Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.05.1946, Page 43
III. Viðfangsefni tilraunanna.
A. Sáðtímatilraunir með Dönnesbygg 1927—1940.
Um tilhögun og framkvæmd tilraunanna hefur verið getið að
framan.
í sáðtímatilraunir þessar hefur öll árin verið notað fi raðað Dönnes-
liygg, — kennt við Dönna í Norðland í Noreg'i; er það með fjótvöxn-
ustu byggafbrigðum þar í landi.
Hingað til lands var það flutt vorið 192d frá búnaðarháskólanum
í Ási í Noregi, og var ræktað í Reykjavík í 4 sumur, áður en tilraun-
irnar hófust á Sámsstöðum. Útsæðið í tilraunirnar hefur ávallt verið
tekið frá 1. sáðtíð, svo tryg'gt væri, að það hezta væri notað í alla sáð-
tíma.
í tölu VII er sýnt fyrir hverja sáðlíð, — en þær hafa verið 3, 4
eða 5:
A. eftir hversu marga daga kornið kom upp,
II. hvenær kornið hyrjar að skríða (þ. e. hvenær axið er komið úr
reifum) svo sýnilegt sé, þegar litið er yfir reitina,
C. hvenær kornið var skorið,
D. hversu langur sprettutíminn var,
E. hitamagnið í C° allan sprettutímann,
F. fjöldi úrkomudaga á sama tíma,
G. úrkomumagnið á sama tíma í mm
H. og loks hvernig landið var áður notað.
Á 4. línu að neðan er sýnt meðaltal allra þessara atriða undir staf-
Jið A—G. fyrir öll árin, en þar fyrir neðan meðaltal sprettutímans og
veðurfarsatriðanna, fyrir þar tiltekin árabil, er þar öllum brotum sleppt,
nema um úrkomumagnið. Það hefur vcrið athugað öll árin, hvað langan
tíma kornið hefur þurft til þess að spíra upp úr moldinni. Taflan sýnir,
að því fyrr sem sáð er, því lengri tíma tekur spírunin, og x-irðist það
ekki skaða þó líði allt að 27 dögum, sem bygg'ið liggur í jörðinni, áður
en spíran kernur í ljós.
Aðalatriðið er, að korninu sé ekki sáð í forblautan jarðveg, en slíkt
jarðvegsástand getur eyðilagt grómagnið, einkum ef l'rost og þýðviðri
skiptast á eftir sáningu. Vart er ráðlegt að sá korni ef grynnra er á
klaka en 3—4 þuml.