Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.05.1946, Blaðsíða 104
98
Askan er að vísu heldur meiri í íslenzkum kornhálmi en erlendum,
og er þar líkt farið og með annað íslenzkt rælctað fóður. Á hráproteini
munar afar litlu, og í bygghálminum er það heldur meira en í erlendum
hálmi. Hráfita er því sem næst eins, en tréni mun minna í íslenzkum
hálmi en erlendum. Er það sérstaklega áberandi í köldum árum, hvað
íslenzkur kornhálmur er lítið trénaður, enda er þá kornuppskera minni.
Kolvetnin eru heldur meiri í íslenzkum hálmi en erlendum, munar þó
litlu 1930, (meðalsumar og góð þroskun), en 1937 og ’40 munar mestu,
enda reyndist þá svo, að hálmurinn gaf lítið eftir meðalgóðri töðu til
fóðurs, einkum hálmur af favorithöfrum, en í þeim var töluvert af
óþroskuðu korni, sem ekki náðist úr hálminum við þreskingu. í köld-
um sumrum verður hálmurinn betri vegna þess, að þá er hann minnst
trénaður, og' eins af því hálfþroskaða korni, sem ekki næst úr honum
við þreskingu, einkum hafrahálmi. Aðalreglan er sú um allan kornhálm,
að hann verður því trénismeiri — og lélegri til fóðurs — sem kornið er
hetur þroskað.
í síðasta dálki efnagreiningarinnar er kornið reiknað út í fóður-
einingar og sýnt hvað þarf, eftir efnainnihaldi, mikið í 1 f. e. Hefur
Pétur Gunnarsson tilraunastjóri reiknað þær og á þakkir fyrir það. Sést
liér að ekki skilur mikið á erlendu og innlendu korni hvað fóðurgildi
snertir. Þó má gera ráð fyrir, að hálmurinn sé hetri en fóðureininga-
útreikningurinn sýnir, því engar meltanleikatölur á íslenzkum hálmi eru
til, en reiknað út eftir erlendum meltanleikatölum.