Fiskifréttir - 08.06.2001, Blaðsíða 41
FISKIFRETTIR 8. júní 2001
41
i
og þegar fregnir bárust um það að
sumir togararnir væru að fá góðan
afla á Halamiðum ákvað Jónas að
halda þangað þegar í stað. Komið
var fram undir kvöld þegar Ceresio
bættist í hópinn sem var á Halanum
og þegar togarinn var að koma
þangað veitti Jónas því athygli að
skýjafarið var mjög sérstætt. Virtist
draga upp bakka í norðaustri og brá
grænni slikju á skýin en milli þeirri
voru sérkennilega dökkbláar eyður.
Þótti Jónasi líklegt að þetta vissi á
mikil veðrabrigði og kann sú til-
fmning hans að hafa ráðið því að
hann ákvað að hætta veiðum og
halda í landvar strax og veður tók
að harðna. Bað hann skipverja sína
að ganga sérstaklega vel frá öllu á
þilfari því búast mætti við hinu
versta.
Þegar Ceresio hafði verið siglt
um 12 mílur áleiðis til lands var ó-
veðrið og særótið orðið slíkt að
ekki var lengur unnt að halda ferð-
inni áfram. Þótti Jónasi líka sýnt að
þótt skipið næði til lands gæti orð-
ið mjög erfitt og hættulegt að taka
einhvern fjörðinn vegna dimmviðr-
isins og hafrótsins. Lét hann því
snúa skipinu upp í veður og sjó.
Þegar leið að kvöldi var veður-
hæðin orðin svo óskapleg að lengst
af var skipið keyrt á fullri ferð upp
í til þess að því slægi ekki undan.
Akvað vélstjórinn að allir véla-
mennirnir væru á vakt meðan ó-
veðrið væri í ham til þess að alltaf
væri hægt að halda uppi hámarks-
gufuþrýstingi. Þegar vaktaskipti
voru um kvöldið urðu menn að
sæta lagi til þess að komast úr lúk-
arnurn upp í brúna og nánast að
handlesa sig eftir kaðli sem
strengdur hafði verið á milli.
Skriðu mennirnir fremur en gengu
þessa stuttu leið.
Þótt mikið gengi á og ís byrjaði
að hlaðast á skipið voru loftskeyta-
tækin í lagi fram eftir kvöldi. Loft-
skeytamaðurinn, Sigurður Björns-
son, hafði samband við starfsfélaga
sína á öðrum togurum á svæðinu
og þó einkum við Magnús Jónsson,
loftskeytamann á Hellyertogaran-
um Fieldmarshall Robertson. Voru
þeir Sigurður og Magnús góðir
vinir. Sigurður hafði starfað áður
sem loftskeytamaður á Leifi
heppna en réð sig síðan til Helleyr-
útgerðarinnar og átti að vera á
Fieldmarshall Robertson. Magnús
hafði hins vegar komið til hans og
spurt hvort honum væri ekki sama
þótt hann fengi þá stöðu og Sigurð-
ur færi á Ceresio og hafði það orð-
ið að ráði. Þeir félagar morsuðu
skeyti sín á milli um kvöldið eða
þangað til að vakt þeirra lauk. Ekki
reyndu þeir hins vegar að hafa
samband við þriðja Hellyertogar-
ann, sem þarna var, Earl Haig,
enda slíkt þýðingarlaust. Þeir vissu
að loftskeytamaðurinn sem ráðinn
hafði verið á hann hafði verið svo
sjóveikur og unað sér svo illa um
borð að skipið hafði tekið á sig ferð
til lands með hann og enginn kom-
ið í stað hans.
Lýstu á kompásinn
með kertum
Um kvöldið tók ís að hlaðast á
Ceresio og skapaðist af því mikil
hætta. Hver sletta sem kom inn á
skipið breyttist á svipstundu í
ísklump og ekki leið á löngu uns
brúin var eins og ísjaki á að líta og
loftnetin slitnuðu niður. Fóru loft-
netsvírarnir í skrúfuna en ekki varð
af því skaði. Jafnframt varð skipið
óstöðugra og lá lengur í. Um
kvöldið fékk skipið á sig brotsjó er
olli töluverðum skemmdum og
varð það þá rafmagnslaust. Urðu
mennirnir sem voru í brúnni að
nota kerti til þess að lýsa á
kompásinn. Var það raunar ófögur
sjón sem blasti við þegar hann var
skoðaður. Nálin stóð beint niður og
sveiflaðist þar til og frá eins og
pendúll í klukku.
