Fiskifréttir - 08.06.2001, Blaðsíða 46
46
FISKIFRETTIR 8. júní 2001
Halaveðrið
Gufukatlar frá Bretlandi
Tæringarvarnarefni fyrir
gufukatla
•X'X-X-X'X-X-X-X-X'X-X'X'X'X-X'X'X’X'X'XrX'X'X'X-X'X'X-X'X'X'J
KEMHYDRO - salan
Snorrabraut 87 • 105 Reykjavík
Sími: 551 2521 • Fax: 551 2075
flotanum, Jón forseti
frá Reykjavík, hafði
verið í viðgerð í
Reykjavík allan janú-
armánuð og var það
ekki fyrr en fimmtu-
daginn 7. febrúar sem
skipið var tilbúið til
veiða og hélt út. Skip-
stjóri á „forsetanum”
var Kolbeinn Þor-
steinsson. Var haldið í
Víkurál þar sem tekin
voru nokkur höl, en
þar var afli tregur og
því ákveðið að halda
á Halamið.
Jón forseti var
minni en flestir hinna
togaranna og töluvert
öðru vísi byggður en
þeir. Yfirbyggingin var mun minni,
í honum var ekkert bátaþilfar eða
borðsalur né heldur loftskeytaklefi,
en loftskeytatæki voru enn ekki
kominn í hann.
Norðanáhlaupið brast á áður en
Jón forseti komst alla leið á Hal-
ann. Var togarinn staddur út af Ön-
undarfirði er óveðrið brast á eins
og hendi væri veifað. Var þá ákveð-
ið að freista þess að halda sjó
þannig að styttrá væri á miðin þeg-
ar veðri slotaði.
Um miðnætti fór Kolbeinn skip-
stjóri niður í káetu sína og lagði sig
en Guðmundur Guðjónsson stýri-
maður tók við stjórn skipsins.
Hafði hann á orði við mennina sem
voru með honum í brúnni að þeir
mættu teljast heppnir
að hafa ekki verið
komnir lengra þegar
óveðrið skall á því
búast mætti við því
að það væri enn verra
þar úti og sjólag
hættulegra.
Um klukkan tvö
aðfaranótt sunnu-
dagsins fékk Jón for-
seti á sig brotsjó.
Kom hann framanvert
á skipið og gekk aftur
eftir því. Þegar sjór-
inn skall á brúnni
brotnuðu þar flestar rúður og hurð
á stýrishúsinu bókstaflega rifnaði
af í heilu lagi og hvarf og stóðu
menn í mittisdjúpum sjó í brúnni.
Björgunarbáturinn færðist úr stað
og brotnaði og allar lifrartunnurnar
tók fyrir borð. Um leið og brotið
reið yfir sló Guðmundur vélsímann
á stans en strax og skipið fór að
hreinsa sjóinn af sér gaf hann fyrir-
mæli um fulla ferð og brátt tók Jón
forseti að erfiða aftur upp í ölduna.
Við áfallið hafði hins vegar há-
glugginn á vélarreisninni brotnað
upp og töluverður sjór komist nið-
ur í gegnum hann. Tókst með mik-
illi harðfylgni að byrgja gluggann
og koma í veg fyrir að meiri sjór
kæmist niður í skipið.
Þannig leið öll nóttin og næsti
dagur. Jón forseti var keyrður, oft-
ast á fullri ferð, upp í veðrið og
dáðust skipverjarnir oftsinnis að
því hve vel hann tók sjóinn og
varði sig. Varð hann ekki fyrir frek-
ari áföllum. Þegar veðrið gekk nið-
ur á mánudeginum reyndu skip-
verjar að gera við það sem laskast
hafði við áfallið og síðan hófu þeir
veiðar. Fljótlega kom þó í ljós að
Magnús Magnússon
framkvæmdastjóri
Defensorútgerðarinnar.
Honum var falið að
stjórna leitinni að tog-
urunum tveimur.
