Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.05.1946, Blaðsíða 40
34
en á uppskeru varð enginn ínunur. Var þess og vart að vænta, því í bæði
skiptin varð kornfok allverulegt, svo eigi var unnt að byggja á niður-
stöðum tilraunanna hvað uppskeruinagnið snerti. Tilraunir þessar voru
gerðar á framræstri mýri og virtust heldur benda til þess, að 2000—
5000 kg áburðarkalk á ha örvaði sprettu kornsins. Gera má ráð fyrir,
að mýrlendi, sem ætti að nota til byggræktar, yrði betra til þeirrar
ræktunar ef það fengi kalk.
2. Áburður og forræktun.
Allflestar tilraunirnar í kormjrkju eru framkvæmdar á 2. og 3. ári
frá því hmdið var fyrst broiið. 1928 voru þó tilraunirnar á nýpiægðum
grasmóa og 1938 og ’39 var forgróður kartöflur. Annars mun forrækt-
unar verða getið við hverja tilraun, en það er augljóst, að nokkru slciptir
fvrir vöxt og þroskun kornsins hver forræktunin er. Hefur reynzt svo,
að á nýplægðum grasmóa þarf kornið meiri áburð en á 1.—2. ára for-
ræktuðu landi, og minnstan áburð þarf að gefa ef forræktun er kartöflur
eða belgjurtagrænfóður.
Við allar tilraunir með sáðtíma, sáðmagn, sáðaðferðir, sáðdýpi og
kornafbrigði hefur verið notaður tilbuinn áburður og' á ha svo sem hér
segir: 100 kg kalí 37%, 'i00 kg súpepfosfat 18% og 200 kg þýzkur salt-
pétur á 2. og 3. árs forræktaða jörð. Á nýplægðan og unninn grasmó
hefur verið notað sama magn af kali og superfosfati, en 300 kg af kalk-
saltpétri á ha.
Þau 2 ár, sem forræktun var kartöflur, var notaður hálfu minni
skammtur af superfosfati og aðeins 100 kg af saltpétri. Á mýrarjörð
liefur 200 kg kalí verið notað ásamt j>eim skammti af superfosfati og
saltpétri, sem fyrr en greint.
Kalí og superfosfat liefur jafnan verið borið á áður en sáning fór
fram, en saltpétrinum dreift þegar kornið hefur verið komið upp i til-
raununum.
3. Framkvæmd tilraunanna og rannsókn á korninu.
Tilrauualandið hefur alliaf verið plægt og herfað á útmánuðum, eða
mjög snemma vors (apríl) og sáð í það á þeim tíma, sem tilgreint verður
fvrir hverja tilraun. Dreifsáð hefur verið í flestallar jiessar tilraunir
og herfað eða hakkað niður með garðhrífu.
Reitastærð hefur verið fyrir sáðtimatilraunir 20 m2 án varðbelta —
cn 10 cm ósánar rásir hafðar milli samreita —, 10 m- í afbrigðatilraun-
um, en sýnisreitir 10—30 m2.
Korn til lítsæðis hefur ætíð verið ræktað í scrstökum reitum fgrir
hvert afbrigði, 10 -30 m1 stórum (sýnisreitir). Á milli þessara reita eru
höfð 1 m breið ósáin belti, svo kornafbrigðin blandist ekki saman. Hefur
j>essi ræktun á hverju afbrigði út af fyrir sig — og aðeins 1 reitur fyrir