Síðdegis á sunnudegi taldi Jónas
að veður væri gengið það mikið
niður að unnt væri að hefja sigl-
ingu til lands. Tókst þá að snúa
skipinu en skömmu eftir að lagt var
af stað fékk það á sig brotsjó er
lagði það á hliðina. ísinn á möstr-
Nálin á kompásinum
stóð beint niöur og
sveiflaðist til og frá
eins og pendúll í
klukku.
um og á yfirbyggingunni gerði það
að verkum að mikil hætta skapaðist
og langan tíma tók að rétta skipið.
Var það sannarlega lán í óláni að
ekki kastaðist til í lestunum við á-
fallið. Ekki gerðu menn sér grein
fyrir því hvar skipið var statt, en
Jónas taldi sennilegt að það væri á
svokölluðu Miðsvæði og því væri
skemmst til ísafjarðar. Þegar land-
sýn fékkst loksins kom hún veru-
lega á óvart þar sem hún var af
Blakknum við Patreksfjörð. Akvað
Jónas að halda inn á Dýrafjörð þar
sem hann vissi að góð vélsmiðja
var þar og gekk siglingin þangað á-
fallalaust. Hins vegar brá heima-
mönnum í brún þegar skipið kom
inn fjörðinn því engu var líkara en
þar væri stór ísjaki á ferð. Eftir að
komið var til hafnar tókst fljótlega
að koma loftskeytabúnaðinum upp
að nýju og ná sambandi við útgerð-
ina. Nokkru síðar barst skeyti frá
Reykjavík þar sem beðið var um að
Ceresio tæki að sér skeytasending-
ar milli höfuðborgarinnar og Vest-
fjarða meðan verið væri að koma
símasambandi á að nýju. Annaðist
Sigurður Björnsson þær skeyta-
sendingar en fljótlega kom þó að
því að skeyti barst frá Hellyerút-
gerðinni þess efnis að Ceresio ætti
að fara til Patreksfjarðar og taka
þar Earl Haig í tog þar sem hann
hefði orðið fyrir svo miklum
skemmdum í óveðrinu að hann
kæmist ekki af sjálfsdáðum til
Hafnarfjarðar.
Earl Haig varð fyrir
mörgum stóráföllum
Earl Haig kom á Halamið um
svipað leyti og óveðrið skall á.
Skipstjóri á togaranum var Nikulás
Kr. Jónsson og var þetta fyrsta ferð
hans sem skipstjóra og einnig
fyrsta veiðiferð þessa togara við ís-
land. Hafði hann farið út frá Hafn-
arfirði 26. janúar og verið að veið-
um út af Sléttunesi og á ýmsum
slóðum út af Vestfjörðum. Fékk
skipið reytingsafla en að morgni 7.
febrúar ákvað Nikulás að halda á
Halamið þar sem aflafregnir bárust
þaðan. Þegar togarinn kom þangað
var veður orðið afleitt og fór
harðnandi. Sneri Nikulás skipinu
upp í og gaf skipun um að ganga
vel frá öllu á þilfarinu og taka
fiskikassann niður. Var því verki
lokið þegar óveðrið skall á af slík-
um ofsa að mönnum þótti það
næstum ótrúlegt. Var ekkert hægt
að gera annað en að reyna að hafa
stjórn á skipinu og verja það áföll-
um en slíkt var þó hægara sagt en
gert vegna sortans og ísingarinnar
sem tók að setjast á yfirbygginguna
og byrgði sýn.
Um klukkan ellefu um kvöldið
fékk Earl Haig á sig gríðarmikinn
brotsjó. Ekki sáu menn hann rísa
og vissu ekki fyrri til en hann skall
á yfirbyggingunni með heljarafli
og lagði skipið að mestu á hliðina.
Allar rúðurnar í brúnni brotnuðu
og hún hálffylltist af sjó.
