Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.05.1946, Blaðsíða 15
9
ust niður eftir fá ár og koniu eigi að hagnýtu gagni t'yrir landbúnáð-
inn. Á fyrra helmingi 19. aldar og eins síðasta fimmtung aldarinnar
voru nokkrar tilraunir gerðar með bygg og liafra til þroskunar, og náði
kornið, einkum bvgg, góðum þroska þegar vel áraði, en miður ef illa
sumraði. Merkustu tilraunirnar, sem gerðar voru á þessari öld voru
þær, sem Schirbeck landlæknir gerði frá 1883—’90. Fékk hann alloft
l)ygg og' rúg' þroskað á þeim árum, þrátt fyrir fremur stirt tíðarfar.
Það var enn sem fyrr, að tilraunirnar stóðu skamma hríð, og þótt
árangur væri sæmilegur annað veifið, þá megnaði hann eigi að skapa
trú á málefnið, eða skilning á g'ildi kornyrkjunnar fyrir íslenzka jarð-
rækt.
Eftir að gróðrarstöðvarnar komust á fót, hafa þar verið gerðar
nokkrar tilraunir varðandi kornrækt, og hafa það aðallega verið af-
brigðatilraunir. Beztu afbrigðin reyndust: Svalöfs tidlig 6 rd. og
Bjarnöbygg. Á Akureyri var reyndur vetrarrúgur og sáð síðast í júlí,
þroskaðist hann stundum þegar vel sumraði, söinuleiðis þroskaðist þar
bygg í góðum árum. Beztu afbrigðin voru: Svalöfs tidlig, bygg frá
Norðurbotnum í Svíþjóð, Torneaabygg, Finnebygg og Bjarköbygg. Á
Eiðum voru einnig' gerðar lítils háttar tilraunir með kornrækt og tókst
að fá sæmilega þroskað korn at’ vetrarrúgi.
Þessar tilraunir voru gerðar á fyrstu starfsárum gróðrarstöðvanna,
en var síðar hætt með öllu.
1 yfirliti þvi, sem Sigurður Sigurðsson og Einar Helgason birtu um
aðalárangur jarðræktartilrauna gróðrarstöðvanna á Akureyri og í
Reykjavík, í 34. árg. Búnaðarritsins, segir svo um kornyrkjuna:
„Varla er líklegt, að arðvænlegt sé að rækta hér korn, þótt nokkur
afbrigði geti náð hér þroska í g'óðum árum. Á hinn bóginn getur rækt-
un kornegunda haft þýðingu, með þvi að sá þeim annað hvort einum
eða með grasfræi, og nota grasið til fóðurs“, — og um vetrarrúg segir
enn fremur: „Hann hefur þrifizt vel í g'róðrarstöðinni á Akureyri, sé
honum sáð í mjddinn jarðveg seint í júlí. Eigi má liggja mikill snjór
á honum yfir veturinn. Næsta vor vex rúggrasið fljótt, og er fræið oft
orðið fullþroska í september.“
Hér hefur verið farið fljótt yfir sögu, en af því, sem nú hefur verið
sagt, má ráða, að nokkur viðleitni hefur verið sýnd til að endurreisa
innlenda kornrækt, þótt þær tilraunir allar hafi eigi borið tilætlaðan
árangur, enda ber margt lil þess. ! fyrsta lagi stóðu tilraunirnar skamman
tíma, og venjulega hætt eftir fá ár á hverjum stað. Þótt árangurinn
vrði góður, var það minna metið en vert var, en aðallega horft í það
þegar illa gekk, jafnvel þó það væri ekki alltaf árferðinu að kenna.
Venjulega hefur verið of seint sáð í tilraunirnar, og jafnvel margs ann-
ars verið vant, sem æfðir akuryrkjumenn vita og fara eftir. 1 öðru lagi
voru tilraunirnar gerðar á þeim tímum, þegar jarðræktarkunnátta hjá
almenning'i var lítil og svo var það, að engin stofnun var til í landinu, sem
2