Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.05.1946, Blaðsíða 7
Formáli höfundar.
Heildarskýrsla sú, er hér birtist, er ijfir tilraunir varðandi korn-
yrkju, sem ég hef gert á vegum Búnaðarfélags íslands síðan 1923.
Nær skýrslan þó ekki gfir nema 18 ár, þótt liðin séu á þessu vori 20
snmur siðan hgrjað var á fgrstu tilraununum. Að ekki er greint frci
árangri tilrauna i korngrkju 2 undanfarin ár, stafar af því, að vorið
1941 urðu þáttskipti í kornyrkjutilrauminum, því að þá voru mörg
ný kornafbrigði tekin i'ir undirhúningstilraunum og i hinar kerfis-
hundnu samanhurðartilraunir, en liætt við ýms þau afbrigði, sem
reynsla var fengin um. En einnig var þá byrjað á ýmsum öðrum til-
raunum, varðandi framkvæmd kornyrkju, og hætt eldri tilraunum.
Verður við þá tilraunastarfsemi alla bætt eftir því, sem ástæða þykir
til og fært reynist.
Við samningu á skýrslu þessari eru, auk þeirra gagna, er inn-
lendar tilraunir og rannsóknir leggja til, notuð ýms erlend rit til hlið-
sjónar, einkum norskar og sænskar tilraunaskýrslur um kornyrkju,
og svo ýms önnur fræðirit, er flestra verður getið síðast í skýrslunni.
Margt af þeim tilraunum og niðurstöðum, sem liér verður greint frá,
er ekki nýr boðskapur, þvi á þessum 2 áratugum, er ég hef fengizt við
kornyrkju, hef ég notað árangur tilraunanna við leiðbeiningastarf mitt
á þessu sviði, bæði i ræðu og riti. Von min er sú, þó tilraunirnar séu
ekki eins víðtækar og ég hefði kosið, þá megi þó árangur þeirra verða
til þess að glæða áhuga manna á þeim framleiðslumöguleikum, er þær
greina frá og fela í sér.
Metúsalem Stefánsson fyrrv. búnaðarmálastjóri hefur lesið hand-
ritið af skýrslu þessari og gcfið mér margar góðar bendingar. Kann
ég honum beztu þakkir fyrir.
Sámsstöðum, 20. mai 19í3.
Klemenz I\r. Kristjánsson
V-
Í