Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.05.1946, Blaðsíða 20
14
Veðurstofan hefur góðfúslega látið í tc hita- og úrkomutölur fvrir
þetta tímabil, og eru hér unnar úr þeim veðurfarstöflur fyrir 6 staði á
landinu, auk Sámsstaða, og þó aðeins fyrir 6 mánuði ársins, þ. e.
apríl—september.
Það má vera ljóst, að veðurfarið skvrist ekki að öllu, þó vitað sé um
þá 3 þætti veðurlagsins, sem í töflunum greinir og á þar tilteknum árs-
tíma, en því má þó halda fram með fuilri vissu, að hitinn og úrkoman,
og hve tið hún er á vaxtartíma jurtanna, eru mikilvægustu þættir veðr-
áttunnar, og þeir afdrifarikustu fyrir jarðargróðurinn.
Til þess að draga efnið saman, og gera það aðgengilegra, hefur verið
unnið úr því á þann hátt í töflu I að sýna:
1. Meðalhitcitölur frá 1873 til 1920 þar sem þær eru til, og svo fyrir
hvern stað frá 1920—’40.
2. Hæstu og lægstu meðaltöl á árunum 1920—-’40 til þess að sjáist
bilið milli þess bezta og lakasta.
3. Hvernig árin hópa sig í kring um meðaltalið og yztu mörkin til
beggja handa, á jæssu sama tímabili, að því leyti sem athuganirnar
liggja fyrir á hverjum stað.
4. Hitamagn mánaðanna maí—september (5 mán.). Vegna þess að
töluverðu skiptir fyrir vorvrkjuna hvað apríl er hlýr er hann hafð-
ur með í töflu I. Ef meðalhitinn í apríl er 2—3° C iná starfa að
jarðvinnslu í þessum mánuði.
Með þessu móti lná fljótlega átta sig á, hvernig þessum mikil-
vægu þáttum veðurlagsins er farið á þeim 7 stöðum, sem þetta yfirlit
nær til.
Við þá þrískiptu flokkun, sem heyrir undir tölulið 3, er aðallega
farið eftir því hvað meðalhitinn i júlí, ágúst og september nálgast þær
meðaltalstölur, sem sumrin eru flokkuð í.
Á sama hátt og tafla I sýnir hita sumarsins, fyrir jiá 7 staði, sem
þar eru nefndir, þá sýnir tafla II úrkomuna og tölu úrkomudaga i hverj-
vm mánuði sumarmissiris, og einnig samanlagða úrkoniu og fjölda iir-
komudaga í júlí og ágúst. Eldri meðaltöl eru einnig sýnd, en það er
aðeins á Teigarhorni, sem úrkomumælingar ná allt til 1873, og meiri og
minni úrtök eru í úrkomumælingum eftir 1920.
í aftasta dálki er sýnt, hvernig úrkoman í júlí og ágúst hópast
(í árum) um meðaltal eða mestu og minnstu úrkomu sumarmánað-
anna á hverjum stað.
Það sem mestu skiptir fyrir þroskun korntegunda er, hvernig veður-
laginu er háttað og hvernig samspilið verðnr milli höfuðþátta þess,
}>. e. hita og úrkomu, og verður nú þetta rakið nokkuð hér á eftir, svo
sem tök eru á.
Síðan hinar nýju kornyrkjutilraunir hói'ust fyrir 20 áruin, hefur
allnákvæmlega verið fylgzt með veðráttunni, einkum þeim þáttum, sein
greindir eru í töflu I og' II. Það má segja með fullum sanni, að veður-
lagið sé mikilvægasta skilyrðið fyrir sprettunni, hún sé að mjög miklu