Fiskifréttir - 08.06.2001, Blaðsíða 49
FISKIFRETTIR 8. júní 2001
49
niður, svo alger kyrrð og þögn
komist á og haldist í fimm mínútur.
Kl. 3 síðdegis verða haldnar
minningarguðsþjónustur í Dóm-
kirkjunni og Fríkirkjunni og
kirkjusálmabók notuð. Þess er
vænst að nánustu ástvinir hinna
látnu er koma í kirkjurnar gangi
inn um skrúðhúsdyrnar.
Bæjarstjórnin væntir þess, að
allir telji sér ljúft að stuðla að því á
allan hátt, að minningarathöfnin
fari vel fram, og að því að leiksýn-
ingar og skemmtanir falli niður
þetta kvöld.”
Mikið fjölmenni var viðstatt
minningarathafnirnar - mun fleiri
en komust inn í kirkjurnar. Mann-
fjöldi stóð þögull fyrir utan þær á
meðan á athöfninni stóð og að
henni lokinni gekk fólk í Reykja-
vík niður á bryggju þar sem bæjar-
stjórinn flutti nokkur kveðjuorð.
Þennan dag var nánast logn í
Reykjavík og Hafnarfirði, en úti
fyrir var sveljandi svo hvítnaði í
báru. Ægir konungur vildi greini-
lega minna á sig.
Nær allir voru mennirnir sem
fórust í þessum átakanlegu sjóslys-
um menn á besta aldri og margir
þeirra fjölskyldumenn. Urðu 30
konur ekkjur og um 70 börn misstu
föður sinn. Ekki var neinum trygg-
ingum til að dreifa og því var grip-
ið til þess ráðs að efna til samskota
til þess að styðja fjárhagslega nán-
ustu aðstandendur mannanna sem
fórust. Var það bæjarstjórn Reykja-
víkur og félög sjómanna og útgerð-
armanna sem stóðu að söfnuninni
og söfnuðust fljótlega um 45 þús-
und krónur sem þótti töluvert fé í
þá daga. Ymsum fannst þó að gera
mætti betur og meðal þeirra var
Ríkarður Jónsson myndlistarmað-
ur. Þegar færi gafst tók hann sig til
og reisti snjólíkneski á Lækjartorgi
að næturlagi. Var það af sjómanni í
fullum sjóklæðum og stóð hann í
framstafni báts. I bátnum var kom-
ið fyrir samskotabauk og safnaðist
í hann álitleg fjárhæð.
Halaveðrið hefur lengi verið í
minnum haft og voru allir sem það
upplifðu sammála um að slíkt for-
aðsveður hefðu þeir aldrei getað í-
myndað sér að gæti komið. Það
færði mönnum rækilega heim
sanninn um að það virðist sama
hversu stór og traust skipin eru.
Þegar náttúruöflin sýna sína verstu
hlið fær ekkert staðist þau.
Helstu heimildir:
Alþýðublaðið febrúar. og mars 1925;
Ásgeir Jakobsson: Oskars saga Haildórs-
sonar, íslandsbersi, Reykjavík 1994; Árni
Gíslason: Gullkistan - endurminningar,
Reykjavík 1980; Bjarni Sæmundsson,
Fiskarnir (Pisces Islandiæ), Reykjavík
1926, Gylfi Gröndal: Úr bæ í borg -
Nokkrar endurminningar Knud Zimsens,
Reykjavík 1952; Heimir Þorleifsson:
Saga íslenzkrar togaraútgerðar fram til
1917, Reykjavík 1974; Markús Á. Einars-
son: Hvernig viðrar?, Reykjavfk 1989;
Morgunblaðið, febrúar og mars 1925;
Sigurjón Einarsson, skipstjóri: Sigurjón á
Garðari, Hafnarfírði 1969; Sigurður
Helgason: Brim og boðar, Reykjavík
1950; Sigurður Helgason: Brim og boðar
II, Reykjavík 1952; Sjómannablaðið Vík-
ingur.júní 1940; Sjómannablaðið Víking-
ur, desember 1945; Steinar J. Lúðvíksson:
Þrautgóðir á raunastund VII bindi,
Reykjavík 1975; Steinar J. Lúðvíksson,
Þrautgóðir á raunastund VIII. Reykjavík
1976; Sveinn Sæmundsson: I særótinu,
Reykjavík 1967; Trausti Jónsson: Veður á
íslandi í 100 ár, Reykjavík 1993; Vísir
febrúar og mars 1925; Ægir - mánaðarrit
Fiskifélags fslands 17. og 18. árg. 1924
og 1925.
