Fiskifréttir


Fiskifréttir - 08.06.2001, Blaðsíða 32

Fiskifréttir - 08.06.2001, Blaðsíða 32
32 FISKIFRETTIR 8. júní 2001 Skipaljósmyndun Þú veist viö hvern þú verslar þegar merkiö er Shell. t! Afgreiðslumenn okkar eru » ávallt til þjónustu reið^ubúnir allt umhverfis landið. SKF.UUNGUR II Við Kolbeinsey í Landhelgisgæsluflugi í september 1958 á Gljáfaxa Flugfélagsins. Ekkert samband var hægt að hafa við Færeyingana sem voru innan landhelginnar svo Þröstur Sigtryggsson skipherra bað Snorra um að fljúga lágt framhjá þeim nokkrum sinnum og reynt var að veifa til þeirra. Loks virtust þeir skilja bendingarnar og lónuðu til norðurs. Skipaþjónusta Skeljungs gæðin # lVlerkið tryggir Á Eskifiðri í október 1985. Jón Kjartansson SU kemur inn fjörðinn með fullfermi af loðnu. Flæmdi Belgana út úr landhelginni Snorri á fjölda mynda sem tekn- ar eru úr lofti af skipum á siglingu eða við veiðar. I þeirra hópi eru einna merkilegastar myndir sem hann náði af erlendum skipum sem hann stóð að ólöglegum veiðum í íslenskri lögsögu. „Við sáum þessi skip iðulega er þau voru að veiðum undan Suðurströndinni. Við áttum það til að fljúga yfir þau til að hræða landhelgisbrjótana því þeir vissu aldrei hvort Landhelgisgæsl- an væri á ferð eða farþegaflugið. Þetta var allt innan eðlilegra marka því maður gat ekki alltaf verið niðri við sjó með farþegana. Ég var aðallega að eltast við belgíska tog- ara. Þeir héldu sig gjarnan við Ing- ólfshöfða og voru oft ansi nærri landi. Þeir voru varkárir og gættu þess að láta ekki sjá sig með veið- arfærin úti. Eitt sinn stóð ég þá þó að verki og flæmdi þá út úr land- helginni. Það hefur líklega verið árið 1956 en landhelgin var þá í 4 mílum. Ég var að koma frá Horna- firði. Það var austan strekkingur og lélegt skyggni. Á leiðinni austur lenti ég á Fagurhólsmýri og sá þá aðeins móa fyrir togurunum mjög grunnt undan landi. Ég var með marga farþega í vélinni svo ég hugsaði með mér að best væri að fljúga yfir togararana á bakaleið- inni frá Hornafirði. Þá var ég með færri farþega. Ég ákvað að koma að þeim frá hafi, skyggni var enn frek- ar lélegt þannig að ég vissi ekki af togurunum fyrr en ég kom í flasið á þeim. Þá voru þeir þrír að trolla og ég fór einn hring yfir þá í lítilli hæð. Þeim varð svo mikið um að sjá okkur að þeir hífðu inn trollin í snatri - sumir segja að þeir hafi skorið þau aftur úr - og sigldu með hraði út úr lögsögunni. Okkur var skemmt yfir þessu en ég náði ekki myndir af þeim í þetta sinn. Belgarnir léku þann leik að vera þrír saman og mynda þríhyrning þannig að sá ysti var á verði meðan hinir skutust inn og skröpuðu botn- inn. Þeir skiptust svo á um að vera á verði. Ég náði seinna myndum af þeim þremur saman þar sem þeir mynduðu þennan fræga þríhyming sinn.“ Skipateikningar Vélbúnaaarteikningar Hönnun breytinga skrúfu- og stýrisbúnaðar Kostnaðaráætlanir, verklýsingar, eftirlit Hallaprófanir, gerð stöðugleikagagna Andveltigeymar Almenn tækniþjdnusta fyrir útgerðir og vélsmiðjur A F L V í S Aflvís ehf Glerórgötu 30 600 Akureyri Sími: 461 4610 Fax: 461 4612 Gsm: 899 9876 Netfang: aflvis@est.is

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.