Surprise. Lensaði á reiðanum suðvestur í haf og varð ekki fyrir stóráföllum.
Þórólfur. Var kominn út af Halasvæðinu þegar óveðrið brast á. Varð
samt fyrir áföllum og skemmdum.
Ása. Var eini togarinn sem slapp nánast óskaddaður úr hildarleiknum.
niður með gildum vír í gangi við
eldhúsið slitnaði frá og skorðaðist
svo rækilega milli eldhússins og
lunningarinnar að honum varð ekki
haggað. I káetunni rifnaði upp borð
sem boltað hafði verið niður og
þeyttist út í þil og í vélarrúminu
köstuðust allar gólfplötur til og út í
síðu.
Allt þetta voru þó smámunir
miðað við það að vantarnir á aft-
urmastrinu brotnuðu niður og
héngu eftir það niður með síðu
skipsins. Var öllum ljóst að á hverri
stundu kynnu þeir eða kaðlar og
stög frá þeim að fara í skrúfuna og
skipið þar með verða vélarvana og
stjórnlaust.
Þegar þetta gerðist voru fjórir
menn í brúnni, auk Péturs Maack,
þeir Einar Eiríksson, Jónas Björns-
son, Jón Sigurðsson og Sigurður
Pálmason. Brugðu þeir þegar við
og með mikilli harðfylgni tókst
þeim að ná inn vírum og köðlum úr
vöntunum og ganga þannig frá
þeim að ekki væri hætta á því að
þeir færu í skqifuna. Eftir það var
unnt að setja vélina aftur á ferð og
smátt og smátt þokaðist Hilmir upp
í veðrið og mesta hættan var af-
staðin. Ekki voru þó áföllin yfir-
staðin því þegar leið á daginn bil-
aði stýrið þannig að ekki var leng-
ur hægt að hafa stjórn á skipinu.
Vildi það til að þá var veður farið
að ganga niður og sjór ekki eins
mikill og áður. Gripu skipverjar til
þess ráðs að festa bobbinga í kaðla
í framgálganum og var Hilmi síðan
stýrt með þeim hætti að bobbing-
amir voru ýmist dregnir nær skip-
inu eða slakað á þeim, eftir því sem
við átti. Tókst síðan að snúa Hilmi
og var stefnan sett fyrir Snæfells-
nes. Þrátt fyrir þennan óvenjulega
stýrisbúnað gekk ferðin til Reykja-
víkur bærilega og komst Hilmir
alla leið til hafnar af sjálfsdáðum.
Gott skap og ærsli
vissu á ofviðri
Togarinn Ari var búinn að vera á
Halamiðum í nokkra sólarhringa
þegar óveðrið skall á. Við veiðarn-
ar hélt Ari sig austur við Djúpálinn
og var því á svolítið annarri slóð en
flestir hinna togaranna. Skipstjóri á
Ara í þessum túr var Guðmundur
Jóhannsson, sem leysti af Jón Jó-
hannsson sem venjulega var með
skipið, en allmargir fastamenn í á-
höfninni höfðu einnig tekið sér frí
þennan túr.
Afli Ara hafði verið heldur treg-
ur og Guðmundi skipstjóra fannst
ekki miklu frá að hverfa þegar
hann gaf um það skipun um hádeg-
isbil á laugardegi að hætta veiðum
og sjóbúa togarann. Hann var þess
fullviss að vitlaust veður væri í
vændum og hafði það m.a. til
marks að einn skipverja hans, sem
þótti óvenjulega veðurglöggur
maður, hafði leikið á als oddi um
morguninn og haft í frammi ýmsa
leiki, en slíkt var háttur hans þegar
von var á vondu veðri.
Áhöfnin á Ara gaf sér góðan
tíma við að ganga sem tryggilegast
frá öllu á þilfari og búa skipið und-
ir vont veður. Höfðu þeir nýlega
lokið þeim störfum er norðanfár-
viðrið skall á. Þá var Ara snúið upp
í og andæft gegn veðri og sjó sem
harðnaði með hverri mínútunni.
