Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.05.1946, Side 12

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.05.1946, Side 12
6 og eru litlar heimildir fyrir því, að hún hafi haldizt við þar lengur en fram á 11. öld. Á Suður- og Suðvesturlandi, þ. e. í Skaftafellsýslum, Árnes- og Rangárvallasýslum, Gullbringu- og Kjósarsýslu, Mýra- og Borgarfjarðarsýslu og héruðum kring um Breiðafjörð, hefur korn- yrkjan haldizt við fram á 14. öld, og á stöku stað fram á 15. öld. En yfirJeitt er talið, að kornyrkjan hafi aldauða orðið um 1400 (1402—’4), en á þeim árum gekk pestin mikla — svartidauði — vfir landið, og má telja víst, að hún hafi dregið úr öllum þeim framkvaemdum, sem kröfð- ust meiri vinnu en það að reita saman þau náttúrugæði, sem án rækt- unar var hægt að hirða sér til framfæris. Þeir, sem bezt vita, telja að kornyrkja hafi hvergi verið rekin í mjög stórum stíl; yfirleitt hefur hún verið rekin í smáum stíl í flest- um byrggðarlögum og' hjá smábændum voru akrarnir stungnir upp, og unnir með handafli. Á stærri býlunum, hjá höfðingjum og fyrirmönn- um þeirra tíða, hafa akrarnir verið plægðir og notaðir uxar til dráttar. Arðuxi var til forna talinn metfé. Um framkvæmd kornyrkjustarfsins er lítið vitað annað en það, að aðallega mun hafa verið ræktað fird. bygg, enda var það algengasta kornræktin í Noregi á þeim tímum, fyrir utan rúg, sem eflaust hefur hér verið reyndur, en eigi náð útbreiðslu til nokkurra muna, því byggið hefur reynzt þá, eins og nú, ábyggilegasta korntegundin. Talið er að liin forna kornyrkja hafi verið rekin með svipuðu fyrirkomulagi og tíðkaðist þá á Norðurlöndum, kornyrkjunni valin góð akurstæði, þar sem sólar naut og skjól var nokkurt, og þar hafi byggið verið ræktað í afgirtum akurreinum, sem til skiptis voru ræktaðar með byggi. Dr. B. M. Ólsen telur líklegt, að sú regla, sem viðhöfð var, hafi verið 3.—-.4. slcipta rækt — 2 skipti ræktuð og 2 skipti í tröð, þ. e. ósáin —> en hætt er við að ekki hafi það alltaf verið svo reglubundið. Altítt var, t. d. í Danmörku, að rækta rúg og byg'g á sama blettinum meðan það gat vaxið þar vegna illgresis, og landið svo látið liggja ósáið og gróa með grasi um nokkur ár og svo tekið aftur til kornræktar. Þess er til getið, að í Danmörku hafi verið venja að reita illgresið úr korn- ökrum, og hefur það eflaust verið gert við islenzku kornyrkjuna. Mér virðist að arfasátan fræga á Bergþórshvoli geti bent til þess, og það hafi verið hjartarfi, sem kippt hefur verið upp úr kornakri. J. Huusgaard getur þess, í skýrslu uni korntilraunir í Færeyjum, 1928—1934, að algengasta reglan í akuryrkju Færeyinga hafi verið: 1 ár bygg og svo gras árin á eftir, og hlutfallið 1:10, þ. e. korn 1 ár og gras 10 ár, og sem áburður í kornlandið notað annaðhvort þari eða búfjáráburður. Við íslenzka kornyrkju er vitað, að búfjáráburður hefur aðallega verið notaður fyrir byggið, þar sem eigi hefur náðst til sjávar- fanga: þara og fiskúrgangs. Vatn var og notað til að veila á akra, bæði til áburðar og eins til vökvunar, þar sem til hefur náðst. Þar, sem þari hefur verið nærtækur, var hann mikið notaður, og þar virðist korn- yrkjan hafa haldið lengst velli. Um sáðtíma og vinnu við framkvæmd
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur
https://timarit.is/publication/1605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.