Fiskifréttir


Fiskifréttir - 08.06.2001, Blaðsíða 28

Fiskifréttir - 08.06.2001, Blaðsíða 28
28 FISKIFRETTIR 8. júní 2001 Skipaljósmyndun Fékk myndabakteríuna 12 ára - rætt viö Snorra Snorrason Ijósmyndara Á stríðsárunum var ungur strákur að þvælst með myndavél á Melgerðismelum við Akureyri og þegar enginn sá til smellti hann meðal annars myndum af flugvélum. Frá þeim tíma hefur flug og ljósmyndun átt hug hans allan. Hann var atvinnuflugmaður í 30 ár og áhugaljósmyndari í áratugi. Hann hefur fest drjúgan hluta íslensku flugsög- unnar á filmu, er mikilvirkur og kappsfullur landslagsljósmyndari en einna þekktast- ur er hann fyrir skipamyndir sínar. Þau eru ekki mörg skipin sem hafa sloppið frá linsu hans síðustu 40 árin. Maðurinn sem hér um ræðir er Snorri Snorrason. Hann er enn í fullu fjöri og í hvert sinn sem nýtt skip bætist í íslenska flotann er hann kallaður til. „Ég er alinn upp á Akureyri og fékk myndabakteríuna þegar ég var 12 ára. Einhver myndaáhugi var í fjölskyldunni því systkini mín áttu til dæmis myndavélar. Þetta leiddi svo hvað af öðru að ég fór að taka myndir en það varð samt enginn til þess að hvetja mig eða kenna mér. Um þetta Ieyti var Jóhannes bróðir minn farinn að fljúga hjá Flugfé- lagi íslands en hann hafði lært flug í Kanada. Árið 1943 hóf ég að taka myndir af flugvélum á flugvellin- um á Melgerðismelum. Ég var þó hálfsmeykur að mynda þarna því þetta var herflugvöllur, hermenn voru alls staðar á kreiki og ég hefði örugglega ekki fengið blíðar mót- tökur ef ég hefði verið staðinn að verki,“ sagði Snorri í samtali við Fiskifréttir er rætt var við hann um þetta mikla áhugamál hans. Lærði flug með vinnunni Snorri fluttist suður að loknu gagnfræðaprófi frá Menntaskólan- um á Akureyri 1947. Þá höfðu þeir stofnað flugskóla Jóhannes bróðir hans, Smári Karlsson og Magnús Guðmundsson. Snorri vann hjá þeim á sumrin við að setja bensín á vélamar og ýmis önnur störf. „ Ég byrjaði jafnframt sjálfur að læra flug á þessum árum. Ég réðst síðan til Flugfélags Islands og var þar hlaðmaður í nokkur ár. Ég hélt áfram flugnámi með vinnunni og tók atvinnuflugmannspróf. Ég ætl- aði mér að fara í flugnám til Bandaríkjanna, eins og flestir flug- menn gerðu á þeim árum, en það var of dýrt fyrir mig þannig að ég kláraði námið hér heima. Ég varð fastráðinn flugmaður hjá Flugfé- lagi íslands árið 1952 en var áður búinn að fljúga svolítið hjá þeim í ígripum.“ Náði í lokin á síldarævintýrinu Gamla myndavélin fylgdi Snorra þegar hann var í kennslu- fluginu og fyrstu árin í atvinnu- fluginu en árið 1955 eignaðist hann í fyrsta sinn góða myndavél. „Birg- ir Þórhallsson, mágur minn, var þá að skipta um myndavél og ég keypti af honum Agva Isolette myndavél, ágæta vél með góðri linsu. Upp frá því tók ég margar myndir af flugvélum og úr flug- starfseminni en nokkrum árum síð- ar eða árið 1959 hóf ég að mynda fiskibátana. Ég fór fjórar mjög skemmtilegar ferðir til Siglufjarðar á árunum 1959-1961 til að mynda síldarbáta. Það var stórkostlegt að koma þangað. Það var alveg sama á hvaða tíma sólarhringsins ég var á fótum, allt var á fleygiferð í bæn- um, skip á siglingu inn og út fjörð- inn, löndun við bryggju, síldarsölt- un og reykurinn liðaðist upp í loft- ið frá síldarverksmiðjunum, svo mikill stundum að við lá að drægi fyrir sólu. Ég náði í lokin á síldar- ævintýrinu og á margar skemmti- legar myndir frá þeim tíma.“ Fyrsta skipamyndin tekin í Hafnarfjarðarhöfn Snorri hefur enga reynslu af sjó- mennsku en sem strákur eignaðist hann myndir af öllum togurum landsins. Myndirnar fylgdu sígar- ettupökkum og strákar söfnuðu þeim gjarnan. „Ég veit ekki hvort það hafi vakið áhuga minn á skip- um. Ég held ekki. Þótt einkennilegt kunni að virðast veit ég ekki hvað kveikti þennan áhuga minn á skip- um. Ef til vill hefur hann alltaf ver- ið fyrir hendi eða þetta er bara hrein tilviljun. Hvað sem því líður var ég oft að þvælast niðri á bryg- gju og skoða skip og báta án þess að hafa það í huga að taka myndir af þeim. Svo var ég eitt sinn stadd- ur í Hafnarfjarðarhöfn og hitti þar mann sem átti lítinn bát í höfninni. Einhvern veginn barst það í tal hvort ég ætti ekki að mynda fyrir

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.