Mennirnir sem fórust
Með Leifi heppna:
Gísli M. Oddsson, skipstjóri, Reykjavík,
39 ára;
Ingólfur Helgason, 1. stýrimaður, Hafnar-
firði, 32 ára;
Ásgeir Þórðarson, 2. stýrimaður, Reykja-
vík, 27 ára;
Valdimar Árnason, 1. vélstjóri, Reykja-
vfk, 32 ára;
Jón Halberg Einarsson, 2. vélstjóri,
Reykjavík, 31 árs;
Magnús Brynjólfsson, loftskeytamaður,
Reykjavík, 23 ára;
Jón Kornelíus Pétursson, bátsmaður.
Reykjavík;
Björgvin Kr. Friðsteinsson, kyndari,
Reykjavík, 22 ára;
Helgi Andrésson, háseti, Reykjavík, 66
ára;
Jón Guðmundsson, háseti, Reykjavík, 36
ára;
Jón Hálfdánarson, háseti, Reykjavík, 44
ára;
Jón Jónsson, háseti, Stykkishólmi, 23 ára;
Jón Sigmundsson, háseti. Reykjavík, 52
ára;
Jón Sigurðsson, háseti, Dýrafirði, 31 árs;
Jónas Guðmundsson, háseti, Akranesi, 41
árs;
Oddur Rósmundsson, háseti, Reykjavík,
28 ára;
Ólafur Brynjólfsson, háseti, Reykjavík,
17 ára;
Ólafur Gíslason, háseti, Reykjavík, 21
árs;
Ólafur Jónsson. matsveinn, Reykjavík, 24
ára;
Ólafur Þorleifsson, kyndari, Reykjavík,
27 ára;
Randver Ásbjörnsson, háseti, Reykjavík,
17 ára;
Sigmundur Jónsson, háseti, Reykjavík, 24
ára;
Sigurður Guðmundsson, háseti, Önundar-
firði, 32 ára;
Sigurður Albert Jóhannesson, háseti,
Reykjavík, 25 ára;
Sigurður Jónsson, háseti, Reykjavík, 51
árs;
Sigurður Backmann Lárusson, háseti,
Reykjavík, 16 ára;
Sigurjón Jónsson, háseti, Reykjavík, 19
ára;
Stefán Magnússon, háseti, Reykjavík, 31
árs;
Sveinbjörn Elíasson, háseti, Bolungarvík,
19 ára;
Sveinn Stefánsson, háseti, Miðhúsum,
Garði, 30 ára;
Þorbjörn Sæmundsson, háseti, Reykjavík,
27 ára;
Þorlákur Einarsson, háseti, Rúfeyjum,
Breiðafirði, 25 ára.
Með Fieldmarshall Robertson:
Einar Magnússon, skipstjóri, Reykjavík,
36 ára;
Björn Árnason, 1. stýrimaður, Reykjavík,
31 árs;
Sigurður Árnason, 2. stýrimaður, Reykja-
vík, 26 ára;
Magnús Jónsson, loftskeytamaður, Flatey,
20 ára;
Bjarni Einarsson, bátsmaður, Hafnarftrði,
28 ára;
Einar Helgason, matsveinn, Patreksfirði,
25 ára;
Anton Magnússon, háseti, Patreksfirði,
23 ára;
Árni Jónsson ísfjörð, háseti, Reykjavfk,
50 ára;
Bjarni Árnason, háseti, Kjalarnesi, 40
ára;
Bjarni Ólafur Indriðason, háseti, Tálkna-
firði, 27 ára;
Egill Jónsson, háseti, Hafnarfirði, 35 ára;
Einar Hallgrímsson, háseti, Hafnarfirði,
20 ára;
Erlendur Jónsson, háseti, Hafnarfirði, 33
ára;
Gunnlaugur Magnússon, háseti, Barða-
strandarsýslu, 33 ára;
Halldór Hallgrímur Guðjónsson, háseti,
Barðastrandarsýslu, 28 ára;
Halldór Sigurðsson, háseti, Akranesi, 19
ára;
Jóhann Ó. Bjarnason, háseti, Árnessýslu,
25 ára;
Jóhannes Kr. Helgason, aðstoðarmat-
sveinn, Hafnarfirði, 24 ára;
Jón Magnússon, háseti, Reykjavfk, 29
ára;
Jón Eirtkur Ólafsson, háseti, Barðastrand-
arsýslu, 26 ára;
Kristján Karvel Friðriksson, háseti,
Reykjavík, 47 ára;
Ólafur Erlendsson, háseti. Hafnarfirði, 27
ára;
Óli Isfeld Sigurðsson, háseti, Norðfirði,
25 ára;
Óskar Valgeir Einarsson, háseti, Reykja-
vík, 20 ára;
Sigurjón Guðlaugsson, háseti, Hafnar-
firði, 25 ára;
Tómas Albertsson. háseti, Rangárvalla-
sýslu, 28 ára;
Valdimar Kristjánsson, háseti, Patreks-
firði, 31 árs;
Vigfús Elíasson, háseti, Rangárvalla-
sýslu, 26 ára;
Þórður Þórðarson, háseti, Hafnarfirði, 51
árs;
Charles Henry Beard, skipstjóri,
Englandi;
Alfred Wright, stýrimaður, Englandi;
Fred Bartle, 1. vélstjóri, Englandi;
William Lowey, 2. vélstjóri, Englandi;
George S. Jackson, kyndari, Englandi;
John Murray, kyndari, Englandi.
