Fiskifréttir - 08.06.2001, Blaðsíða 15
FISKIFRETTIR 8. júní 2001
15
Nýjungar
3X-StáI hf. á ísafirói:
Ný vörulína fyrir
karameöhöndlun
Vélbúnaðarframleiðandinn 3X-Stál á
Isafirði hefur þróað og markaðssett nýja
vörulínu fyrir karamcðhöndlun í sjávar-
útvegsfyrirtækjum. Um er að ræða nýja
útfærslu á karamagasíninu svokallaða,
sem sett var upp í Hraðfrystihúsinu -
Gunnvöru hf. í Hnífsdal á síðasta ári.
Fyrsta karamagasínið af nýju gerðinni
var þróað í samvinnu við Utgerðarfélag
Akureyringa en hönnun og framleiðsla
var þó alfarið í höndum 3X-Stáls.
Kerfið, sem sett var upp hjá ÚA í febrúar
sl„ samanstendur af karamagasíni, kara-
lyftu, ísskilju, innmötunarlínu fyrir hausara,
karaflutningsbandi, pallalyftu fyrir tóm kör
og innmötun inn á karaþvottavél. Kara-
magasínið, sem tekur allt að fimm kör á
hæðina í einu, matar karalyftuna á einu kari
úr stæðunni í einu og lyftan hvolfir úr karinu
á færiband. Færibandið flytur fiskinn síðan
inn á ísskiljuna þar sem ísinn er skilinn frá.
Innmötunarlínan sér til þess að mennirnir
sem starfa við hausarana fá fiskinn til sín
jafnt og þétt og ekkert bil myndist í flæði
hráefnisins. Innmötunarlínan er tengd við
karamagasínið sem sér til þess að aldrei
vanti fisk inn í kerfið. Þegar körin hafa verið
tæmd fara þau með karaflutningsbandi þvert
yfir vinnslusalinn. Þetta flutningsband ligg-
ur uppi við loft þannig að lyftari geti ekið
undir það. Pallalyftan sér svo um að mata
karaþvottavélina á tómu körunum.
„Þetta kerfi er sjálfvirkt að öllu leyti, allt
frá því að karastæða er sett í magasínið og
þangað til körin eru tilbúin til notkunar aft-
ur. Mannshöndin kemur þar hvergi nærri,“
segir Jón Páll Hreinsson markaðsstjóri 3X-
Stáli.
„Þótt markaðssetning á kerfinu sé
skammt á veg komin hefur þessi búnaður
þegar spurst út í atvinnugreininni og hafa
tvö minni kerfi nú þegar verið aflient, annað
til rækjuvinnslu í Kanada nú í vor og hitt til
saltfiskvinnslu Kambs hf. á Flateyri nú í
maímánuði, en hægt er að sníða kerfið að
mOLÍlK
337
|SlL—- Ví Ú A fi 40M
,. § Ú A P 3980
::JÍÍæ -
p líjj i ÚA
1 3461
Nýja karakerfið sem sett hefur verið upp hjá ÚA á Akureyri.
þörfum hvers og eins. Við erum þess full-
vissir að mörg fleiri sjávarútvegsfyrirtæki
muni taka þessa tækni í notkun á næstunni.
Þetta snýst ekki bara urn aukna sjálfvirkni
heldur líka öryggi í hráefnisinnmötun. I ís-
lenskum fiskvinnsluhúsum eru víðast hvar
dýrar vinnslulínur og því brýnt að tryggja
hámarksafköst og bestu nýtingu fjármagns-
ins. Við leggjum mikið upp úr því að vera í
nánu tengslum við íslenska fiskframleiðend-
ur í þróunarvinnu okkar og þetta verkefni
hefði t.d. orðið erfitt í framkvæmd án mikils
og góðs samstarfs við Hraðfrystihúsið-
Gunnvöru og Útgerðarfélag Akureyringa."
75
Æ YEARS
Sérhver sjóvél
frá Cat®byggir
á 75 ára reynslu
Laugavegur I70 • sími: 5 90 510 0 • netfang: hekla@ hekla.is
m
HEKLA
-íforystu á nýrri öld!