Fiskifréttir - 08.06.2001, Blaðsíða 42
42
FISKIFRETTIR 8. júní 2001
Halaveðrið
mennirnir í brúnni getað farið nið-
ur í skipstjóraklefann til þess að
hlýja sér en nú var því ekki til að
dreifa lengur. Klefinn hafði fyllst
af sjó og þótt mönnum tækist að
hreinsa úr niðurfallinu í honum og
láta sjóinn streyma niður í kola-
boxin var þar ekkert heillegt nema
blikkkassi sem lóðaður var aftur. I
honum voru neyðarflugeldar sem
áttu síðar eftir að koma að góðu
gagni.
Báðir björgunarbátarnir höfðu
færst úr stað og laskast við áfallið.
Þeir voru auk þess orðnir hálffullir
af ís og þyngdu skipið. Var ætlunin
að reyna að losa þá og láta þá fara
í sjóinn, en vegna þess hve velting-
urinn var mikill á skipinu og báta-
þilfarið flughált tókst það ekki.
Þegar veður tók að ganga niður á
sunnudagskvöldið gafst færi á að at-
huga skemmdimar á stýrinu. Kom
þá í ljós að þær voru svo miklar að
ekki var möguleiki á lagfæringu.
Eftir að mennirnir komust úr lúk-
amum og aftur í var reynt að setja
trollhlera út stjórnborðsmegin til
þess að vega á móti stýrinu og tókst
þannig að ná nokkurri stjóm á tog-
aranum, þótt alltaf stýrði hann tölu-
vert á bakborða. Þannig gekk fram á
mánudagsnótt. Skipið var keyrt á
hægri ferð og reynt að nálgast land.
Um klukkan fjögur sáu skipverjarn-
ir ljós fram undan og var þá gripið
til neyðarflugeldanna í blikkkassan-
um. Reyndust þeir óskemmdir og
áður en langt um leið sáu mennirnir
á Earl Haig togara nálgast þá.
Reyndist þetta vera breski togarinn
St. Brelade frá Hull. Lét Nikulás þá
kalla til enska stýrimanninn á Earl
Haig, sem ekkert hafði komið upp
meðan á ósköpunum stóð, og lét
hann senda morsskeyti til togarans
og biðja um hjálp.
I birtingu um morguninn tókst
að koma vírum milli skipanna og
breski togarinn lagði síðan af stað
með Earl Haig í togi. Þegar hér var
komið sögu taldi Nikulás líklegt að
skipin væru úti af miðjum Breiða-
firði og óskaði eftir því við Bretann
að hann héldi til Reykjavíkur.
Skipstjóri breska togarans taldi þá
vera miklu norðar og að stysta leið-
in væri til Isafjarðar. Undir kvöld
fékkst loksins landsýn og reyndist
Nikulás hafa haft rétt fyrir sér. Á-
kváðu Bretarnir þá að draga Earl
Haig inn til Patreksfjarðar. Á leið-
inni þangað lentu skipin í hættu þar
sem breski togarinn fór svo grunnt
fyrir Blakkinn að Earl Haig var
mjög nærri brimrótinu við strönd-
ina. Hefði ekki þurft að spyrja að
leikslokum ef dráttarvírinn hefði
slitnað.
Það var ekki fyrr en komið var
til hafnar á Patreksfirði sem áhöfn-
inni á Earl Haig gafst færi á að
nærast og hvílast. Þarf ekki að
leiða að því getum að mennirnir
hafi verið orðnir þrekaðir og úr-
vinda, enda höfðu sumir þeirra
staðið allan tímann frá því að ó-
veðrið skall á og uns komið var til
hafnar. Fyrsta hugsunin eftir að
komið var í höfn var þó að láta vita
af sér og tókst að koma skilaboðum
til Ceserio sem síðan sendi þau á-
fram:
„Komum inn til Patreksfjarðar
með bilað stýri og brotinn stjórn-
pall. Öllum skipsmönnum líður
vel. Kær kveðja til ættingja og
vina. Skipverjar á Earl Haig.”
Tryggvi gamli varð fyrir
miklum skemmdum
Alliance togarinn Tryggvi gamli
hafði haldið af stað í veiðitúr frá
Reykjavík 30. janúar. Guðmundur
Markússon skipstjóri var lasinn og
ákvað að taka sér frí þennan túr og
var Þorvaldur Eyjólfsson, gamal-
reyndur skipstjóri, fenginn í hans
stað. Ákvað hann að halda vestur
fyrir land og var búinn að reyna
fyrir sér á nokkrum stöðum þegar
fregnir bárust af sæmilegu frskiríi á
Halanum. Ákvað hann því að halda
þangað.
