Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.05.1946, Blaðsíða 12
6
og eru litlar heimildir fyrir því, að hún hafi haldizt við þar lengur en
fram á 11. öld. Á Suður- og Suðvesturlandi, þ. e. í Skaftafellsýslum,
Árnes- og Rangárvallasýslum, Gullbringu- og Kjósarsýslu, Mýra- og
Borgarfjarðarsýslu og héruðum kring um Breiðafjörð, hefur korn-
yrkjan haldizt við fram á 14. öld, og á stöku stað fram á 15. öld. En
yfirJeitt er talið, að kornyrkjan hafi aldauða orðið um 1400 (1402—’4),
en á þeim árum gekk pestin mikla — svartidauði — vfir landið, og má
telja víst, að hún hafi dregið úr öllum þeim framkvaemdum, sem kröfð-
ust meiri vinnu en það að reita saman þau náttúrugæði, sem án rækt-
unar var hægt að hirða sér til framfæris.
Þeir, sem bezt vita, telja að kornyrkja hafi hvergi verið rekin í
mjög stórum stíl; yfirleitt hefur hún verið rekin í smáum stíl í flest-
um byrggðarlögum og' hjá smábændum voru akrarnir stungnir upp, og
unnir með handafli. Á stærri býlunum, hjá höfðingjum og fyrirmönn-
um þeirra tíða, hafa akrarnir verið plægðir og notaðir uxar til dráttar.
Arðuxi var til forna talinn metfé.
Um framkvæmd kornyrkjustarfsins er lítið vitað annað en það, að
aðallega mun hafa verið ræktað fird. bygg, enda var það algengasta
kornræktin í Noregi á þeim tímum, fyrir utan rúg, sem eflaust hefur
hér verið reyndur, en eigi náð útbreiðslu til nokkurra muna, því byggið
hefur reynzt þá, eins og nú, ábyggilegasta korntegundin. Talið er að
liin forna kornyrkja hafi verið rekin með svipuðu fyrirkomulagi og
tíðkaðist þá á Norðurlöndum, kornyrkjunni valin góð akurstæði, þar
sem sólar naut og skjól var nokkurt, og þar hafi byggið verið ræktað
í afgirtum akurreinum, sem til skiptis voru ræktaðar með byggi. Dr.
B. M. Ólsen telur líklegt, að sú regla, sem viðhöfð var, hafi verið 3.—-.4.
slcipta rækt — 2 skipti ræktuð og 2 skipti í tröð, þ. e. ósáin —> en
hætt er við að ekki hafi það alltaf verið svo reglubundið. Altítt var,
t. d. í Danmörku, að rækta rúg og byg'g á sama blettinum meðan það
gat vaxið þar vegna illgresis, og landið svo látið liggja ósáið og gróa
með grasi um nokkur ár og svo tekið aftur til kornræktar. Þess er
til getið, að í Danmörku hafi verið venja að reita illgresið úr korn-
ökrum, og hefur það eflaust verið gert við islenzku kornyrkjuna. Mér
virðist að arfasátan fræga á Bergþórshvoli geti bent til þess, og það
hafi verið hjartarfi, sem kippt hefur verið upp úr kornakri.
J. Huusgaard getur þess, í skýrslu uni korntilraunir í Færeyjum,
1928—1934, að algengasta reglan í akuryrkju Færeyinga hafi verið:
1 ár bygg og svo gras árin á eftir, og hlutfallið 1:10, þ. e. korn 1 ár og
gras 10 ár, og sem áburður í kornlandið notað annaðhvort þari eða
búfjáráburður. Við íslenzka kornyrkju er vitað, að búfjáráburður hefur
aðallega verið notaður fyrir byggið, þar sem eigi hefur náðst til sjávar-
fanga: þara og fiskúrgangs. Vatn var og notað til að veila á akra, bæði
til áburðar og eins til vökvunar, þar sem til hefur náðst. Þar, sem þari
hefur verið nærtækur, var hann mikið notaður, og þar virðist korn-
yrkjan hafa haldið lengst velli. Um sáðtíma og vinnu við framkvæmd