sjónir? „Við lifum góðu lífi hérna. Hér eins og annars staðar er ýmis- legt sem mætti betur fara, skóla- kerfið mætti vera betra og sjúkra- kerfið mætti vera betra. Hér una samt allir glaðir við sitt. Græn- lenskt samfélag er auðvitað öðru- vísi en við eigum að venjast á Is- landi en þar sem ég bý er munurinn ekki svo mikill. Svo virðist sem margir íslendingar hafi ekki fengið rétta mynd af Grænlandi. Þeir þekkja helst til á Austurströndinni í kringum Kulusuk þar sem þeir hafa margir komið sem ferðamenn. Kulusuk er í sjálfu sér ágætur full- trúi Grænlands en það er ekki dæmigerður grænlenskur bær. I Grænlandi eru 4 mismunandi menningarsamfélög. I fyrsta lagi er Nuuk sem er alveg sér á parti. Nuuk er vestrænn bær í allri upp- byggingu og lfkist mest íslenskum eða dönskum smábæ þótt hér sé fullmikið af fjölbýlishúsum. Hér er blómlegt atvinnulíf og mikið töluð danska. I öðru lagi getum við tekið stærri bæi á Vesturströndinni, norð- an og sunnan við Nuuk. Þar talar hluti íbúanna dönsku en stærsti hlutinn grænlensku. í þriðja lagi koma byggðirnar á milli þessara staða þar sem menningin er al- grænlensk og eingöngu töluð grænlenska og sjálfsþurftarbúskap- ur í hávegum hafður. Þetta eru allt svæði sem Islendingar geta sam- samað sig við. Loks er fjórða menningarsvæðið sem er oft skil- greint sem ytra umhverfi, en það er á Austurströndinni allri og í byggð- unum norður í Thule. Þar eru ein- angraðar byggðir og fátt sem minn- ir á vestræna menningu. Byggðirn- ar eru afskaplega vanþróaðar á okkar mælikvarða, mikið er um samfélagsleg vandamál og allur aðbúnaður ólíkur því sem við eig- um að venjast. Hér hafa þó orðið stórtækar framfarir síðustu árin, sérstaklega í Ammassalik og Thule.“ Erfiðir tímar Gunnar Bragi sagði að í augna- blikinu væru erfiðir tímar á Græn- landi, sérstaklega hjá þeim sem framleiða rækju, því afurðaverð Verksmiðja Nuka A/S í Kuummiut á austurströnd Grænlands. Þar er verið að verka grálúðu á Japans- markað. fyrir unna rækju hefur fallið í Evr- ópu og Japan. Þetta er sérstaklega slæmt vegna þess að rækjan er svo stór þáttur í grænlenskum sjávar- útvegi. Einhæfni í útflutningi sjávarafurða er helsti veikleiki þeirra. Það er huggun harrni gegn að verð á krabbaafurðum hefur verið hátt undanfarin 2 ár. Einnig hefur fengist gott verð fyrir grá- lúðu. Royal Greenland hefur átt í erfiðleikum vegna lækkandi rækjuverðs. Fyrirtækið hefur auk þess mætt samkeppni í veiðum en fyrirtækið hafði áður einkaleyfi á að vinna grálúðu. Heimastjórnin hefur látið undan þrýstingi og veitt einkaaðilum leyfi til að koma með frystiskip inn í landhelgina. Um leið er verið að kippa grund- vellinum undan þeim verksmiðj- um sem eru í eigu Royal Green- lands, sem gagngert voru byggðar upp í landi til þess að vinna þetta Um 100 manns starfa við að handpilla rækju sem keypt er af togur- uni í verksmiðju Nuka A/S í Sydpröver á Suður-Grænlandi. Fiskislóð 14 • Pósthóif 303 • 121 Reykjavík • Sími 5 200 500 • Fax 5 200 501

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.