Fiskifréttir


Fiskifréttir - 08.06.2001, Blaðsíða 38

Fiskifréttir - 08.06.2001, Blaðsíða 38
38 FISKIFRETTIR 8. júní 2001 Halaveðrið þangað sökk hann og komust mennirnir við illan leik í björgun- arbátana og eftir nokkurra klukku- stunda hrakninga var þeim bjargað um borð í annan þýskan togara sem hélt með þá til Reykjavíkur. Voru sumir skipbrotsmanna aðfram- komnir er þeir björguðust og voru lagðir í sjúkrahús í Reykjavík þar sem þeir jöfnuðu sig brátt. Allir bátar komu að - nema einn Þótt Veðurstofan hefði gert ráð fyrir illviðri í spá sinni um morg- uninn urðu veðrabreytingar meiri og fyrr en ráð hafði verið fyrir gert. Þegar um hádegi var komið hið versta veður við Suðvesturland, há- vaðarok og snjókoma, svo mikil að vart sást út úr augunum. Fjölmarg- ir vélbátar höfðu farið á sjó frá ver- stöðvunum við Faxaflóa um nótt- ina og voru menn uggandi um af- drif þeirra. Upp úr hádegi fóru þeir að koma að og höfðu hreppt aftakaveður og slæmt sjólag á leið- inni í land. Ekkert hafði þó orðið að hjá þeim. Undir kvöld voru allir bátar komnir til hafnar nema vél- báturinn Sólveig frá Isafirði, en bát þennan hafði Oskar Halldórsson útgerðarmaður á leigu og gerði út frá Reykjavík. Sést hafði til bátsins um það leyti sem óveðrið var að bresta á. Var hann þá út af Stafnesi og virtust bátsverjar langt komnir við að draga línuna. Suðvestan hvassviðrið tók að ganga niður þegar leið á daginn og aðfaranótt sunnudagsins var skap- legt veður. A mörgu mátti þó greina að friðurinn yrði brátt úti þar sem loftvog hélt stöðugt áfram að falla. Snemma á sunnudags- morgni 8. febrúar tók að hvessa af norðaustri og á skammri stundu var komið fárviðri og glórulaus stór- hríð í höfuðborginni. Mældist vindhraðinn í Reykjavík 10-11 vindstig og mun hvassara var í hryðjum og var þá varla stætt á göt- um bæjarins. Var ljóst að skip sem lágu í höfninni voru í hættu, en það þótti þó bót í máli að enginn bátur hafði farið á sjó um morguninn, Togararnir færðu mikla björg í bú, en það voru mörg handtök sem þurfti bæði við veiðarn- ar, uppskipunina og við vinnslu aflans. Myndin er af uppskipun úr tog- ara í Reykjavíkurhöfn. hvorki frá Reykjavík né öðrum ver- stöðvum við Faxaflóa. Skip, sem voru í höfninni, voru í mikilli hættu um tíma. Togarinn Austri lá í höfn í Viðey og var á- höfnin um borð. Hann slitnaði fljótlega frá bryggju og tóku skip- verjar það til bragðs að sigla hon- um inn á ytri höfnina í Reykjavík og þar tókst þeim að halda sjó á meðan ofsinn stóð yfir. Flutninga- skipin Island og Björklund sem lágu í vesturhöfninni urðu bæði fyrir skemmdum er þau börðust utan í bryggjuna og í austurhöfn- inni slitnaði kolaskipið Gaupen upp og rak í land. Nokkrir bátar sukku í höfninni og skemmdir urðu á tveimur stærstu bryggjunum. Þá komst farþegaskipið Suðurland í hann krappan á leið frá Reykjavík upp á Akranes. Var skipið komið á- leiðis er skipstjórnarmennirnir á- kváðu að snúa við en svo var sort- inn mikill að þeir lentu í erftðleik- um með að komast aftur inn á Reykjavíkurhöfn. I Reykjavík urðu víða skemmdir á húsum og sem dæmi um slíkt má nefna að þak tók af húsi við Laugaveg í einu lagi. Þá urðu einnig miklar skemmdir á símalínum og mátti heita að síma- sambandslaust væri orðið þegar ó- veðrið dúraði loksins. Það þótti ljóst að fyrst óveðrið var svo magnað á suðvesturhorni landsins hlyti það að hafa verið ó- skaplegt á Norður- og Vesturlandi. Óttast var að manntjón hefði orðið í óveðrinu og kom fljótt í ljós að sá uggur var á rökum reistur. Strax og færi gafst var hafin leit að Sólveigu og voru gengnar fjörur á Suður- nesjum. Þar fannst brak úr bátnum rekið á land, m.a. léttbáturinn. Lík- ur bentu til þess að báturinn hefði lagt af stað til lands um svipað leyti og óveðrið brast á en lent of sunn- arlega og strandað á Stafnesskerj- um. Rifjaðist það þá upp fyrir kunningjum Björns H. Guðmunds- sonar, sem var skipstjóri á bátnum, að hann hefði skömmu áður látið þau orð falla að sjórinn yrði sér ekki að fjörtjóni, heldur landið. Harmleikur á Snæfellsnesi Fréttir bárust einnig fljótlega af því að Gullfoss, sem var á leið til útlanda, hefði fengið á sig brotsjó. Einn skipverja, sem staddur var á þilfari þegar sjórinn reið yfir skip- ið, kastaðist á lestarlúgu og hlaut svo mikil meiðsli að hann lést skömmu síðar. Meðal farþega á Gullfossi voru skipbrotsmennirnir af Wilhelm Júrgens, sem bjargast höfðu