Fiskifréttir


Fiskifréttir - 08.06.2001, Blaðsíða 36

Fiskifréttir - 08.06.2001, Blaðsíða 36
36 FISKIFRETTIR 8. júní 2001 Halaveðrið Skipin sýndust í lögum, hvert upp af öðru Loftskeytastöðin á Mel- unum. Hún gegndi mik- ilvægu hlutverki og annaðist samskipti við togarana. Nýju togararnir þóttu stórir og öflugir Togarinn Glaður. Varð fyrir miklu áfalli á Halamiðum um jóla- leytið 1924. Það varð til þess að vekja umræður um sjóhæfni togaranna, en menn höfðu haft þá trú að slíkar “hafborg- ir” gætu ekki farist á rúmsjó. áfram veiðum þar til við vorum al- veg orðnir í vandræðum með lifur og salt næstum því búið. Fórum við þá til Dýrafjarðar og létum í land 40-50 tunnur af lifur og tókum dálítið salt. Var svo haldið út aftur og byrjað á líkum stað. Nokkru síðar fór Skallagrímur heim, hann losaði ekki lifur fyrir vestan. Afli var líkur, þó meiri ufsi. Eftir þrjá daga var haldið heim, var þá saltið búið og lifrarföt öll full.” Fiskisaga nafnanna Guðmundar Guðmundssonar og Guðmundar Jónssonar var fljót að fljúga og ekki leið á löngu uns mikill meiri- hluti íslenska togaraflotans var kominn á hin nýfundnu mið og héldu skipin sig þar meira eða minna næstu árin, einkum yfír vetr- artímann. Fljótlega komu einnig togarar frá öðrum þjóðum til sög- unnar og voru það einkum Þjóð- verjar sem sóttu á miðin og sóttust þeir einkum eftir karfanum, sem nóg virtist vera af. Voru þess dæmi að togarar fengju um eða yfir 200 tonn af karfa á sólarhring sem þótti geysimikið. Islendingarnir sóttust hins vegar fremur eftir þorski og voru fljótir að finna að ekki var sama hvernig staðið var að veiðun- um á svæðinu. Mesti aflinn var í hallanum niður í dýpið á Halanum og þótt erfiðlega gengi í fyrstu að veiða þar voru menn fljótir að komast upp á lagið. Smátt og smátt fóru vörpurnar að slétta botninn og eftir það minnkaði veiðarfæratjónið þótt alltaf lentu menn í því öðru hverju að fá slæmar festur og hífa trollin upp í tætlum. Var þetta helsti tálmi veiðanna, ásamt því að veður urðu oft ótrúlega válynd á þessum slóð- um og það jafnvel svo að reyndir sjómenn, sem ýmsa hildi höfðu háð, töldu sig ekki hafa kynnst öðru eins. Ekki hægt að lýsa veðurfari og sjólagi I grein þeirri eftir Guðmund Jónsson sem áður hefur verið vitn- að í fjallar hann nokkuð um veður- farið á Halanum og segir þar m.a.: „Líklega er aðalástæðan fyrir þessum alþekktu hrakviðrum á Halanum sú hve skammt er út í kalda strauminn og ísinn. Eins og að framan var sagt, að út á Hala- homið væru 50-60 mílur frá landi, þá eru yftr til Grænlands ekki nema 120 mílur, eða um 12 tíma ferð á togara. Þessi spölur er að mestu leyti fullur af ísreki og köldum straumi (Pólstraumurinn), ca. 0 gráðu heitum. Þegar svo heiti straumurinn, sem áður var nefndur, mætir þessu kuldaríki, og þegar Togarinn Egill Skalla- grímsson. Var fyrsti tog- arinn sem fékk loft- skeytatæki. A myndinni má glögglega sjá hvernig loftskeytastöngunum var komið fyrir sem fram- lengingu á möstrunum. Egill Skallagrímsson var mjög hætt kominn í Halaveðrinu en eftir þrotlausa baráttu upp á líf og dauða tókst áhöfn- inni að bjarga sér og skipinu. veðurskilyrði eru ill, verður úr því stundum sá óhemju ofsi, sem ekki er hægt að lýsa, og ólíkt því sem gjörist á öðrum slóðum, þótt rok sé