Nú var úr vöndu að ráða. Þar
sem skipið rétti sig ekki var ljóst að
kastast hafði til í lestunum og að
þar þyrfti að taka til hendinni. Aft-
ur í voru hins vegar aðeins þeir sem
stjórnuðu skipinu og engin leið
fyrir mennina sem voru í lúkarnum
að komast þaðan. Nikulás bað
Kristin Magnússon, 1. stýrimann,
að freista þess að fara niður í lest
og kanna hvernig þar væri umhorfs
og tókst honum að komast þangað,
ásamt tveimur hásetum sem verið
höfðu í borðsalnum og ekki komist
fram í lúkar. Hófust þremenning-
arnir þegar handa við að kasta til
fiski og moka salti til í lestinni og
bar erfiði þeirra fljótlega þann ár-
angur að slagsíðan tók að minnka.
Voru þeir að alla nóttina þar sem
skipið fékk öðru hverju á sig sjó
sem kastaði því til og sótti þá í
sama horfíð aftur.
Vist mannanna í brúnni var held-
ur nöturleg þar sem þar var ekkert
skjól að hafa eftir að rúðurnar
brotnuðu og grimmdarfrost var á.
Hlóðst stöðugt ís á togarann sem
gerði hann mjög þungan í sjónum
og raskaði jafnvægi hans. Þó varð
Earl Haig ekki fyrir stóráfalli aftur
fyrr en um nónbil á sunnudeginum.
Þá sáu mennirnir í brúnni fjallháan
brotsjó hvolfast að skipinu. Tókst
Nikulási að slá vélsímann á stans
og kasta sér niður í brúnni í þann
mund sem sjórinn skall bakborðs-
megin á skipinu. Brotsjórinn bók-
staflega tætti efri hlutann af stýris-
húsinu og lagði skipið svo á hliðina
að möstrin voru í sjó. Þegar hann
var genginn yfir hringdi Nikulás á
fulla ferð, en fékk ekkert svar úr
vélarrúminu við þeirri hringingu
sinni. Brá hann þá við og fór ofan í
vélarrúmið en þegar þangað kom
var þar enginn maður. Vélstjórarn-
ir, sem voru breskir, höfðu gjör-
samlega misst móðinn og reynt að
koma sér upp. Skipaði Nikulás
þeim að fara á sinn stað og koma
vélinni í gang. Um leið og hún
byrjaði að vinna mjakaðist skipið
upp í og tók að rétta sig. Hins veg-
ar kom fljótt í ljós að stýrið virkaði
ekki og fór skipið í hringi. Var því
slegið á stans og látið reka.
Rétt í þann mund sem brotsjór-
inn skall yfir skipið hafði einn af
hásetunum sem var í lúkarnum ætl-
að að freista þess að komast aftur í.
Stóð hann undir hvalbaknum og sá
er sjórinn reis. Gat hann forðað sér
í lúkarinn og skellt aftur hurðinni.
Þegar ósköpin voru yfirstaðin og
mennirnir gátu séð aftur á stjórn-
pallinn brá þeim heldur en ekki í
brún og datt ekki annað í hug en að
þeir sem þar voru hefðu farið fyrir
borð. Fljótlega sáu þeir þó til
manna í brúnni og fundu að reynt
var að stjórna skipinu.
Notuðu trollhlera
til að stýra
Fram til þess tíma að Earl Haig
varð fyrir seinna stóráfallinu höfðu
JABSCO
Urr,boðsaðin
á islandi
Vélar&Tæki ehf.
Tryggvagötu 18,101 Reykjavík
Símar: 552 1286 / 552 1460
Fax: 5623437
Netfang: v&t@vortex.is
T8L HAMINQJP MEÐ NÝJA 8TQ ÍSNERFIÍf
ÁHÖFN OG ÚTGERD ROC AMADOUR - EINS STÆRSTA ÍSFISKTOGARA FÆREYINGA
Eigendur og áhöfn ROC AMADOUR völdu nýtt og fullkomið “MULTI-ICE” fjölískerfi frá STG ÍSVÉLUM til
kælingar og ísunar á öllu hráefni um borð. ískerfið var afhent í maí s.l. og framleiðir samtímis þykkan og
þunnan mjúkís úr sjó sem tryggir hámarks hagkvæmni, stóraukinn kælihraða og aukin gæði á hráefni.
Þykkur og þunnur mjúkís samtímis !
Hámarks hagkvæmni - Hraðari kæling
LSV LEL/vL^
STG ÍSVÉLAR ® 587 6005 www.stg.is