Fiskifréttir


Fiskifréttir - 08.06.2001, Blaðsíða 40

Fiskifréttir - 08.06.2001, Blaðsíða 40
40 FISKIFRETTIR 8. júní 2001 Halaveðrið Frá Hafnarfjarðarhöfn árið 1925. Eftir að Hellyerútgerðin hóf þar starfsemi var oft mikið um að vera. Þarna eru fjórir togarar og flutningaskip við bryggju. Elías Benediktsson. Hann og Kristján Guðmundsson unnu ó- trúleg þrekvirki þegar verst horfði um borð í Agli Skalla- grímssyni. starfa við að verja skipið áföllum, en ekkert lát var á veðurofsanum og sjóganginum. Seinni hluta næt- ur keyrði um þverbak. Töldu menn þá að Egill Skallagrímsson væri kominn í röstina sem myndast þar sem Golfstraumurinn og Pól- straumurinn mætast en þar mynd- ast oft gífurlegir straumhnútar, jafnvel í kyrru veðri. Barátta upp á líf og dauða Eftir að skipið hafði verið í þess- um ólgupotti skamma stund varð það fyrir miklu áfalli. Gífurlegur brotsjór skall á það stjómborðs- megin og kastaði því algjörlega yfir á bakborðshliðina. Við áfallið brotnuðu allar rúður í brúnni og fylltist stýrishúsið af ísköldum sjó. Mennirnir sem þar vom köstuðust allir yfir í bakborðsþilið en enginn hlaut þó teljandi meiðsli. Við áfall- ið fóru báðir björgunarbátarnir fyr- ir borð og má til marks um afl brotsins hafa að bátarnir kipptu með sér bátsuglunum upp úr stýr- ingum sínum á bátaþilfarinu. Snæbjörn skipstjóri var niðri í káetu sinni er skipið fékk á sig brotið og fossaði sjórinn þangað niður. Varð hann að hafa sig allan við að komast upp á móti flaumn- um. Fyrstu viðbrögð hans, þegar upp var komið, var að gefa skipun um að leggja stýri skipsins á bak- borða og binda það fast. Þótt tryggilega hefði verið geng- ið frá öllu er skipið var gert sjóklárt var afl brotsins svo mikið að það reif lausan bobbing sem bundinn var á þilfarinu og skall hann á lúk- arshurðinni og braut hana í mask. Streymdi sjór ofan í lúkarinn og þeim sem þar voru datt ekki annað í hug í fyrstu en að skipið væri að fara niður. Fyrsta hugsun þeirra var að reyna að komast aftur í og það- an niður í lestarnar - eina vonin væri að það tækist að kasta til í skipinu og rétta það áður en næsta ólag riði á því. Og þótt skipið lægi nær algjörlega á hliðinni og það sem upp úr stóð væri ein klakahella tókst svo vel til að þeim sem voru frammi í tókst að komast aftur í yf- irbygginguna, öllum nema einum sem var lasinn og treysti sér ekki í þessa hættuför. Engar skipanir voru gefnar. Allir vissu hvað gera þurfti og reyndu mennirnir að komast niður í aftur- lestina gegnum göng sem lágu þangað frá kyndistöðinni. En það var hægara sagt en gert. Mikill sjór var kominn í skipið og lúga sem var milli kyndistöðvarinnar og lest- arinnar hafði skorðast svo föst að engin leið var að hreyfa hana. Eftir nokkra mæðu tókst þó að brjóta hana upp og komast inn í lestina þar sem mennirnir hófust þegar handa við að kasta til fiski frá bak- borða yfir í stjórnborðsstíurnar. Við áfallið hafði komist mikill sjór niður í vélarrúmið gegnum ventilinn og hágluggann, enda lá skipið svo á hliðinni að reykháfur þess var öðru hverju í sjó. Eldur slokknaði undir öllum fýrunum nema einum og lögðu þeir sem í vélarrúminu voru allt í sölurnar til þess að ekki slokknaði á honum líka. Sjórinn í vélarrúminu sjóð- hitnaði og brenndist Erlendur Helgason, 1. vélstjóri, nokkuð á fótum. Honum og félögum hans tókst þó að koma dælunum í gang og nota það litla gufuafl sem enn var til staðar til þess að knýja þær. Tókst þannig að ná