Föstudaginn 6. febrúar var
---------------------------------------------------------------------1
Hellyertogarinn Earl Haig kom á Halamið þegar óveðrið var að
skella á. Skipið fékk tvívegis á sig brotsjó er lagði það á hliðina. I
seinna skiptið tætti sjórinn líka í sundur efri hluta stýrishússins.
Tryggvi gamli. Var lagður af stað í landvar þegar óveðrið brast á en
varð samt fyrir stóráföllum.
Gulltoppur. Lá lengi á hliðinni
með möstur í sjó en skipverjum
tókst að moka og kasta til í lest-
unum og rétta skipið.
Tryggvi gamli búinn að vera tæpa
viku á Halanum og hafði fengið
reytingsafla. Þurfti þá að halda til
lands og taka vatn og á leiðinni út
var vörpunni kastað út af Kópanesi,
en þar var lítinn afla að hafa. Var
því aftur haldið á Halann og komið
þangað um kvöldið. Þá var veður
heldur slæmt og farið að snjóa.
Ekki var þó beðið boðanna og
vörpunni kastað. Lítill afli fékkst
um nóttina og þegar veður tók að
versna á laugardagsmorgun ákvað
Þorvaldur að gera sjóklárt. Sagði
honum hugur um að von væri á
hinu versta veðri og því væri betra
að halda að landi. Eftir að búið var
að gera sjóklárt var Tryggva gamla
snúið og sett á hæga ferð. Þegar
hann lagði af stað voru flestir tog-
ararnir enn að veiðum.
Tryggvi gamli var búinn að vera
að lóna á leiðinni að landi í um
fjórar klukkustundir þegar óveðrið
brast á fyrir alvöru og ekki var
hægt að halda áfram. Þorvaldur á-
kvað að snúa skipinu upp í en slík-
ur var veðurofsinn að það tókst
ekki fyrr en sett hafði verið á fulla
ferð. Eftir það varði togarinn sig
vel og það þótt mikill ís færi að
hlaðast á hann.
Ekkert bar til tíðinda fyrr en um
klukkan níu um kvöldið. Þá fékk
Tryggvi gamli á sig brotsjó er kom
á stjórnborðshlið hans. Kastaði
brotið skipinu á hliðinaog braut
fiskikassann á þilfarinu og hreif
hann fyrir borð. Auk þess lonsuðu
lifrartunnurnar sem skorðaðar
höfðu verið rækilega á þilfarinuog
fóru flestar þeirra fyrir borð.
Björgunarbáturinn stjórnborðs-
megin kastaðist til og inn á bátaþil-
farið þar sem hann brotnaði mikið
og fleiri skemmdir urðu á skipinu.
Þegar þetta gerðist voru flestir
skipverjanna staddir aftur í.
Brugðu þeir strax við, fóru niður í
lestina og hófust þar handa við að
kasta og moka til í skipinu og
reyna að rétta það. Jafnframt fóru
nokkrir skipverjanna út á bátapall-
inn í þeim tilgangi að koma bönd-
um á björgunarbátinn sem færst
hafði úr skorðum þar sem augljós
hætta var á að ef hann færi í sjóinn
gæti svo farið að vírar og kaðlar
sem honum fylgdu færu í skrúfuna.
Var það harðsótt verk þar sem þil-
farið var flughált og þar enga hand-
festu að fá. Mönnunum heppnaðist
þó ætlunarverk sitt og eftir því sem
miðaði hjá mönnunum í lestinni
tók Tryggvi gamli að rétta sig og
varð smátt og smátt nokkurn veg-
inn kjölréttur.
Laust eftir miðnætti á sunnudeg-
inum greindu mennirnir í brúnni á
Tryggva gamla allt í einu ljós fram
undan á stjórnborða og sáu brátt að
þar var togari á reki undan veðrinu.
Stefndi í árekstur milli skipanna en
Þorvaldi skipstjóra tókst að afstýra
honum á síðustu stundu. Á þeirri
stundu sem Tryggvi gamii skreið
fram hjá munu ekki hafa verið
nema nokkrir metrar á milli skip-
anna.
