Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.05.1946, Page 19
13
jarðrækt færa um að framleiða korn til fóðurs og manneldis, því ég hef
talið og tel enn að víða géu, skilyrðin svo góð á landi hér, að þessa
framleiðslu megi stunda með hagnýtum árangri, enda hafa tilraunirnar
og eins stærri ræktun sannað það nú um 2 áratugi.
Það má verai. augljóst, að íslenzkur landbúnaður er mjög lokaður
fyrir Jandnámi mýrra nytjajurta, þar sem reglbundin og árstímaháð
jarðrækt er ekki almennt til í landinu. Þar, sem plógur og herfi eru
verkfæri, sem ekki eru til nema á örfáum hæjum í hverri sveit, verða
jarðyrkjuframkvæmdir varla gerður á hentugasta tíma, en kornyrkja
þarfnast jarðvinnslu og sáningar á þeim árstima, er henni bezt hæfir,
og árangurinn fer eftir því, að jarðræktar- og uppskerustörf séu frant-
kvæmd á réttum tímum.
Til þess að kornyrkja geti komizt á í íslenzkri jarðrækt þarf verk-
kunnáttan almennt að aukast, einnig þarf skipulag búrekstrarins að
breytast í það horf, að viss tími vor og haust sé helgaður jarðrækt-
inni. Víðast er það svo, að engjasláttur fellur á santa tímann sem korn-
uppskeran, ef hún væri uin hönd höfð.
Eins og nú er högum háttað eru skilyrðin fyrir framkvæmd akur-
yrkju ekki góð hér á landi, vegna þess hvað menn eru fastbundnir
við gamlar venjur í búrekstrinum, og lítt fáanlegir til að breyta til og
laka upp þessa frameiðslu.
Til þess að unnt sé að stunda framleiðslu á korni — nánar tiltekið
byggi og' höfrum eða byggi eingöngu — þarf að uppfylla viss skilvrði
við framkvæmd ræktunarinnar og því betur, sem það tekst, því vissari
verður árangurinn. Hér á landi eru skilyrðin hvað ræktunaraðbúð
snertir ekki góð, eins og að framan hefur stuttiega verið ininnst á, og
þetta er því verra, þar sem náttúruskilyrði eru lika að ýnisu þröng
fyrir kornyrkju. Jarðvegur er þó víðast á landi hér ágætur, ef hánn er
vel unninn og tilreiddur fyrir kornið. Sýrustig íslenzks jarðvegs er víða
hentugt, t. d. fyrir byggrækt. Aftur er veðurlagíð víðast og í fjölda
ára ekki ákjósanlegt, en þó svo gott í flestum árum, að það, út af fyrir
sig, þarf sjaldnast að vera því til fyrirstöðu, að þessar 2 korntegundir
nái viðunandi þroska, og geti, ef rétt er að farið, gefið svipaða upp-
skeru — og venjulega ekki minni — en gerist í þeim löndum, þar sem
nátfúruskilyrði, eru talin fremur óhagstæð kornyrkju, en þó ekki lakari
en það, að kornrækt má stunda með' viðunandi árangri.
2. Hvað sýna veðurathuganir um veðráttuna hér á landi
síðustu 2 áratugi?
Þó að margt megi að íslenzkri sumarveðráttu finna, þá hefur hún
undanfarin 20 ár ekki verið verri en svo, að þau hafa oftast getað leitt
hygg til fulls þroska, í ÖÍlum veðursælli héruðum landsins.
Verður nú hér á eftir greint frá því, hvernig veðráttan hefur verið
hér á landi.yfir sumarmissirið s. 1. 20 ár eða frá 1920—’40.