Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.05.1946, Side 20

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.05.1946, Side 20
14 Veðurstofan hefur góðfúslega látið í tc hita- og úrkomutölur fvrir þetta tímabil, og eru hér unnar úr þeim veðurfarstöflur fyrir 6 staði á landinu, auk Sámsstaða, og þó aðeins fyrir 6 mánuði ársins, þ. e. apríl—september. Það má vera ljóst, að veðurfarið skvrist ekki að öllu, þó vitað sé um þá 3 þætti veðurlagsins, sem í töflunum greinir og á þar tilteknum árs- tíma, en því má þó halda fram með fuilri vissu, að hitinn og úrkoman, og hve tið hún er á vaxtartíma jurtanna, eru mikilvægustu þættir veðr- áttunnar, og þeir afdrifarikustu fyrir jarðargróðurinn. Til þess að draga efnið saman, og gera það aðgengilegra, hefur verið unnið úr því á þann hátt í töflu I að sýna: 1. Meðalhitcitölur frá 1873 til 1920 þar sem þær eru til, og svo fyrir hvern stað frá 1920—’40. 2. Hæstu og lægstu meðaltöl á árunum 1920—-’40 til þess að sjáist bilið milli þess bezta og lakasta. 3. Hvernig árin hópa sig í kring um meðaltalið og yztu mörkin til beggja handa, á jæssu sama tímabili, að því leyti sem athuganirnar liggja fyrir á hverjum stað. 4. Hitamagn mánaðanna maí—september (5 mán.). Vegna þess að töluverðu skiptir fyrir vorvrkjuna hvað apríl er hlýr er hann hafð- ur með í töflu I. Ef meðalhitinn í apríl er 2—3° C iná starfa að jarðvinnslu í þessum mánuði. Með þessu móti lná fljótlega átta sig á, hvernig þessum mikil- vægu þáttum veðurlagsins er farið á þeim 7 stöðum, sem þetta yfirlit nær til. Við þá þrískiptu flokkun, sem heyrir undir tölulið 3, er aðallega farið eftir því hvað meðalhitinn i júlí, ágúst og september nálgast þær meðaltalstölur, sem sumrin eru flokkuð í. Á sama hátt og tafla I sýnir hita sumarsins, fyrir jiá 7 staði, sem þar eru nefndir, þá sýnir tafla II úrkomuna og tölu úrkomudaga i hverj- vm mánuði sumarmissiris, og einnig samanlagða úrkoniu og fjölda iir- komudaga í júlí og ágúst. Eldri meðaltöl eru einnig sýnd, en það er aðeins á Teigarhorni, sem úrkomumælingar ná allt til 1873, og meiri og minni úrtök eru í úrkomumælingum eftir 1920. í aftasta dálki er sýnt, hvernig úrkoman í júlí og ágúst hópast (í árum) um meðaltal eða mestu og minnstu úrkomu sumarmánað- anna á hverjum stað. Það sem mestu skiptir fyrir þroskun korntegunda er, hvernig veður- laginu er háttað og hvernig samspilið verðnr milli höfuðþátta þess, }>. e. hita og úrkomu, og verður nú þetta rakið nokkuð hér á eftir, svo sem tök eru á. Síðan hinar nýju kornyrkjutilraunir hói'ust fyrir 20 áruin, hefur allnákvæmlega verið fylgzt með veðráttunni, einkum þeim þáttum, sein greindir eru í töflu I og' II. Það má segja með fullum sanni, að veður- lagið sé mikilvægasta skilyrðið fyrir sprettunni, hún sé að mjög miklu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur
https://timarit.is/publication/1605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.