Fiskifréttir


Fiskifréttir - 08.06.2001, Blaðsíða 25

Fiskifréttir - 08.06.2001, Blaðsíða 25
FISKIFRETTIR 8. júní 2001 25 Fiskveiðistjórnun lllskiljanlegt aö ekki skuli settur kvóti á keilu og löngu — segir Pétur Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis „Þetta eru náttúrlega von- brigði. Maður þarf svolítinn tíma til að átta sig á því hvað þetta þýðir. Ég var kominn í þann gír, eins og svo margir aðr- ir, að búast við hægum bata. Nú slær svolítið í bakseglin með það. En ég hef ekki meiri þekkingu en fiskifræðingar til að bæta við það sem er komið fram,“ sagði Pétur Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis í Grindavík, í samtali við Fiski- fréttir um skýrslu Hafrann- súknastofnunarinnar. Pétur sagði að þessi skýrsla ætti að vekja okkur til umhugsunar um hvort við gætum gert eitthvað ann- að til að byggja upp fiskistofnana, til dæmis með breyttri veiðitækni. „Við þurfum að velta því fyrir okk- ur hvort við göngum til dæmis nægilega vel um lífríkið og sjávar- botninn." Leitað var eftir viðbrögðum Pét- urs við frjálsum veiðum á steinbít og sagði hann að sér litist vel á það frjálsar veiðar giltu nú jafnt fyrir alla en ekki aðeins smábáta. „Við erum að nálgast það að allir séu á sama báti þótt ekki sé búið að loka fyrir allar smábátasmugurnar. Ann- aðhvort á þetta að vera frjálst fyrir alla eða allir eiga að vera í kvóta. Það er kostur að þetta misrétti er úr sögunni og því ber að fagna. En það skiptir auðvitað höfuðmáli að ákvarðanir, hvor leiðin sem er far- in, séu byggðar á vísindalegum rökum. Hins vegar kunna frjálsar veiðar að þýða gífurlega aukna Hætt vió aö steinbíts- veiöar verði óaröbærar — segir Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihúss- ins-Gunnvör hf. „Mér fínnst ráðgjöfín bera keim af því að þetta séu varúðartölur, sérstaklega í ufsa, ýsu og grálúðu. Það er eins og fískifræðingar séu hræddir við að ofmeta þessa stofna í ljósi þess hvað gerð- ist með þorskstofninn í fyrra. Mér fínnst full ástæða til að auka veiðina í þessum þremur tegundum,“ sagði Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hrað- frystihússins-Gunnvör hf., í samtali við Fiskifréttir um tillögur Hafrannsóknastofn- unarinnar. Einar Valur sagði að þessar til- lögurnar í heild væru ákveðin von- brigði. „Það var kominn tími til þess að við færum að uppskera ár- angur af fiskveiðistjórnunarkerf- inu, sérstaklega hafði ég miklar væntingar um það á síðasta ári. Þetta segir okkur að við þurfum að læra meira. Eg segi þetta ekki til þess að áfellast fiskifræðinga okk- ar sem eflaust að gera sitt besta. Vísindamenn okkar þurfa að mennta sig meira og vinna í nánari samstarfi við sjómennina." Varðandi frjálsar veiðar á stein- bít sagði Einar Valur að þótt þeir hjá Hraðfrystihúsinu-Gunnvör veiddu mikinn steinbít og hefðu þurft að leigja til sín meiri stein- bítskvóta væri hann ekki hlynntur frjálsum veiðum til lengri tíma lit- ið. Fyrr eða síðar kæmi það niður á stofninum ef sóknin væri ekki tak- mörkuð. „Ég geri ráð fyrir að nú verði allt sett á flot sem flýtur til að veiða steinbít og það leiðir til þess að þessar veiðar verða óarðbærar." En á Einar Valur von á því að aflmarki í ufsa, ýsu og grálúðu verði breytt úr þessu? „Það eru full rök fyrir auknurn veiðum á þessum tegundum og ég geri ráð fyrir því að sjávarútvegsráðherra hlýði á þau rök.“ O FRETTIR Askrift Fiskifréttir í hverri viku sókn f steinbít og að veiðamar verði óarðbærar af þeim sökum. Hvað okkur snertir þá erum við mjög vel útbúnir í þennan slag, bæði hvað skip og vinnslu í landi varðar,“ sagði Pétur. Hafrannsóknastofnunin lagði til að aflamark yrði sett á veiðar á keilu og löngu en sjávarútvegsráð- herra ákvað þó að þær tegundir yrðu áfram utan kvóta á næsta fisk- veiðiári. „Ef einhverjar fisktegund- ir þurfa á verndun að halda eru það keila og langa. Menn eiga að nota bestu vitneskju sem er tiltæk á hverjum tíma við að taka ákvarð- anir um hvort tilteknar tegundir eigi að vera í kvóta eða ekki. Þess- ar ákvarðanir verða auðvitað að vera í samræmi hver við aðra. Það er margt sem mælir með því að setja keilu og löngu í kvóta núna og það er illskiljanlegt að það skuli ekki gert,“ sagði Pétur. Hver sem K ert ... •••hvað sem þú gerir! Fjölnota dælur Miðflóttaafls dælur •Gírdælur •Smáradælur •Gúmmíhjóladælur •Membrudælur ViSskiptavinir okkar njóta þeirra forréttinda aS vinna meS fyrirtæki sem helgar sig einum hlut - dælum! Velkomin í okkar heim. Dælur ehf Sími 5 400 600 Fax 5 400 610 Fiskislób 18, 101 Reykjavík

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.