Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.05.1946, Page 46
40
Stjörimbygg Dönnesbygg, Dönnesbygg,
týtan farin af með týtu
Byggax.
í 62 daga og fyrir 5. sáötíð frá 46 upp í 68 daga, og' lengist vitanlega
eftir því sem hitinn er minni. Eðlilega verður þroskunin því betri sem
hún fer örar að. Ef þetta er borið saman við reynslu á þessu sviði í
Noregi, (Voll við Þrándheini og Holl við Tromsö), þá hefur á Voll þurft
39 daga fyrir Gullregnhafra, frá því þeir skriðu og lil fullþroskunar, en
á Holt hefur þurft frá 35—52 daga fyrir 6 rd. bygg, munar hér ekki
miklu ef borið er saman við góð sumur og 1. sáðtíð hér. En gögn eru
ekki fyrir hendi lil samanburðar á köldum sumrum þar og hér eftir
sáðtímum.
Sprettutíminn fyrir byggið verður, eins og taflan sýnir, lengstur
fyrir 1. sáðtíð en styztur fyrir 5. sáðtið. Þetta getur munað frá 10—20
dögum, hvað 1. sáðtíð nær í lengri sprettutíma. Hún nær í hæsta og
hezta hitann til mjölvasöfnunar og þroskunar, og hið saman lagða hita-
magn verður mest, en af þessu leiðir að 1. sáðtíð nær fyrst þroska og
verður þess vegna hægt að byrja uppskeruna fyrr en á því byggi, sem
seint er sáð. Fyrsta sáðtíð hefur oftast fengið minnsta úrkomu, þó
jitln muni á fjölda nrkomudaga. Að jafnaði hefur 1. sáðtíð verið full-
L