Fiskifréttir


Fiskifréttir - 08.06.2001, Blaðsíða 44

Fiskifréttir - 08.06.2001, Blaðsíða 44
44 FISKIFRETTIR 8. júní 2001 Halaveðrið Þegar brotið var riðið yfir var strax ljóst að miklar skemmdir höfðu orðið á Draupni. Björgunar- báturinn, sem var á bátaþilfarinu fyrir aftan yfirbygginguna, hafði brotnað í mask, handriðið á brúar- vængnum hafði sópast í burtu og brúarþilið gengið inn. Fiskikassann á þilfarinu hafði tekið fyrir borð eins og hann lagði sig og allar lifr- artunnurnar sem voru á þilfari, tómar eða fullar, hreinsuðust fyrir borð. Höfðu þær þó verið rækilega súrraðar niður þegar verið var að sjóbúa. Þá komst sjór í rafmagns- töfluna í brúnni og skipið varð að mestu ljóslaust. Draupnir rétti sig fljótt eftir á- fallið en þegar snúa átti skipinu aft- ur upp í kom í ljós að stýrið virkaði ekki. Það sat algjörlega fast. Með- an verið var að reyna að losa það sáu Draupnismenn allt í einu hvar togari nálgaðist þá í sortanum. Þeir höfðu engin tök á því að forða sér en svo vel vildi til að aðkomuskip- ið, sem menn sáu að var togarinn Hilmir, bar frá og hvarf á svip- stundu út í sortann. Eftir að brotsjórinn var genginn yfir var eins og öldur lægði um stund og það gaf þeim Olafi Olafs- syni bátsmanni og Tómasi Magn- ússyni háseta færi á að komast nið- ur á þilfarið og huga að stýriskeðj- unni. Kom í ljós að hún hafði geng- ið úr rörinu sem lá frá vélarreisn- inni og skorðast. Tókst þeim að losa keðjuna og koma henni í rétt- ar skorður og jafnskjótt og þeir höfðu lokið því verki var stýrið lagt hart í stjór og vélin keyrð á fullri ferð. Náði Draupnir sér upp í aftur og þar með var mesta hættan liðin hjá. Enn var þó slagsíða á skipinu en hásetar fóru bæði niður í lestina og kolaboxin og köstuðu þar til þannig að ekki leið á löngu uns skipið varð kjölrétt að nýju. Allir höfðu mennirnir sem voru í brúnni rennblotnað við áfallið og urðu því fljótt kaldir og hraktir. Það vildi þeim til happs að lítill sem enginn sjór komst í káetu skip- stjórans og þar voru því þurr föt sem þeir klæddust og leið þeim betur eftir það. Um klukkan sex að morgni mánudags var Draupni snúið og stefnan tekin til lands. Þótt enn væri illt í sjó fór áhöfnin að reyna að lagfæra það sem úr lagi hafði gengið er skipið fékk á sig brotsjó- inn og m.a. að vinna að því að reyna að koma upp loftnetinu sem slitnað hafði niður. Meðan verið var að vinna að þessu og margir menn á þilfari fékk skipið á sig sjó sem kom á það stjórnborðsmegin. Svo giftusamlega tókst til að engan mannanna tók útbyrðis og enginn þeirra meiddist. Eftir þetta ákvað Einar skipstjóri að ekki yrði hugað frekar að lagfæringum og kallaði alla mennina inn aftur. Var Draupn- ir settur á fulla ferð í átt til lands og gekk sú ferð áfallalaust. Erfiðlega gekk að ná Nirði upp í Togarinn Njörður var búinn að vera nokkra daga að veiðum á Hala- miðum og hafði fengið sæmilegan afla. Á laugardagsmorgni hafði Guðmundur Guðmundsson skip- stjóri það á orði að sér litist ekki á veðurútlitið og það kæmi sér ekki á óvart þótt veðrið yrði enn verra en Veðurstofan gerði ráð fyrir, en Pétur Brandsson loftskeytamaður hafði tekið niður skeytin þegar þau bárust um morguninn og látið skipstjórann