kallað. Vegna straumsins ýfist sjór- inn í há og kröpp brot. Hér er átt við austan eða norðaustan veður, sem eru verst. Þessi veður geta komið allt í einu og er það því mesta hættan. Oft er svo háttað, að það virðist blíðuveður að sjá til lands, en út af Halanum hefir verið að myndast skýjabakki, sem hækk- ar og nálgast, að því er virðist, hægt og hægt. Venjulegast er slétt- ur sjór á undan svona áhlaupum og veiði góð, ef til vill talsverður fisk- ur á dekki, sem ekki hefir unnist tími til að koma niður, þegar þoku- bakkinn er að komast heim undir veiðiskipin. Hvað skeður þá? Frá 1-2 vindstigum eru komin 10 vind- stig eða meir, með svarta byl, á svo sem 20-30 mínútum. Báran rís að sama skapi. Og á þessum augna- blikum reynir mest á kjark og þol sjómannanna. Enginn vill missa fenginn afla og verður að gera sem hægt er, til að bjarga veiðinni og koma henni niður í skipið áður en ekki er stætt og öllu skolar fyrir borð, sem laust er á þilfari. Skip- stjóri hagar stjórninni á skipinu svo að það verjist sem best áföllum. Einnig varar hann við, ef óvenju stór brot koma, sem líkleg eru til að æða yfir skipið, svo menn hafi tíma til að komast í öruggt skjól á með- an ólagið ríður yfir. Allir gera sem þeir geta, að ljúka þessu sem fyrst. Og oft má sjá snör og falleg hand- tök hjá mörgum manninum. Aldrei verður vart við hræðslu eða veilu hjá neinum, hvernig sem ofsinn æðir, og allir sjá að ekki munar nema hársbreidd milli lífs og dauða.” En Guðmundur getur þess einnig að Halinn hafi á sér aðra, betri og fallegri hlið. „Jafnvel á miðvetrum er hreinasti gróðrarúði algengur, jafnvel þó talsvert frost sé í landi, og getur staðið í nokkra daga svo. Þá er sjóinn 8 stiga heit- ur og 4-5 stiga hiti í lofti. Stundum kemur fyrir, þegar kyrrð er í lofti og á legi, um vetur, og kannski ör- Nýju togararnir voru miklu stærri og öfl- ugri skip en þeir gömlu. Ekki voru þó allir á einu máli um aö sjóhæfni þeirra væri meiri. Kominn var bátapallur og yf- irbyggingin var fyrir- feröarmeiri sem kom sér ekki vel þegar skipin fengu á sig ísingu. lítið frost, að þá myndast ísskán ofan á sjóinn, og er engu líkara en að skipið fljóti í mjólk, og mælist þá frost í yfirborði sjávar, en getur verið talsvert hlýr er neðar dregur. Þokur eru mjög tíðar, og geta stað- ið lengi, en eru breytilegar. Oft hagar svo, að það er þessi „glugga- þoka”, sem við sjómenn köllum, sést langt á milli, en syrtir aftur á víxl. Stundum er hún svo lág að masturstopparnir ná upp í hana, eins kemur það oft fyrir, að þoku- slæða liggur þétt með sjónum, þannig að skipsskrokkurinn sést ekki, en möstrin og toppurinn af reykháfnum sjást vel. A vorin og sumrin, þegar góð er veðrátta, ber mjög mikið á hillingum, svo að skipin afmyndast einkennilega, jafnvel þótt þau séu ekki langt frá. Þau geta tekið á sig, til dæmis þá lögun, að sýnast 3-4 skip hvert upp af öðru, og eru þá möstrin að sjá afar há. Hinsvegar geta þau líka sýnst sem löng strik, og mótar þá ekkert fyrir möstrum eða öðrum mishæðum. Einnig hef ég stundum séð þarna skip á ferð, sem voru, að því er virtist, talsvert fyrir ofan sjó- inn. Svo er að lýsa birtunni á sumrin, þegar bjart er allan sólarhringinn. Það er enginn hægðarleikur. Mið- næturbirtan er þarna sá dýrðar- ljómi sem ómögulegt