Skömmu síðar fékk togarinn aft-
ur á sig brotsjó sem kom bakborðs-
megin á það. Sjórinn braut flestar
rúðurnar í stýrishúsinu sem hálf-
fylltist af sjó en brugðið var við og
neglt fyrir gluggana. En eftir þetta
var heldur kaldsamt í brúnni og
vist mannanna hin nöturlegasta.
Þeir létu það samt ekki á sig fá og
einbeittu sér að því að reyna að
forða skipinu frá brotsjóum og
straumhnútum sem risu og féllu
allt í kringum það. Allan tímann
var vél skipsins keyrð á fullri ferð
og hafður aukamannskapur í kynd-
ingunni.
Upp úr nóni á sunnudegi taldi
Þorvaldur að komið væri slarkfært
ferðaveður og fóru menn þá að
reyna að reikna út hvar skipið væri
statt. Kom þeim saman um að lík-
lega væri það þvert út af Barðanum
og var stefnan til lands sett eftir
því. Upp úr miðnætti sást loks ljós
í landi og var það á vitanum á
Látrabjargi, langtum sunnar en þeir
höfðu búist við að vera. Kom í ljós
að skipið hafði hrakið um 30 sjó-
mílur undan veðrinu þótt keyrt
hefði verið upp í það á fullri ferð
allan tímann. Hélt Tryggvi gamli
síðan inn á Patreksfjörð og létu
skipverjarnir það verða sitt fyrsta
verk að koma upp bráðabirgðaloft-
neti til þess að þeir gætu látið vita
af sér. Náði Adolf Guðmundsson
fljótlega sambandi við Sverre
Smith, loftskeytamann á togaran-
um Gulltoppi, og bað hann að hafa
samband við Reykjavík og láta vita
að Tryggvi gamli væri kominn í ör-
uggt var og að ekkert amaði að
mannskapnum um borð.
Keyrt á fullu en þó
ekki haldið í horfinu
Togarinn Gulltoppur hafði kom-
ið á Halamið á miðvikudegi og var
þá þröng á þingi á bestu togslóð-
inni þannig að Jón Högnason skip-
stjóri ákvað að halda sig í vestur-
kantinum á miðunum. Þar var afl-
inn hins vegar heldur rýr og þess
vegna ekki frá miklu að hverfa.
Strax og veður tók að versna gaf
því Jón mönnum sínum skipun um
að ganga sem best frá öllu á þilfari.
Veðurfréttirnar um morguninn
gerðu ráð fyrir því að norðaustan-
rok yrði fram eftir degi en síðan
yrði vindur vestanstæðari um
kvöldið. Ætlaði Jón sér að láta
Gulltopp reka og fara svo í Víkur-
álinn þegar óveðrið gengi niður.
Þegar norðanáhlaupið skall á var
vélin sett í gang og Gulltoppi snú-
ið upp í. Varði skipið sig vel og tók
ekki mikinn sjó inn á sig. Þegar
leið á daginn fór þó mönnum að
fínnast nóg um gauraganginn og
ræddu það sín á milli að slíkum
ofsa hefðu þeir aldrei áður kynnst.
Var vélin oftast keyrð á fullri ferð
en með því töldu menn að unnt
væri að halda í horfinu.
Um tíuleytið um kvöldið fékk
Gulltoppur gríðarlegan brotsjó á
sig. Kom sjórinn bakborðsmegin á
skipið og lagði það algjörlega á
stjórnborðssíðuna. Þegar sjórinn
hafði gengið yfir hringdi Jón
Högnason á fulla ferð og lagði
stýrið hart í borð. Tók nokkra
stund að ná skipinu upp í aftur. Við
áfallið losnaði stjórnborðsbjörgun-
arbáturinn úr festingu sinni og
kastaðist inn að afturmastrinu þar
sem hann færðist til og frá eftir
hreyfíngum skipsins. Var sú hætta
fyrir hendi að ef báturinn færi fyrir
borð myndu tóg sem honum fylgdu
fara í skrúfuna og var því áríðandi
að reyna að festa bátinn. Spurði
Jón hvort menn treystu sér til þess
og gáfu Friðfinnur Kjærnested, 1.
stýrimaður, og Guðmundur Krist-
jánsson, bátsmaður, sig þegar fram
til verksins. Friðfinnur hafði verið
staddur í gangi við eldhúsið er
<
<
J
I
<
(
<
<
<
<
<
<
<
<
<
<
<
<
<
<
<