Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.05.1946, Blaðsíða 24
18
109.4 mm og regndagar voru 33, eða um það bil annan hvorn dag.
Hitamagnið, sem þurfti í þessu fremur svala en sólrika suniri, var
1174 C°, yfir 133 daga sprettutíma. Það skiptir því miklu um áhrif
hitans hvort mikið eða lítið rignir þann tíma, sem sjálf kornþroskunin
verður, þ. e. í jiilí og ágúst.
Sumarið 1925 var jafn hlýrra en sumarið 1924, en hitinn var þá
mun lægri í júlí en dálítið hærri í ágúst og vorið miklu hlýrra. 1 júlí
og ágúst rignir samtals 162.7 mm, og þá rignir 2 daga af hverjum 3.
Hitamagnið yfir maí—september varð 1362.4 C° og sprettutími fyrir
bygg um 140 dagar, en það náði þó ekki eins miklum þroska og árið
1924, vegna lægri hita í júlí og ágúst samanlagt, og tíðari og meiri úr-
komu þá sömu mánuði. Hitinn í maí og' júní gat eigi unnið það upp,
sem á vantaði síðara hluta sprettuskeiðsins. Hlýrra sumar reynist hér
lakara en hið kaldara, vegna ])ess að hitinn verður ekki á þeim
tima, sem hagkvamiast er fyrir kornið og þar við bætist að úrkoman
er of mikil og tið 1925.
Sumarið 1926 er gott dæmi þess, að þó vorið sé hlýtt og sumarið allt,
reynist það mun verr til að þroska korntegundir en kaldara og þurrara
sumar.
Af þsesum 3 sumrum var hið síðara úrkomusamast jafnt og þétt,
en hlýindi yfir meðallag'.
Aukin úrkoina á síðari hluta sprettuskeiðsins hækkar því hitaþörf-
ina, og gildir hér líkt fyrir hina mismunandi sáðtíma kornsins, en
keinur jió harðast niður á síðsánu korni, einkum hvað kornþyngd og
grómagn snertir.
Þessi er niðurstaðan af kornyrkjutilraununum i Reykjavík og' veð-
urlaginu þar.
Við rannsóknir á sömu viðfangsefnum, í sambandi við ræktunartil-
raunirnar á Sámsstöðum, hefur komið bið sama í ljós.
Sumrin 1929, 1930 og 1938 hafa (>11 fremur lágan meðalhita í júlí
og ágúst, eða 10.8—11.3 C° og meðalúrkoman er allmikið fyrir neðan
ineðallag, þ. e. um og dálítið yfir 100 mm báða mánuði samanlagt,
og þó reyndust þetta góð kornár, en sprettutíminn varð lengri en þau
sumur, er hafa þessa 2 mánuði hlýrri. Sprettutími varð frá 128—136
sólarhringar fyrir 1. sáðtíð, og hitamagn 1209—1265 C°. Bendir þetta
til þess, að sé hitinn í júlí og ágúst um 11 C° og úrkoman ekki yfir
50—60 mm á niánuði, þá geti náðst g'óð þroskun á byggi, ef hörð frost
taka ekki fyrir þroskunina.
Eg get aðeins bent á eitt sumar, er sannar nokkuð ákveðið, hvað
hitinn i maí og júní orkar litlu um þroskun byggs og hafra, ef góð
skilyrði vantar yfir sjálfan þroskunartímann. Sumarið 1935 hefur sam-
tals yfir inaí—sejitember 1525 C°. Maí og júní voru þá hlýustu mán-
uðir, sem komið hafa síðan kornyrkjutilraunirnar hófust, einkum maí.
Bvggið skreið um mánaðarmótin júní—júlí fyrir 1. sáðtíð, eða 6—10
dögum fyrr en venjulega. Meðalhiti mánaðanna júlí og ágúst var 10.7