Með vélhátnum Sólveigu:
Bjöm H. Guðmundsson, skipstjóri, Isa-
firði, 44 ára;
Kristján Albertsson. stýrimaður, fsafirði,
32 ára;
Lárus Sveinsson, vélstjóri, Reykjavík, 33
ára;
Friðjón Hjartarson, háseti, Hellissandi, 19
ára;
Guðmundur Helgason, háseti, Patreks-
firði, 30 ára;
Guðmundur Jónsson, háseti, Reykjavík,
30 ára.
I
I
Hleðslutæki
Aðaltöflur
Dreifitöflur
Og fleira.
Nýliðafræðsla
Um borð í Snorra Sturlusyni RE,
frystitogara Granda hf., fá nýliðar
fræðslu um öryggisbúnað í skipinu
og hvernig þeir eigi að bregðast við ef
óhapp ber að höndum. Einnig eru
þeir upplýstir um rétt þeirra um
borð. Þeir fá í hendur lítinn bækling
sem nefnist „Nýliðafræðsla“ og yfir-
menn fara í gegnum hann með þeim.
Þeir fá tækifæri til þess að spyrja ef
eitthvað er óljóst og skrifa síðan und-
ir að þeir hafi kynnt sér efni hans.
Heiðar Marteinsson ljósmyndari var
um borð í Snorra Sturlusyni RE í síð-
asta túr sem farinn var á út-
hafskarfaveiðar á Reykjaneshryggn-
um og tók við það tækifæri þessa
mynd af tveim nýliðum sem hlotið
höfðu fræðslu um skipið og öryggis-
búnað þess, þeim Þórarni Bragasyni
og Halldóri Ibsen.
Poly-
lce
hlerar
til
Rússa
Hlerarnir hýfðir um borð í rússneska togar-
ann í Hafnarfjarðarhöfn.
í síðustu viku voru afgreidd
fjögur stór pör af Poly-Ice tog-
hlerum frá Hampiðjunni um
borð í rússneska togarann
„Zamoskoverechie“ sem kom til
Hafnarfjarðar í þeim tilgangi að
sækja hlerana á leið sinni til
veiða á úthafskarfa suður af
landinu.
Flothlerarnir sem Rússarnir
keyptu eru af gerðinni FHS 10 og
vega 3200 kg hver. Á undanförnum
árum hafa sífellt fleiri rússneskir
togarar tekið Poly-Ice toghlera í
notkun, bæði við veiðar á út-
hafskarfa og einnig við botnfisk-
veiðar í Barentshaf, auk þess sem
þeir hafa keypt Gloríu troll af
Hampiðjunni.
Flottrollshlerarnir frá Poly-Ice
eiga langa sögu að baki og allflest
skipanna í úthafmu nota þá. Fyrir
rúmi ári hóf Hampiðjan að nota
sterkara stál í hlerana sem gefur þá
möguleika að hafa hlerana léttari
og ná fram betri nýtingu úr þeim.
Flest íslensk skip sem stunda veið-
ar á uppsjávarfiski í flottroll hafa
tekið þessa nýju útfærslu úr
Weldox 700 stáli í notkun og út-
flutningur hefur aukist verulega.
Skipstjórar sem eru byrjaðir að
nota hlera úr þessu nýja stáli segja
að þeir fái meira hlerabil og spari
olíu, að sögn forráðamanna Hamp-
iðjunnar.
Skipaþjónusta
Töflusmíði
Rafþjónusta
Nýlagnir
RAFBOÐI ehf.
S: 565 8096
Skeiðarás 3-210 Garðabæ - Fax 565 8221