er að lýsa með orðurn og engan á sinn líka. Miðnæturbirtan fyrir Norðurlandi á sumrin er svipuð, en jafnast samt engan veginn á við hana, vegna litabrigðanna, sem sennilega stafa af og endurspeglast frá ísbreiðun- um, sem alltaf sveima í námunda við Halann.” Sjálf Halamiðin tóku ekki yfir stórt svæði og var því oft þröng á þingi þar og aðgæslu þörf, bæði þegar verið var að toga og eins þegar veður stærði. Svo sem fram hefur komið var þarna Ifka oft þokusamt og einnig gerðist það oft að hafísjakar voru þar á sveimi og enn fremur var svo mikill straumur sem taka þurfti með í reikninginn þegar verið var að toga. Fyrst eftir að veiðarnar þarna hófust þurftu menn einnig að berjast við mjög erfiðan botn en eins og áður hefur komið fram sléttuðu vörpurnar hann smátt og smátt. Skipstjórar togaranna höfðu því ærinn starfa þegar veitt var á Halamiðum, en þeir kipptu sér ekki upp við erfið- leikana. Aflinn var það sem skipti máli og oftar en ekki var hann mjög góður. Stundum var reyndar of mikið af því sem kallað var rusl í aflanum, þ.e. stór karft og grá- lúða, og oft fengu menn líka tor- kennilega fiska í vörpuna. Kom sér þá vel að hafa nýútkomna bók eftir Bjarna Sæmundsson fiskifræðing, „Fiskana”, með í farteskinu en þar var að finna góða lýsingu og nöfn á mörgum kynjafiskum. Mikil breyting varð á togaraút- gerðinni á Islandi kringum 1920. Eftir velgengni sem stóð fram á miðjan annan áratuginn hallaði skyndilega undan fæti og þá voru flestir gömlu togararnir seldir úr landi. Eftir fyrri heimsstyrjöldina bjarmaði hins vegar aftur fyrir nýj- um tíma og þá festu Islendingar kaup á mörgum nýjum eða nýleg- um togurum. Þessi skip voru til muna stærri en hin eldri og voru talin hæfa betur til þeirra út- hafsveiða sem togveiðamar voru. Byggingarlag nýju togaranna var töluvert öðruvísi en hinna gömlu. Yfirbygging þeirra var miklu meiri þar sem kominn var borðsalur fyrir aftan vélareisnina og einnig voru þessi skip með sérstöku bátaþilfari og tveimur stórum björgunarbát- um. Gömlu togaramir höfðu hins vegar aðeins verið með fyrirferðar- litla yftrbyggingu og aðeins einn björgunarbát. Ekki voru þó allir á einu máli um hvort nýju togararnir væru betri sjóskip en þeir gömlu. Bent var á að stóru yfirbyggingarn- ar tækju mikið á sig og breyttu þyngdarpunkti skipsins, ekki síst eftir að farið var að koma loft- skeytaklefum fyrir ofan á eldhús- unum. Það gaf líka augaleið að mikil yfirbygging og fyrirferðar- miklir björgunarbátar tóku á sig miklu meiri ísingu en þekkst hafði á gömlu togurunum. En á móti kom svo að nýju togaramir voru miklu stærri skip og höfðu öflugri og betri vélar. Árið 1920 komu einnig mikils- verð öryggistæki til sögunnar. Það voru loftskeytatækin. Fyrsta loft- skeytastöðin sem sett var í íslensk- an togara kom um borð í Egil Skallagrímsson en síðan voru slík tæki sett í hvern togarann af öðr- um. Þau gerðu mönnum mögulegt að hafa samband við land og einnig sín á milli. Loftskeytastöðvamar voru töluvert fyrirferðarmiklar neistastöðvar og á öllu valt í notk- un þeirra að loftnetsbúnaðurinn væri góður. Til þess að auka lang- drægni þeirra var því gripið til þess ráðs að koma fyrir háum loft- Loftskeytatækin juku öryggið

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.