naumlega nokkrum dögum áður. Þá bárust fljótlega fréttir af harmleik sem orðið hafði á Snæ- fellsnesi. Tvö börn frá bænum Flysjustöðum í Kolbeinsstaða- hreppi höfðu verið send spölkorn frá bænum á sunnudagsmorgun til að líta eftir hestum. Aður en þau komust heim aftur skall hríðarbyl- urinn á og brá þá faðir þeirra við og fór til móts við þau. Þrátt fyrir sort- ann fann hann börnin en slíkur var veðurofsinn að hann villtist og fann ekki bæinn. Var hann á hrakn- ingum með börnin allan daginn en um kvöldið dóu þau bæði í hönd- um hans. Maðurinn komst hins vegar sjálfur við illan leik til bæjar. Þennan dag urðu einnig tveir karl- menn og ein kona úti á Norður- landi en þar varð jafnframt víða mikið eignatjón. Flestir togaranna á Hal- anum og Selvogsbanka Nú er að segja frá togaraflotan- um. Sem fyrr greinir lá togarinn Austri í höfn í Reykjavík en þar voru einnig Skúli fógeti og Baldur. í Hafnarfjarðarhöfn lá togarinn Menja og þar var einnig togarinn James Long, sem var eign Hellyer- bræðra. Nokkrir íslenskir togarar voru erlendis um þessar mundir: Snorri goði, Glaður, Otur, Apríl, Hávarður Isfirðingur og Hafsteinn. Togarinn Kári Sölmundarson hafði verið í söluferð til útlanda en var nýlega lagður af stað heimleiðis er óveðrið skall á og sakaði ekki. Nokkrir togarar voru að veiðum á Selvogsbanka. Voru það togar- arnir Maí, Víðir, Ver, Gylfi, Rán, Geir, Skallagrímur, Walpole og Hellyertogarinn Dane. Það hafði verið ætlun skipstjóranna á tveimur síðastnefndu togurunum að fara á Halamið, en þar sem Dane átti að Fyrstu fréttir um ógnarveóriö á Hala- miöum komu frá togaranum Gulltoppi sem kominn var inn á Patreksfjörö. Um kvöldiö kom fyrsti togarinn til heima- hafnar. Þaö var Sur- prise frá Hafnarfiröi sem haföi lensaö langt suöur í haf. reyna að fá sem mestan ufsaafla á- kvað Alexander Jóhannesson skip- stjóri að fara að vestan á Selvogs- banka, þar sem hann taldi meiri ufsavon á þessum árstíma. Walpole hafði verið lagður af stað vestur þegar skipstjóranum, Jóni Otta Jónssyni, barst morseskeyti frá bróður sínum, Guðmundi Jónssyni, skipstjóra á Skallagrími, þess efnis að hann ráðlegði honum að fara ekki á Halamið að þessu sinni. Þegar Jón Otti leitaði eftir skýring- um frá bróður sínum fékk hann þau svör frá Guðmundi að sér litist ekki á veðurútlitið. Hugsaði Jón Otti sig um litla stund en gaf síðan skipun um að snúa skipinu og halda suður á bóginn. Það var, eins og stundum áður, þröng á þingi á Halamiðum þennan örlagaríka febrúardag. Samtals voru sextán togarar á slóðinni, þrettán íslenskir og tveir frá útgerð Hellyer í Hafnarfirði. A þeim skip- um var reyndar íslensk áhöfn að langmestu leyti. Togararnir sem voru þarna voru eftirtaldir: Egill Skallagrímsson, Njörður, Þórólfur, Gulltoppur, Tryggvi gamli, Sur- prise, Leifur heppni, Hilmir, Draupnir, Jón forseti, Gylfi og Ari. Togarar Hellyers útgerðarinnar voru Ceresio, Fieldmarshall Ro- bertson og Earl Haig. Engir aðrir erlendir togarar voru á þessum slóðum og raunar vitað um fá slík skip við landið. Þó munu nokkrir enskir togarar hafa verið að veið- um út af Snæfellsnesi og þýskir togarar út af Reykjanesi og Suður- landi. Meðan á óveðrinu stóð fréttist lítið frá togaraflotanum. Fljótlega náðist síðan loftskeytasamband við skipin sem voru á Selvogsbanka og þaðan fengust þær fréttir að veður- hæð hefði verið gífurleg um tíma og skipin hefðu þá haldið sjó. Strax og vindáttin breyttist til norðurs um hádegi á sunnudeginum batn- aði veðrið þarna á skammri stundu og gátu skipin hafið veiðar að nýju. Ekkert þeirra hafði orðið fyrir á- falli og engan mann sakað. Það fylgdi líka fréttum af Selvogsbanka að strax og veðrið hefði gengið niður hefði fengist ágætur afli. Óveðrið magnaðra en ætlað var Hins vegar spurðist ekkert fyrst í stað til skipanna sem voru á Hala- miðum. Það þótti ekki óeðlilegt þar sem búast mátti við því að loft- skeytabúnaður þeirra væri allur úr lagi genginn eftir ofviðrið. Fyrsta togarinn sem kom til Reykjavíkur á mánudeginum var breskur togari sem verið hafði út af Snæfellsnesi. TÆKNIÞJONUSTA * SKIPAHÖNNUN * VERKLÝSINGAR * KOSTNAÐARÁÆTLANIR * VERKEFTIRLIT 515 HALLAPRÓFANIR * STÖÐUGLEIKAÚTREIKNINGAR * BT-MÆLINGAR * LESTAR- OG HLEÐSLUMÆLINGAR * VELTITANKAR VERKFRÆISTOF AN FENGUR ehf CONSULTING ENGINEERS Trönuhrauni I 220 Hafnarfjörður Sími:565 5090 Fax:565 2040

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.