Varð að keyra skipið á fullri ferð til
þess að því slægi ekki undan. Mik-
il ísing fór fljótlega að setjast á Ara
og snemma um kvöldið slitnaði
loftskeytastöngin á frammastrinu
niður þannig að skipið varð sam-
bandslaust.
Ekki varð Ari fyrir neinum veru-
legum áföllum fyrr en seint
um kvöldið. Þá skall brot-
sjór á togaranum og kom á
hann bakborðsmegin. Braut
sjórinn allar rúður í brúnni
og fyllti stýrishúsið. Lá Ari
algjörlega á stjórnborðs-
hliðinni eftir áfallið og var
rekaldi líkastur. Þegar þetta
gerðist var Guðmundur
skipstjóri í káetu sinni en
Þórður Hjörleifsson, 1.
stýrimaður, sá um stjórn
skipsins. Þegar sjórinn var
genginn yfir og mennirnir
sem voru í brúnni gátu fótað
sig fór Þórður strax að talrörinu
sem lá niður í vélarrúm, flautaði á
fulla ferð áfram og ætlaði þannig
að reyna að ná skipinu upp í. Var ít-
rekuðum hringingum hans ekki
svarað úr vélarrúminu og óttuðust
menn að eitthvað kynni að hafa
komið fyrir vélstjórana.
Þeir höfðu vissulega kastast til
eins og aðrir á skipinu, en þó ekki
hlotið meiðsli. Hins vegar hafði
búnaður bilað við áfallið og sam-
bandslaust var milli brúar og vél-
arrúms. Kom Sigurður Einarsson-
ar, 1. vélstjóri, von bráðar upp og
greindi frá því hvernig komið
væri.
Eina ráðið til þess að rétta Ara
var að moka og kasta til í lestunum
og var ákveðið að Þórður stýrimað-
ur freistaði þess að komast fram í
lúkar og sækja þangað hásetana til
þeirra starfa. Komst hann þangað
áfallalaust og voru menn fljótir að
koma sér í stakka og hlífðarfatnað
og fylgdu honum síðan aftur í skip-
ið þar sem þeir fóru í gegnum
kyndistöðina og komust þaðan
fram í lestina. Nokkur sjór hafði
komist í hana en fljótlega tókst að
ræsa dælurnar og dæla honum í
burtu. Eftir nokkra stund gátu skip-
verjarnir merkt árangur erfiðis síns
þar sem Ari tók að rétta sig og unnt
var að setja vélina á ferð og reyna
að ná honum upp í aftur. Þá kom í
ljós að stýrið virkaði ekki.
Skemmdir á því reyndust þó vera
minniháttar og tókst að gera við
það.
Við áfallið höfðu bobbingar og
lifrartunnur losnað þótt tryggilega
hefðu verið festar. Dansaði þetta til
og frá á þilfarinu eftir veltingnum
og var hætta á að bobbingarnir yllu
skemmdum. Gripið var þá til þess
ráðs að slá botninn úr nokkrum
fullum lifrartunnum og þegar sjó
skolaði yfir þær myndaðist brák
við skipið sem lægði sjóinn og
hvort sem það var þess vegna eða
einstök heppni þá varð Ari ekki
fyrir frekari áföllum. Þegar loks
var hægt að setja stefnuna á land
var hann kominn suður á móts við
miðjan Breiðafjörð og var Látra-
bjarg fyrsta landsýnin sem skip-
verjarnir höfðu. Siglt var til Pat-
reksfjarðar þar sem skipinu var lagt
og gengið í að lagfæra það sem
skemmst hafði og úr skorðum
gengið. Fyrsta verkið var raunar að
koma upp loftneti og láta vita að
Ari væri kominn í öruggt var, bæri-
lega heill á húfi, og að engan af á-
höfninni hefði sakað.
Jón forseti varði sig vel
Elsta skipið í íslenska togara-