Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.05.1946, Side 5
Formáli.
Árið 1943 hóf Atvinnudeild háskólans að gefa út ritsafn nndir
heildarheitinu: Ri t landbúnaðardeildar.
í formála fyrir þessu fijrsta hefti ritsafnsins er gcrð grein fgrir til-
ganginum með útgáfn safnsins, fgrir viðfangsefnum, sem þar verðnr
fjallað um, svo og hver tilhögun verður á útgáfunni.
Svo sem þar segir verður ritsafnið gefið út í tveim flokkum: A og B.
1 A-flokki verða birtar bráðabirgðaskýrslur og ritgerðir nm viðfangs-
efni, sem ekki er lokið við, og áformað er að halda áfram með, en í B-
ftokki verða birtar endanlegar niðurstöður um viðfangsefni, sem tokið
er við til fulls eða komið er með í afmarkaðan áfangastað.
Rit tilhegrandi sama flokki verða auðkennd með áframhaldandi tölu-
röð frá nr. 1 og áfram.
Það gefur að skilja, að stundum getur orkað tvímælis í hvorum flokki
rit í safni þcssu eiga heima, og má segja að svo sé um rit það, er hér fer
a eftir, því að vitanlega eru ekki tæmd öll þau viðfangsefni, sem þar er
fjallað um.
Frá sjónarmiði höfundar er megintilgangur ritsins að sýna fram á,
að stunda megi kornrækt hér á landi með góðum árangri, ef beitt er
þeim ræktunaraðferðum, sem hann hefur regnt, fgrst í Regkjavík og
siðar — og einkanlega eftir að tilraunirnar hófust á Sámsstöðum,
nndir forstöðu hans. Að þessu legti verður að lita svo á, að hér sé um
cndanlegar niðurstöður að ræða og fgrir því verður þetta rit nr. 1 i
R-flokki.
Þetta útilokar vitanlega ekki, að haldið verði cifram að leita enn ör-
nggari staðfestingar á möguleikum og örgggi kronræktar hér á landi,
bæði með þvi að regna nýjar ræktunaraðferðir og ný eða önnur afbrigði
korntegunda en geri hefur verið hingað til.
Reykjavik, í ágúsl 1943.
Hau.dók PAlsson