Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.05.1946, Blaðsíða 31
25
Framanritað yfirlit, um hitann í mismunandi jarðdýpi á hallandi og
flötu landi 1933 og ’34, ber ])að með sér, að oftast er liitinn meiri í hall-
anum, en á flatneskjunni. Þó er þetta i nokkrum tilfellum öfugt og er þá
-í- sett fyrir framan mismuninn. Sumarið 1933 voru oft votviðri þann
tíma, sem hitamælingarnar voru gerðar og hefur það allmikil áhrif á
hitamisinuninn milli halla og flatlendis. 1934 var mun þurrara og' sól-
ríkara veðurfar, og verður því hitinn heldur meiri við mælingarnar,
enda heldur hærri lofthiti, einkum i ágúst. Mælingar þessar voru gerðar
í grasbrekku í c.a. 20° suðlægum halla (örlítið til S. S. V.) og á flötu,
grasi grónu valllendi, um 10 m frá brekkunni.
Að liitinn i grasinu er að meðaltali heldur lægri kl. 9 að kvöldi í halla
cn á flötu, stafar af því, að sólin er farin að lækka á lofti og, þegar sólar
nýtur, meiri útgeislan orðin í hallanum en á flatlendinu. Þessara áhrifa
gætir þó ekki í votviðratíð, ])á helzt hitinn þar betur, af ]iví að útgeisl-
unin verður minni en á heiðskírum kvöldum.
Yfirlitið sýnir, að hitinn í grasinu kl. 2 er 0.9—3 C° hærri að meðal-
tali í halla en á flötu landi 1933, en 1934 er hann 1.8—4.5 C° hærri.
Sýnir þetta, að grasið fan- og bindur meiri hita á hallandi landi en á
flötu. Það kemur og líka í Ijós, að jarðvegurinn sjálfur verður heitari. í
hallanum, munar þetta allverulegu, eins og vfirlitið ber með sér, t. d. í
20 cm jarðdýpi er hitinn 0.3—1.2 C° hærri sumarið 1934 í halla en á
flötu, má því ætla, að þessi hiti geti örvað fræ- óg kornþroskun töluvert.
Þetta á þó aðeins við urn suðlægan halla, eftir því sem komið hefur
fram við erlendar mælingar í þessu efni.
En þetta er úrræði, sem víða er hægt að koma við hér á landi, g'agn-
vart kornyrkjunni og þar sem hitaskilyrði eru oftlega á takmörkum þess
að nægilegt sé fyrir kornþroskun, en völ á landi hallandi mót suðri,
þá er það tryggast að rækta kornið á slíku landi.
5. Veðurathuganir í Reykjavík frá 1923—1927.
Tafla III sýnir hita og úrkomli ásamt fjölda úrkomudaga frá
1923—’27 eða í 5 sumur i Reykjavík, en fyrstu kornyrkjutilraunirnar
voru gerðar þar árin 1923—’26. Vegna þess, að eigi voru gerðar veður-
athuganir á Sámsstöðum 1927 eru þessir 3 þættir veðráttunnar greindir
fyrir Reykjavík. Munurinn á veðráttunni í Reykjavík og á Sámsstöð-
um er aðallega fólginn í því, að það rignir sjaldnar og minna í Reykja-
vík. Hitaskilyrðin eru svipuð á þessum tveimur stöðum, að öðru en
því, að septembermánuður er venjulega heldur hlýrri í Reykjavík. Eftir
þessu ætlu skilyrðin fyrir bygg- og hafrarækt að vera engu síðri þar
en á Sámsstöðum. Á Sámsstöðum mun þó vera heldur skýlla í norðan,-
átt en í Reykjavík, og hefur það auðvitað sín áhrif, þó ekki komi
heinlínis fram í hitatölunum.
Að framan er rætt nokkuð um veðráttufar í Reykjavík þau sumur,
sem tilraunirnar voru gerðar þar, og verður því ekki farið nálcvæm-
4