Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.05.1946, Page 28

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.05.1946, Page 28
22 veðurfarsgalla sumrin 1925, ’37, ’38 og ’40 og má þó vera, að bygg hefði þroskazt þar 1938, en alls ekki hin 3 árin. Eftir þessu má gera ráð fyrir, að korn þroskist þar sæmilega vel til jafnaðar 4 ár af hverjum 5 (82%). Eftir meðalhitatölunni í Reykjavík 1873—4 920 má aetla, að korn gæti náð þar þroska, ef hitinn og úrkoman hefði alltaf verið svo, sem meðaltölur sýna. Nægir i því efni að benda á tilraunir minar þar 1923— ’26. Vart myndi þó korn hafa þroskazt þar vel 1921 og 1922, sem eru köldustu sumrin eftir 1920. Eftir þessu ætti korn að geta þroskazt í Reykjavík til jafnaðar 9 ár af hverjum 10 (90%). A Eyrarbakka er hiti heldur hærri en í Reykjavík, en úrkoman nokkru meiri og tíðari, og er tímabilið 1920—40 úrkomusamara en eldri meðaltöl sýna, en hitamagnið er nokkru hærra. Níu sumur mvndu liafa reynzt ágæt fyrir kornþroskun, 7 sumur í meðallagi og 2 lakleg, Lætur því nærri, að einnig þar muni korn þroskast 9 af hverjum 10 sumrum (89%). Á Sámsstöðum hefur kornyrkja verið rekin í 16 sumur, þó ekki séu tilgreindar athuganir nema fyrir 13 í töflunni. Þar rignir oftar og meir en í Reykjavík, en heldur minna en á Eyrarbakka. Eftir töflunum hefur korn (þ. e. bygg og hafrar) þroskazt vel 11 sumur en illa í 2 sumur, eða náð góðum þroska sem svarar 5 ár af hverjum 6 (85%). Ef miðað er við þau 20 surnur, er kornyrkjutilraunirnar ná yfir, þá hafa 18 sumur þroskað byg'g sæmilega og oft ágætlega, en 2 surnur illa. Verða því hlut- föllin 9:10 (= 90 %)'. Á Teigarhorni er hiti mun lægri en á Suðurláglendinu og, það sem verst er, úrkoma er þar æði mikil, en þó ekki eins tíð og t. d. á Eyrar- bakka og Sámsstöðum þá mánuðina, sem verst gegnir (júlí—september). Eftir töflunum mætti ætla, að bygg og hafrar næðu þar ágætum þroska 5 ár, en vafasamt hvort þessar korntegundir næðu sæmilegum þroska í öllum meðalsumrum þessa 20 ára tímabils. Aftur á móti er reynsla fyrir því, að bæði bygg og hafrar hafa náð ágætum þroska á Hafursá á Fljótsdalshéraði og víðar á Austurlandi, allt frá 1931. Geri ég fyllilega ráð fyrir að minnsta kosti 6 raða bygg geti víða á Austurlandi náð góð- um þroska í flestuin árum. Ef gert er ráð fyrir að meðalsumur (1298 C°) jiroski sæmilega bvgg með því regnmagni, sem meðaltalið sýnir, jiá ætti bygg að geta náð viðunandi þroska í 12 sumur og bæði bygg og hafrar ágætum þroska í 5 sumur, en litlum þroska í 3 sumur (þ. e. 1921, ’22 og ’23). Þroskun ætti þvi að hafa orðið sem næst 6 suniur af hverjum 7 (85%). Frá 1873—1920 er þó meðalhiti og úrkomumagn þannig, að meðalsumar jiess tímabils næði tæpast að fullþroska bygg. Akureyri við Eyjafjörð er sennilega hlýasti staður norðan lands, og svo sumar sveitir í S.-Þing. Það eru þurrviðrin, sem öðru fremur einkenna sumarveðráttuna á Akureyri. Á Norðurlandi eru og ýrnsar aðrar sveitir, sem sæmilega væru fallnar fyrir kornrækt, einkum bygg. Má þar sérstaklega nefna Skagafjarðar- og Austur-Húnavatnssýslu, og er þetta að sjálfsögðu lmndið við veður-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur
https://timarit.is/publication/1605

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.