Fiskifréttir


Fiskifréttir - 08.06.2001, Blaðsíða 23

Fiskifréttir - 08.06.2001, Blaðsíða 23
FISKIFRÉTTIR 8. júní 2001 23 Fréttir ...öreigar veröa fullríkir — lýsing á krókaveiöi á 14. öld Olle Jonsson sölu-og markaðsstjóri Johnson Pump AB (t.v.) og Hjalti Þorsteinsson framkvæmdastjóri hjá Dælum ehf. Dæiur ehf.: Námskeió um nýjungar — frá Johnson Pump Nýlega héldu Dælur ehf. námskeið um nýjungar frá dæluframleið- andanum Johnson Pump og var Olle Jonsson sölu- og markaðsstjóri Johnson Pump AB í Svíþjóð aðalfyrirlesari. Dælur ehf. hafa verið umboðsaðili fyrir Johnson Pump um árahil. Arið 1999 byggði fyrirtækið nýtt þjónustu- og tækniver á Granda- garði fyrir sjávarút- veg og iðnað, svo og fyrir sumarhús- og sumarhúsa- hverfi. Að sögn Hjalta Þorsteins- sonar fram- kvæmdastjóra Dælna ehf. á John- son Pump meira en 25 ára reynslu að baki sem dæluframleiðandi og er í fremstu röð þeirra framleiðenda sem sjá skipum og bátum fyrir dæl- um, svo sem lensidælum, dælum til að spúla þilför, salernisdælum, neysluvatnsdælum, kælivatnsdæl- um. hringrásardælum o.fl. Þá má nefna að allir stærstu framleiðend- ur báta- og skipavéla í heiminum nota kælivatnsdælur frá Johnson Pump, að sögn Hjalta. Framleiðsl- an öll tekur mið af ströngustu gæðakröfum og er unnið eftir ISO 9001 staðlinum. Fram kom í máli Olle Jonsson að dótturfyrirtæki og dreifingarað- ilar Johnson Pump sjá viðskipta- vinum sínum í yfir 40 löndum víðs Nýtt húsnæði Dælna ehf. við Grandagarð. í sögu Arngríms ábóta Brandssonar um Guðmund biskup Arason, sem mun samin um miðja 14. öld, er skemmtileg lýsing á fiskveiðum Islendinga. Þetta er talið vera raunsönn lýs- ing á því hvernig Islendingar drógu fisk úr sjó um miðbik 14. aldar en sennilega á hún einnig við um veiðar landsmanna fyrir þann tíma og síðar, allt fram á 19. öld. Þessi lýsing er örstutt en þar kemur þó fram að sú guðsgjöf, sem fiskurinn er, geri öreiga ríka og að hertur fiskur er seldur um allt land: I því kapitulo öndverðmr sögu, er greindist Islands náttúra, seg- ist, að almenningur þeirrar jarð- arfœðist með búnyt og sjádreginn fisk; en sá dráttur er svo laginn, að menn róa út á víðan sjá, og setjast þar, sem fjallasýn landsins merkir, eftir gömlum vana, að fiskurinn hafi stöðu tekið; þess háttar sjóreita kalla þeir mið; skal þá renna léttri línu út af borðveginum niður í djúpið og festa stein með neðra enda, að hann leiti grunns; þar með skal fylgja bogið járn; er menn kalla öngul, og þar á skal vera agnið til blekkingarflskinum, og þann tíma sem hann leitar sér matfanga, og yfir gín beituna, grefur oddhvasst og uppreitt járnið hans kjaft, síðan fiskimaðurinn kennir hans viðkomu og kippir að sér vaðinum, dregur hann svo að borði og upp í skip; er þessi fjárafli svo guðgefinn, að hans tilferð er ei greiðari en nú var greind, og þó allt eins verður svo mikið megn þessarar orku, að ör- eigar verða fullríkir; má og öll landsbyggðin sízt missa þessarar gjafar, því að þurr sjófiskur kaup- ist og dreifist um öll héruð. Heimild: Saga Reykjavík 1989. íslands IV, Krókaveiðar nútímans hafa tekið töluverðum breytingum í tímans rás þótt segja megi að athöfnin sé í eðli sínu sú sama. (Mynd Fiskifréttir: Heiðar Marteinsson) vegar um heiminn fyrir vörum og þjónustu. FRETTIR Auglýsingar 515 5558 Áskrift 515 5555 DANÍELS suppur

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.