hafa þau. Það var því tiltölulega snemma sem Guðmundur hætti að toga og lét búa skipið undir siglingu en það var ætlun hans að halda sjó úti á miðunum og bíða óveðrið af sér. Meðan verið var að ganga frá fór hann niður í káetu sína og lagði sig. Bað hann þá sem voru við stjórnvölinn að gæta vel að sér með- an skipið væri á reki þar sem marg- ir togarar væru á sömu slóðum og því árekstrarhætta. Lítið bar til tíðinda um borð í Nirði næstu klukkustundirnar. Veð- ur hélt áfram að versna og eins og hendi væri veifað skipti um vind- átt. Þegar Guðmundur kom upp aftur um miðjan dag spurði loft- skeytamanninn hvort hann hefði heyrt frá öðrum skipum og sagði hann svo vera. Hann vissi ekki bet- ur en að þau væru hætt veiðum og að minnsta kosti sum þeirra væru lögð af stað til lands. Sagði Guð- mundur þá að best væri að fylgja fordæmi þeirra og gaf fyrirmæli um fulla ferð. Var ætlun hans að halda inn á Önundarfjörð. En af þeirri ferð varð ekki. Á næstu mínútum herti veðrið svo að engin leið var að sigla og ekki um annað að gera en að reyna að halda sjó og hafa stjórn á skipinu. Vegna veðurofsans tók góða stund að ná skipinu upp í og tókst það raunar ekki fyrr en vélin var keyrð á útopnu. Gekk svo fram til klukkan tíu um kvöldið en þá fékk Njörður á sig mikinn brotsjó. Skall hann á framanverðu skipinu og færði það að mestu í kaf. Sáu mennirnir sem voru í brúnni hvalbakinn hverfa í flauminn en á næsta andartaki hvolfdist brotið yfir brúna, braut rúður í henni og hálffyllti hana af sjó. Lagðist Njörður flatur á stjórn- borðssíðuna. Þegar Guðmundur hringdi niður í vélarrúmið og bað um fulla ferð áfram fékk hann það svar þaðan að slíkt væri ekki hægt nema þá í ör- skamma stund. Kælivatnsrörið væri upp úr sjó og því hætta á að vélin bræddi fljótt úr sér ef þetta væri reynt. Samt var ekki um ann- að að ræða en að reyna. En tilraun- in tókst ekki. Njörður hafðist ekki upp og Guðmundur átti ekki annars úrkosta en að slá vélsímann á stans. Örskömmu áður en brotsjórinn reið yfir hafði einn netamannanna, Eiríkur Kristófersson, sem síðar Eiríkur sá er brot- sjórinn kom æöandi. Hann stökk upp á akkerisvinduna og tókst aö halda sér þar meöan ósköpin gengu yfir. varð Iandskunnur skipherra hjá Landhelgisgæslunni, ætlað að fara úr lúkarnum og aftur í brú þar sem hann átti að leysa bátsmanninn af. Var Eiríkur kominn upp er hann varð var við brotsjóinn og tókst honum að stökkva upp á akkeris- vinduna og halda sér þar meðan sjórinn gekk yfir. Útlitið var óneitanlega tskyggi- legt. Njörður lá algjörlega á hlið- inni og rak þannig undan óveðrinu og stórsjónum. Eina vonin var að það tækist að kasta til í lestunum og að skipið yrði ekki fyrir áfalli á meðan. Drepist hafði á ljósavélinni og var því skipið ljóslaust. Varð það ekki til þess að bæta ástandið. Gaf Guðmundur mönnunum sem voru aftur í þegar fyrirmæli um að fara niður í kolaboxin og reyna að moka þar og kasta kolum til. Voru þeir nýfarnir niður er Eiríkur Krist- ófersson kom aftur í brúna. Hafði hann komist þangað með því að skríða eftir lunningunni sem stóð upp úr sjónum. Bauðst hann þegar til þess að reyna að komast fram á aftur og kalla í mennina sem þar voru. Aldrei séð menn