Fiskifréttir - 08.06.2001, Blaðsíða 37
FISKIFRETTIR 8. júní 2001
37
i
i
Í
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
>
!
>
í
>
í
>
!
>
!
>
Oft var mikill uppgripaafli á Halamiðum og engin furða þótt skipin sæktu stíft þangað, jafnvel í svartasta
skammdeginu þegar stórviðri voru tíð þar úti.
skeytastöngum ofan á möstrin og
milli stanganna voru síðan loftnet-
in strengd. Þessi búnaður var viða-
mikill en líka viðkvæmur og það
gerðist oft að stengurnar brotnuðu
eða loftnetin slitnuðu niður og var
þá mjög erfitt að koma nýjum fyrir
og tæpast hægt ef skipið var úti í
sjó. Mikið var lagt upp úr því að
reyna að hafa loftskeytabúnaðinn í
lagi, ekki síst eftir að Veðurstofa
Islands tók til starfa og fór að
senda út veðurfréttir og veðurspár.
Togararnir þóttu hafborgir og
slíka tröllatrú höfðu menn á sjó-
hæfni þeirra að talið var útilokað
að óveður gæti sökkt þessum skip-
um á rúmsjó. Auðvitað komu oft
slfk veður að ekki var hægt að
standa að veiðum og öðru hverju
urðu jafnvel hinir stærstu og best
útbúnu togarar fyrir áföllum og
skemmdum. Töluvert var rætt um
það, ekki síst meðal skipstjórnar-
manna, hvað hentaði best þegar ó-
veður skyllu á. Sumir töldu að þá
væri hyggilegast að leita í landvar,
en aðrir voru öldungis ósammála.
Mun skynsamlegra væri að láta
reka eða andæfa úti á rúmsjó því þá
væri venjulega styttra á miðin þeg-
ar veður gengju aftur niður.
Togarar hætt komnir
í „jólaofviðrinu”
Mál þetta kom mikið til umræðu
eftir jólin 1924 og þá að gefnu til-
efni. Þá voru margir íslenskir tog-
arar staddir á Halamiðum er fár-
viðri brast fyrirvaralítið á. Þeir tog-
arar sem héldu í landvar strax og
veðrið versnaði sluppu áfallalaust
en sumir þeirra er ætluðu að halda
sjó lentu í stóráföllum og munaði
minnstu að togarinn Glaður frá
Reykjavík færist. Að kvöldi annars
dags jóla fékk skipið á sig ógurleg-
an brotsjó er færði það að mestu í
kaf og lagði það á hliðina.
Streymdi sjór niður í skipið og
fyllti m.a. loftskeytaklefann og
eyðilagði tækin sem þar voru. Kol
köstuðust til í lestunum en hins
vegar færðist fiskur lítið til í þeim
og var talið að það hefði bjargað að
Glaður var kominn með nærri full-
fermi. Þrátt fyrir mjög erfiðar að-
stæður gengu skipverjar í að lempa
kolunum milli stía og tókst um síð-
ir að rétta togarann. Voru þeir sam-
mála um að ef Glaður hefði fengið
á sig annan sjó meðan hann var
með slagsíðuna og stjórnlítill hefði
vart þurft að spyrja að leikslokum.
Tókst að sigla togaranum fyrst inn
til Önundarfjarðar og síðan til
Reykjavíkur þar sem gert var við
mestu skemmdirnar en síðan hélt
hann til Hull þar sem hann seldi
afla sinn og var tekinn í þurrkví.
Þar kom fyrst í ljós hve mikið skip-
ið hafði skemmst við áfallið. Marg-
ar plötur í byrðingi hans voru
beyglaðar og stoðir undir þilfarinu
voru kengbognar. Tók langan tíma
að gera við skipið. I þessu sama ó-
veðri urðu nokkrir aðrir togarar
fyrir áföllum og skemmdum en
engan mann sakaði. Svo mikill var
veðurofsinn að keyra þurfti skipin
á fullri ferð til þess eins að halda í
horfinu.
Jólaofviðrið og áföllin sem tog-
ararnir urðu fyrir leiddu ekki að-
eins til umræðna um sjóhæfni
þeirra heldur einnig um málefni
hinnar ungu stofnunar Veðurstofu
íslands. Þegar hún var sett á stofn
starfaði þar í fyrstu aðeins einn
maður, dr. Þorkell Þorkelsson, en
þegar hér var komið sögu voru
starfsmenn, auk hans, orðnir þrír,
þar af einn loftskeytamaður sem
hafði það meginverkefni á hendi að
taka á móti veðurfréttum frá út-
löndum tvisvar á dag í gegnum
Loftskeytastöðina í Reykjavík.