nokkrum sjó úr skipinu áður en aflið þvarr og dæl- urnar virkuðu ekki lengur. Ekki drógu mennirnir sem voru að kasta til í lestinni af sér og leið ekki á löngu uns þeir skynjuðu ár- angur erfiðis síns. Skipið tók að réttast og lá ekki eins lengi og djúpt í og áður. Eftir að dælurnar gáfust upp var gripið til þess ráðs að ausa skipið með fötum en sem betur fer var nóg af þeim til staðar. Röðuðu menn sér í vélarrúmsstig- ann og handlönguðu föturnar milli sín. Þannig leið nóttin í baráttu upp á líf og dauða. Á hverri stundu mátti búast við því að skipið fengi aftur á sig brotsjó sem vafalaust hefði keyrt það niður ef hann hefði kom- ið þegar verst gegndi. En skipið varð ekki fyrir áfalli að nýju fyrr en um morguninn, þegar búið var að rétta það að mestu. Þá fékk það aft- ur á sig brotsjó og enn á ný lagðist það á hliðina með reykháfinn í sjó og aftur fossaði sjór niður í það. Enn héldu menn áfram að berjast á sama hátt og áður og aftur tókst að koma skipinu nokkurn veginn á réttan kjöl. Þegar birti að degi eftir þessa ógnarnótt sást að annar trollhlerinn að framan hafði losnað og í velt- ingnum slóst hann af miklu afli í byrðing skipsins. Ljóst var að hann gat þá og þegar laskað byrðinginn og var um lítið annað að ræða en að reyna að losna við hann. Tókst tveimur hásetanna, Elíasi Bene- diktssyni og Kristjáni Guðmunds- syni, að komast fram á, höggva á vírana og koma hleranum fyrir borð. Þótti þar vel að verki staðið. Mikið afreksverk tveggja skipverja En ekki var því verki fyrr lokið en menn sáu að ný hætta var á ferð- um. Sjórinn var farinn að rífa laus- ar húðirnar sem voru yfir lestarlúg- unni aftast á þilfarinu. Ef þær losn- Ráögert var aö hafa bönd á mönnunum en hætt viö það. Þeir vildu heldur verða hafinu að bráö en aö berjast um í böndum á snar- bröttu og hálu þil- farinu. uðu og lestarhlerarnir brotnuðu upp myndi sjór fossa niður í skipið og það sökkva á örskotsstundu. Um hvernig tókst að bægja þeirri hættu frá sagði Snæbjörn Stefáns- son skipstjóri síðar svo frá: „Meðan enn var verið að rétta skipið eftir áfallið, sem fyrr var nefnt, varð þess vart, að á einu af lestaropunum, því sem aftast var á þilfarinu, hafði losnað um ábreið- una, sem breidd var yfn lestarhler- ana. Hér var sýnilega hætta á ferð- um, sem vel gat orðið afdrifarík fyrir skip og áhöfn, ef ábreiðan losnaði alveg og hlerarnir færu af lestaropinu, þannig að sjór flæddi niður í skipið. Þessari hættu varð að afstýra, en það var erfitt verk og áhættusamt. Fárviðrið var í al- gleymingi, frostharka mikil og hríðin og náttmyrkrið svo varla sá út úr augum. Tveir af skipverjun- um buðust þó þegar til þess að leysa starfið af hendi. Fóru þeir fyrst fram í hásetaklefann til þess að klæða sig úr trollstökkunum, því sjálfsagt var, vegna ofviðrisins, að vera svo léttklæddir sem unnt var, eftir að komið var út á þilfarið - og stakkamir myndu hvort sem var verða gagnslitlir sem hlífðar- flíkur, þegar þangað kæmi. Þeir höfðu lokið þessum undir- búningi og stóðu í vari undir hval- baknum - voru að bíða eftir því að færi gæfist til þess að komast út á þilfarið. Þá reið ólag yfír skipið og sjórinn flæddi eins og straumröst yfir þilfarið og inn undir hvalbak- inn. Datt víst fáum í hug, að þeir, sem þar voru, kæmust lifandi úr þeirri eldraun. Þessi forleikur spáði ekki góðu um það, sem við mætti búast síðar, þegar komið væri út á þilfarið og ekkert yrði framar til að skýla þar við starf