jafn- fl jóta að gera sig klára í æviminningum sínum segir Ei- ríkur Kristófersson síðan þannig frá: „Ég býðst til þess að freista þess að fara fram í til hásetanna og reyna að fá þá til að koma aftur í. Þegar hlé verður milli ólaga, skríð ég vindmegin undir lunningunni og held mér í vírtaug sem strengd var á milli. Þannig kemst ég klakklaust fram í lúkarinn, án þess að lenda í nokkrum brotsjó. Svo heppilega vill til að enginn sjór er kominn í lúkarinn og háset- arnir eru þar á róli. Ég ber þeim skilaboð frá skipstjóranum og þeir tjá sig fúsa til að fara aftur í - allir sem einn. Aldrei á minni löngu sjómannsævi hef ég séð menn jafn- fljóta að framkvæma fyrirmæli yf- irmanns, þótt þeir þyrftu að tefla lífi sínu í tvísýnu. Þetta voru sann- arlega dugmiklir kjarkmenn og æðrulausir. Tvo unglinga og einn roskinn mann skiljum við eftir fram í, en sextán leggja til uppgöngu með mér í fjórum hópum. Og ég neyðist til að aðvara þá; hætta sé á að ein- hverjum skoli útbyrðis á leiðinni, en enginn megi hika, þótt eitthvað komi fyrir þá sem á undan þeim séu. Síðan fer ég einn aftur eftir; segi þeim að bíða undir hvalbaknum, þar til ég gefi þeim merki um að koma, en næsti hópur megi ekki leggja af stað fyrr en hópurinn á undan sé kominn upp í brú. Þannig komudmt við allir áleið- is. Og ekkert ólag ríður yfir skipið á meðan þetta stendur yfir. Um leið og seinasti maðurinn hverfur niður um lúgu, sem var á kyndaraplássi, má hins vegar heita að skipið kaf- færist.” Strax og mennirnir voru komnir aftur í fóru þeir niður í kolaboxin og hófust handa. Ætlunin var að reyna að komast fram í lestina, en það reyndist ómögulegt þar sem lúgan fyrir hana var algjörlega skorðuð föst. Mennirnir létu það ekki á sig fá þótt stundum virtist sem ekkert miðaði. Kolin sem þeir voru búnir að kasta til komu yfir þá aftur þegar skipið fékk á sig sjói og mátti raunar mildi heita að enginn skyldi meiðast að ráði við er kola- stykkin þeyttust til. Öðru hverju bar elja mannanna árangur og Njörður rétti sig nokkurn veginn. En skipið var vart fyrr komið á réttan kjöl en það fékk aftur á sig sjói sem lögðu það. f eitt skiptið fór bakborðsbjörgunarbát- urinn fyrir borð og miklar skemmdir urðu á bátaþilfarinu og í annað skipti losnaði trollhlerinn stjórnborðsmegin að framan og fór fyrir borð. Hékk hann þó fastur við skipið á vörpunni og slóst um stund við síðu þess. Síðan losnaði varpan alveg og flaut aftur með skipinu. Var ljóst að hún myndi fara í skrúfuna ef vélin yrði sett í gang. Og þá kom Eiríkur Kristófers- son aftur við sögu og segir hann svo frá því sem næst gerðist í áður- nefndum æviminningum sínum: „Skipstjórinn biður mig að reyna að hífa hlerann inn, svo að ég fer öðru sinni niður á þilfarið þessa nótt. Þá liggur skipið svo djúpt að sjór flæðir upp á brúarvænginn hlé- megin og ógerlegt er að komast út um dyrnar. Ekki er því annað til ráða en að fara út um gluggann; Draupnir. Varð fyrir miklu áfalli og skemmdum. Stýrið laskaðist og því erfitt að hafa stjórn á skipinu. Njörður. Lá lengi á hliðinni eftir að hafa fengið á sig brotsjó. Varpan fór útbyrðis og skapaðist af því mikil hætta.

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.