Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.05.1946, Blaðsíða 106
100
veðui'fari s. 1. 13—20 ár á 7 athuganastöðvum, má gera ráð fyrir að bygg
og hafrar nái góðum þroska á Suður- og Suðausturlandi 75—90% ára,
á Austurlandi 60—85% ára, á Norðurlandi 60—70% ára og á Vesturlandi
31—63% ára.
3. Fjögurra ára sáðtímatilraunir í Reykjavik og 14 ára sáðtímatil-
raunir á Sámsstöðuin hafa sannað, að 6-rd. Dönnesbygg gefur mesta upp-
skeru ef því er sáð á tímabilinu 20. apríl til 10. maí. Síðari sáðtímar
hafa þó oftast skilað fullþroskuðu korni, en það er þá ekki eins stórt
og mjölvamikið. Eftir því sem síðar er sáð, minnkar kornuppskeran,
en hálmuppskeran vex.
Kornið frá 1. sáðtíð, 20. apríl, hefur venjulega verið j)yngst, gróið
bezt og haft mesta rúmþyngdt heklolitirvigt). Kornþyngd byggsins
(1000 korna vigt), hefur oft'ast orðið eins mikil og á erlendu byggi sömu
tegundar og grómagn sömuleiðis. Rúmþyngd heldur minni.
Sáðtímatilraunir með 2-raða Abed majabygg og' 2 tegundir af höfr-
um: Niðarhafra og Favorithafra, hafa sýnt svipaðan árangur og með
bygg. Sáðtími 20. apríl til 1. maí hefur reynzt langsamlega beztur. Korn-
þyngd, rúmþyngd (og grómagn) hafranna verður mest þegar snemrna
er sáð, og stendur j)á ekki að baki erlendu korni sömu tegunda. 2-raða
Abed Majabygg nær þó ekki þroska nema í góðum sumrum, en þrosk-
inn verður þó alltaf mestur á því byggi, sem fyrst hefur verið sáð. Meðal-
uppskera af Dönnesbyggi hefur, í 14 suinur og fyrir 1. sáðtíð (20. apríl),
orðið 24.5 hkg korn og 42.2 hkg hálmur af ha. Síðasta sáðtíð (31. mai)
hefur gefið 15.7 hkg korn og 48.2 hkg hálm af ha. 5 ára uppskeru-
meðaltal fyrir Niðarhafra hefur, fyrir 1. sáðtíð (20. apríl), verið 21.8
hkg hafrakorn og 42.6 hkg hálm af ha og fyrir síðustu sáðtíð (31. maí)
15.7 hkg hafrakorn og 57.1 hkg hálm af ha.
4. Síffan 1928 hafa ueriff regnd til þroskunar rúmlega 100 afbrigffi
af korni og baunum, þ. e. af byggi, höfrum, vetrar- og vorrúg, vetrar-
og vorhveiti og' grænum baunum. Öruggust lil að ná góðum þroska —
enda sé snemma sáð — eru 6-rd. bygg og snemmþ’roska hafrar.
Af byggi hafa þessi afbrigði reynzt bezt og þola langan sprettutíma:
Dönnesbygg', Maslíinbygg og Örnesbygg', (öll ættuð frá Noregi). Af höfr-
um þroskast fyrst Niðarhafrar, Tennahafrar og Tilrumhafrar (einnig
frá Noregi), en Perluhafrar (norskir), Svalöf örion (sænskir) og
Favorithafrar (amerískir) eru síðþroskaðri.
Bygg þarf 102—136 daga sprettutíma, hafrar 115—150 daga. A
Suðurlandi ná hafrar fullt eins góðum þroska og bvgg, þó þeir þurfi
lengri sprettuíma.
Uppskeran af byggi og höfrum hefur oft getað orðið 20—30 hkg af
ha, og hálmur 40—70 hkg. Vetrarrúgur (Trönderrug) getur náð
góðurn þroska í meðalsumrum og hetri. Uppskera hefur mest orðið
22 hkg' af ha. — Vorrúgur nær sjaldan þroska. — Vorhveiti hefur náð
góðum þroska í beztu sumrum, en laklegum þroska í meðalsumrum,