Meðal þess sem kom til umræðu
eftir áföll togaranna á Halamiðum
um jólin var hvort möguleiki væri
á því að Veðurstofa íslands sendi út
viðvörun til skipa ef talið væri að
slæm veður myndu ganga yfir. I
viðtali sem Morgunblaðið átti við
dr. Þorkel og birtist í blaðinu 15.
janúar 1925 segir hann m.a. um
þetta efni:
„Þegar veðurskeyti sýna okkur,
að hætta getur verið á óveðri ein-
hvers staðar á landinu, þá þurfum
við að hafa stöðugan vörð hér á
Veðurstofunni og fá veðurskeyti á
1-3 stunda fresti frá þeim stöðum
innanlands, sem líklegar eru til að
sýna fyrst í hvaða átt veðurbreyt-
ingin er. Með þessu móti fengju
róðrarbátar aðvaranir nægilega
snemma í allflestum tilvikum.” Þá
segir dr. Þorkell að merkin yrðu
tvenns konar. í fyrsta lagi yrðu gef-
in varúðarmerki þegar ókyrrð væri
í veðri, en ekki víst hvort úr því
yrði hættulegt óveður, og önnur
merki yrðu viðhöfð þegar ákveðið
óveður væri í aðsigi og Veðurstof-
an gæti séð fyrir hvernig það
myndi haga sér. Þá fjallar hann
einnig í viðtalinu um möguleikann
á því að koma veðurskeytum til
stærri skipa í gegnum loftskeyta-
stöðvarnar, en þá var nýlega farið
að senda slík skeyti út í gegnum
Loftskeytastöðina í Reykjavík.
Óvenjulega djúp og
kröpp lægð á ferðinni
Að venju tók starfsfólk Veður-
stofu Islands daginn snemma laug-
ardaginn 7. febrúar 1925. Veður-
stofan var til húsa að Skólavörðu-
stíg 3 og þar var fólkið mætt til
vinnu klukkan sex um morguninn.
Veður var þá enn sæmilegt í
Reykjavík en það þurfti ekki neina
veðurspámenn til þess að greina að
veðrabrigði myndu í nánd. Þegar
starfsfólk Veðurstofunnar fór að
taka á móti veðurskeytum og safna
sama upplýsingum fékk það stað-
festingu á því að djúp og kröpp
lægð nálgaðist landið suðvestan úr
hafi og líklegt þótti að hún myndi
ganga skjótt yfir það og valda
miklu hvassviðri. Var búist við því
að lægðin yrði komin að landinu
um hádegisbil og mundi ganga
norðaustur yfir það og valda
hvassri norðaustan átt sérstaklega á
Vestfjörðum þegar liði á kvöldið
og fyrri hluta aðfaranætur 8. febrú-
ar. Klukkan átta um morguninn var
Veðurstofan tilbúin með veðurspá
sína sem var í samræmi við þetta
og klukkan hálfníu settist loft-
skeytamaður stöðvarinnar við tæki
sín og morsaði út spána. Hann vissi
sem var að víða við landið voru
skip sem biðu eftir þessari send-
ingu og vonaði að hún kæmi að
gagni. Búist var við því að veður
skánaði verulega þegar lægðin
væri gengin yfir og í kjölfar henn-
ar myndi fylgja vestlæg átt, ekki
mjög hvöss. Það sem veðurathug-
unarfólkið sá hins vegar ekki fyrir
var að það óvenjulega gerðist;
lægðin varð kyrrstæð yfir landinu
og átti eftir að orsaka meira fár-
viðri en komið hafði í langan tíma.
Fram undan var eitt mesta skaða-
veður sem gengið hefur yfir ísland
fyrr og síðar.
Skaðaveður í ársbyrjun
Raunar hafði veðráttan verið
með eindæmum óstöðug það sem
Búist var viö því aö
iægöin kæmi upp aö
landinu um hádegis-
bil og orsakaöi
hvassviöri. En hún
átti aö ganga skjótt
yfir og veöur þá að
verða skaplegt.
Enginn sá þaö fyrir
aö lægöin varö kyrr-
stæö og haföi í för
meö sér eitt mesta
skaöaveöursem
sögur fara af hér-
lendis.
af var árinu 1925 og hvert illviðrið
hafði rekið annað. Þannig hafði
gert ofsaveður aðfaranótt 21. janú-
ar og varð veðurhæðin mest við
landið suðvestanvert. Víða mæld-
ust þá 10-11 vindstig og mun
hvassara í hryðjunum. Veðurhæð-
inni fylgdi meira brim en elstu
menn mundu og olli það sums
staðar stórtjóni. Aftur gerði stór-
viðri og mikið brimrót 25. janúar
og í því óveðri fórust tveir þýskir
togarar við landið, annar með allri
áhöfn. Var það togarinn Bayern frá
Nordham og strandaði hann undir
Hafnarbergi. Þegar strandsins varð
vart reyndu heimamenn að síga í
bjargið og koma áhöfninni til
bjargar, en komust ekki nálægt
flakinu. Mun 18 manna áhöfn hafa
verið á skipinu. Hins vegar bjarg-
aðist áhöfn hins togarans, Wil-
helms Júrgens frá Geestemúnde,
að einum manni undanskildum.
Togarinn strandaði við Einidrang
við Vestmannaeyjar, en losnaði
fljótlega af skerinu. Reyndu skip-
verjar að sigla togaranum til hafnar
í Vestmannaeyjum en á leiðinni
~ Vantar þig
áreióanlega
__ "■*1 ~ ■-?: *: þjónustu?
-- í -í
V.. .
"iiáf* * '*
MiJio er i iiomi
A ! -4
r
SKIPAVIÐGERÐIR
Dísilsstillingar
Plötusmiði
Spilviðgerðir
Ath!
Vélaviðgerðir
Slippaðstaða
Rennismiði
Þjónusta okkar miðar að því að þú þurfir
að koma sem sjaldnast!
Vökvakerfi
Tækniþjónusta
Björvi
* Grandagarði 18
* 101 Reykjavík
»Símar 552 8922- 552 8535
•Fax 562 1740
VÉLAVERKSTÆÐI