sitt hinum ótrauðu sjálf- boðaliðum. Ráðgert hafði verið í fyrstu að hafa bönd á þeim í örygg- isskyni, en því neituðu þeir ákveð- ið, töldu vonlaust að sleppa ó- meiddir, ef að sjór kæmi á skipið undir slíkum kringumstæðum. Þá kusu þeir heldur - ef ekki yrði hægt að ná handfestu - að verða hafinu að bráð, en að berjast um í bönd- um, eins og rekald í brimi, á snar- bröttu og hálu þilfarinu. Þegar færi gafst, sættu þeir lagi, komust slysalaust á ákvörðunar- staðinn og luku rólegir við starf sitt, þó að vinnuskilyrði væru erfið. Og að verkinu loknu, þegar hætt- unni hafði verið afstýrt, hurfu þeir aftur í raðir félaga sinna, eins og ekkert hefði ískorist, til þess að vinna með þeim að austri skipsins og öðrum nauðsynlegum björgun- arráðstöfunum.” Mennirnir tveir sem unnu þetta þrekvirki voru hinir sömu og höggvið höfðu á víra trollhlerans, þeir Elías Benediktsson og Krist- ján Guðmundsson. Það var loks síðdegis á sunnu- dag að örlítið tók að draga úr veð- urofsanum og háskasjóum. Þá tókst loks að koma vél skipsins í gang og ná Agli Skallagrímssyni Snæbjörn Stefánsson, skipstjóri á Agli Skallagrímssyni. upp í veðrið. Var þá liðinn hálfur annar sólarhringur frá því að skip- ið varð fyrir fyrsta áfallinu og allan þann tíma hafði áhöfnin unnið sleitulaust og nánast án þess að fá vott eða þurrt. Og þá fyrst gafst tími til þess að huga að hásetanum sem eftir hafði orðið í lúkarnum. Vissi hann ekkert um hvað fram hafði farið og var fyrsta spurning hans þegar hann varð var manna- ferða hvernig á því stæði að sér hefði ekki verið færður matur. Meðan á öllum ósköpunum stóð hafði hann fundið fisk á floti í lúk- arnum, tekist að kveikja eld og sjóða sér hann en fannst það samt heldur þunnur þrettándi. Þótt það versta væri yfirstaðið og skipinu bjargað úr bráðri hættu var samt enn við margt að etja. Ekki höfðu menn hugmynd um hvar skipið var statt en Snæbjörn skipstjóri taldi þó líklegt að það hefði hrakist langar leiðir. Þegar vélin var komin í gang og stjórn komin á var stefnan sett í suð-suð- austur og eftir nokkrar klukku- stundir fékkst landsýn. Kom þá í ljós að vegalengdin sem Egill Skallagrímsson hafði borist undan sjó og veðri var um 90 mflur. Þeg- ar fyrir lá hvar skipið var statt var stefnan sett á Reykjavík og þangað var skipið komið um hádegisbil á þriðjudag. Voru skipverjarnir á einu máli um að aldrei áður hefðu þeir lifað eins langþráða stund og þegar togarinn seig inn á höfnina. Ceresio var strax stefnt í landvar Sem fyrr greinir voru þrír togar- ar Hellyerútgerðarinnar í Hafnar- firði á Halamiðum þegar óveðrið skall á. Skipstjórar allra þessara togara voru íslenskir og mikill meirihluti áhafnarinnar, eins og venja var hjá útgerðinni. Stærstur og best búinn þessara togara var Ceresio og var hann jafnframt fyrstur togara útgerðarinnar til þess að veiða á Halamiðum. Stundaði hann þar veiðar árið 1924 og var þá Jón Oddsson skipstjóri, en hann hafði starfað nokkur ár í Bretlandi hjá Hellyerútgerðinni. Þegar ver- tíðinni lauk 1924 tók Jónas Jónas- son við skipstjórn á togaranum. Ceresio hélt úr Hafnarfjarðar- höfn 5. febrúar. Skipið átti að verka aflann í salt og ákvað Jónas að reyna fyrir sér út af Vesturlandi og Vestfjörðum. Um hádegisbil 6. febrúar var togarinn út af Patreks- firði og kastaði þar. Þá voru þar nokkrir aðrir togarar, flestir erlend- ir. Lítill afli barst á þessum slóðum

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.