Fiskifréttir - 08.06.2001, Blaðsíða 5
FISKIFRÉTTIR 8. júní 2001
5
stofnsins stafaði af sjálfsáti þorsks-
ins vegna fæðuskorts í hafinu og
þar af leiðandi væri rétt að leyfa
meiri veiði til þess að grisja stofn-
inn í stað þess að úr veiði. Hann
sagði að þetta væri skelfileg um-
ræða sem ekki væri byggð á nein-
um fiskifræðilegum rökum enda
hefðu talsmenn þessara kenninga
aldrei lagt fram neinar mælingar
máli sínu til stuðnings. Hann benti
á að reynsla væri fyrir mikilli grisj-
un fiskistofna á nálægum hafsvæð-
um, svo sem í Norðursjó og Eystra-
salti, þar sem veiðiálag væri gífur-
legt og fiskurinn væri veiddur mjög
ungur. Þessir stofnar væru í afar
slæmu ástandi eins og allir vissu.
Vondar fréttir -
góðar fréttir
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar
benti á að bæði dökkar og bjartar
hliðar væru á úttekt stofnunarinnar.
Vondu fréttirnar væru ofmat þorsk-
stofnsins, lægð bæði í ýsustofnin-
um og ufsastofninum og óvissa um
úthafskarfann. Góðu fréttirnar væru
hins vegar þær, að sumargotssíldar-
stofninn væri í hámarki, góðar
horfur væru í loðnunni, humarinn
væri á góðri bataleið, aukningin
grálúðunni frá í fyrra héldist í ár,
djúpkarfinn væri á uppleið og svo
virtist sem rækjustofnarnir hefði
náð botninum og því von um að
leiðin lægi upp á við úr þessu.
Árni Mathiesen sjávarútvegsráð-
herra kynnti ákvörðun sína um
veiðikvóta næsta fiskveiðiárs sama
dag og Hafrannsóknastofnun opin-
beraði veiðiráðgjöf sína (sjá meðf.
töflu). Leyfilegur þorskafli verður
190 þús. tonn sem er í samræmi
við aflareglu. Aflareglu er einnig
beitt hvað varðar síld og loðnu.
Áætlaður heildarafli loðnu er 1.050
þús. tonn, þar af koma um 850 þús.
tonn í hlut íslendinga. Þetta er
sama magn og fékkst á síðustu ver-
tíð. Kvóti íslensku síldarinnar er
aukinn og sömuleiðis kvóti humars
en humarstofninn er nú talinn 16%
stærri en í síðustu úttekt Hafró.
Steinbítskvóti afnuminn
Athygli vekur að sjávarútvegs-
ráðherra hefur ákveðið að steinbítur
verði utan kvóta á næsta fiskveiði-
ári en hann hefur verið kvótabund-
inn um nokkurra ára skeið. Rök
ráðherrans eru þessi: „Vísbending-
ar eru um góða nýliðun stofnsins á
komandi árum. Sókn krókabáta í
þessar tegundir hefur verið frjáls og
aðrir útgerðarflokkar ekki veitt all-
an sinn hlut undanfarin ár. Því má
ætla að 1.700 tonn af þeim 13.000
tonnum af steinbít sem Hafrann-
sóknastofnun telur óhætt að veiða á
næsta fiskveiðiári náist ekki, ef
sókn smábáta í hann verður tak-
mörkuð. Með því að setja steinbít
utan kvóta er þess jafnframt freist-
að að koma til móts við hagsmuni
hinna dreifðu byggða landsins,“
segir í fréttatilkynningu sjávarút-
vegsráðuneytisins.
Hafró vill kvóta á
keilu og löngu
Hafrannsóknastofnun leggur nú
í fyrsta sinn til að keila og langa
verði settar í kvóta en sjávarútvegs-
ráðherra telur ekki ástæðu til þess
að verða við því, segir í frétt ráðu-
neytisins. Keiluaflinn var 6.300
tonn á síðasta ári, þar af veiddu Is-
lendingar 4.700 tonn eða 75% af
heildaraflanum. Um alllangt skeið
hefur keiluaflinn verið á bilinu
5.000-8000 tonn árlega. Hafrann-
sóknastofnun telur að of hart sé
sótt í keiluna og leggur til 4.500
tonna hámarksafla á næsta ári.
Lönguaflinn hefur verið 4000-
5000 tonn undanfarin ár en fór nið-
ur í 3.700 tonn í fyrra sem er
minnsti afli frá árinu 1986. Haf-
rannsóknastofninn telur að sóknin í
lönguna hafi verið umfram afrakst-
ursgetu stofnsins og leggur til
3.000 tonna aflahámark.
Sjá viðbrögð við skýrslunni
bls. 2, 25 og 52.
Allt til net
og línuveiða
FULLKOMIÐ
BEITNINGARVÉLAKERFI
fyrir báta frá 10 metrum og upp úr
Allar vélar/búnaöur eru byggðar úr ryðfríu, sýruþolnu stáli. Einföld
uppsetning/fáir slitfletir/ódýr í rekstri. Aukið öryggi/hlíf á
línufærslubúnaði/(opin renna).
BEITNINGARVÉL
- Max 180 krókar á mín.
UPPST0KKARI
- 45 krókar á mín.
Krókagerðir: Ez 11 /0,12/0,13/0
Hreyfanlegir burstar
Tilbúinn til niðursetningar
LÍNUREKKAR / UPPHENGI
- Upphengi meðstillanlegum hæðum
- Stillanlegir rekkar með burstum og lásum
4ra þátta sigurnaglalínur
5,5 mm sigurnaglalínur 540 m 1,5 m á milli
7 mm sigurnaglalínur 540 m 1,40 á milli
9 mm sigurnaglalínur 540 m 1,40 á milli
11 mm sigurnaglalínur 180 m 1,40 á milli
Seljum einnig Beitu:
HEITLITAÐA LINAN
4 mm - 7 mm Norske Fiskevegn-línan
550 m (græna, hvíta og svarta). Eigum á
lager allar gerðir af önglum, og ábót.
Færaefni í öllum sverleikum.
Síld,
Smokkur,
Sandsíli
Makríll
- Krókagerðir: Ez 11/0,12/0,13/0
- Afhent tilbúin til niðursetningar
- Tengist vökvamótor 24v DC og vatnsleiðslu
VEIÐARFÆRASALAN
DÍMON ehf.
Sími 511 1040,, Fax 511