Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.05.1946, Blaðsíða 28
22
veðurfarsgalla sumrin 1925, ’37, ’38 og ’40 og má þó vera, að bygg hefði
þroskazt þar 1938, en alls ekki hin 3 árin. Eftir þessu má gera ráð fyrir,
að korn þroskist þar sæmilega vel til jafnaðar 4 ár af hverjum 5 (82%).
Eftir meðalhitatölunni í Reykjavík 1873—4 920 má aetla, að korn
gæti náð þar þroska, ef hitinn og úrkoman hefði alltaf verið svo, sem
meðaltölur sýna. Nægir i því efni að benda á tilraunir minar þar 1923—
’26. Vart myndi þó korn hafa þroskazt þar vel 1921 og 1922, sem eru
köldustu sumrin eftir 1920. Eftir þessu ætti korn að geta þroskazt í
Reykjavík til jafnaðar 9 ár af hverjum 10 (90%).
A Eyrarbakka er hiti heldur hærri en í Reykjavík, en úrkoman
nokkru meiri og tíðari, og er tímabilið 1920—40 úrkomusamara en
eldri meðaltöl sýna, en hitamagnið er nokkru hærra. Níu sumur mvndu
liafa reynzt ágæt fyrir kornþroskun, 7 sumur í meðallagi og 2 lakleg,
Lætur því nærri, að einnig þar muni korn þroskast 9 af hverjum 10
sumrum (89%).
Á Sámsstöðum hefur kornyrkja verið rekin í 16 sumur, þó ekki séu
tilgreindar athuganir nema fyrir 13 í töflunni. Þar rignir oftar og meir
en í Reykjavík, en heldur minna en á Eyrarbakka. Eftir töflunum hefur
korn (þ. e. bygg og hafrar) þroskazt vel 11 sumur en illa í 2 sumur, eða
náð góðum þroska sem svarar 5 ár af hverjum 6 (85%). Ef miðað er
við þau 20 surnur, er kornyrkjutilraunirnar ná yfir, þá hafa 18 sumur
þroskað byg'g sæmilega og oft ágætlega, en 2 surnur illa. Verða því hlut-
föllin 9:10 (= 90 %)'.
Á Teigarhorni er hiti mun lægri en á Suðurláglendinu og, það sem
verst er, úrkoma er þar æði mikil, en þó ekki eins tíð og t. d. á Eyrar-
bakka og Sámsstöðum þá mánuðina, sem verst gegnir (júlí—september).
Eftir töflunum mætti ætla, að bygg og hafrar næðu þar ágætum þroska
5 ár, en vafasamt hvort þessar korntegundir næðu sæmilegum þroska
í öllum meðalsumrum þessa 20 ára tímabils. Aftur á móti er reynsla
fyrir því, að bæði bygg og hafrar hafa náð ágætum þroska á Hafursá
á Fljótsdalshéraði og víðar á Austurlandi, allt frá 1931. Geri ég fyllilega
ráð fyrir að minnsta kosti 6 raða bygg geti víða á Austurlandi náð góð-
um þroska í flestuin árum. Ef gert er ráð fyrir að meðalsumur (1298 C°)
jiroski sæmilega bvgg með því regnmagni, sem meðaltalið sýnir, jiá ætti
bygg að geta náð viðunandi þroska í 12 sumur og bæði bygg og hafrar
ágætum þroska í 5 sumur, en litlum þroska í 3 sumur (þ. e. 1921, ’22
og ’23). Þroskun ætti þvi að hafa orðið sem næst 6 suniur af hverjum 7
(85%). Frá 1873—1920 er þó meðalhiti og úrkomumagn þannig, að
meðalsumar jiess tímabils næði tæpast að fullþroska bygg.
Akureyri við Eyjafjörð er sennilega hlýasti staður norðan lands, og
svo sumar sveitir í S.-Þing. Það eru þurrviðrin, sem öðru fremur einkenna
sumarveðráttuna á Akureyri.
Á Norðurlandi eru og ýrnsar aðrar sveitir, sem sæmilega væru fallnar
fyrir kornrækt, einkum bygg. Má þar sérstaklega nefna Skagafjarðar-
og Austur-Húnavatnssýslu, og er þetta að sjálfsögðu lmndið við veður-