Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.05.1946, Page 52
46
sömu tegundar. Rúmþyngdin á snnnlenzku bvggi getur því oft orðið lág
af þessum orsðkum, einkum ef byggið er gróft, langt' og með fremur
lausbyggðum kjarna, —- en getur þó verið mjölvarikt.
Ganga má að því vísu, að korn frá 1. sáðtíð hafi ávallt mestu rúm-
þvngd vegna þess, að þár verður sjálf þroskunin yfir hlýjasta tíma sum-
arsins, og úrkomumagnið verður venjulega minnst í hlutfalli við það
hitamagn, sem 1. sáðtíð fær, fram yfir síðari sáðtíðir, yfir sjálfan þrosk-
unartímann, enda hefur reynslan sýnt, að bygg frá 1. sáðtíð hefur fast-
byggðari kjarna og er þess vegna þyngra en korn eftir síðari sáðtíma.
Aðalniðurstaðan verður þá þessi: Tilraunirnar hafa sannað, að bezti
súðtími fyrir bijgg er á tímabitinu 20. apríl til ÍO mai, og bezt er að sá
svo snemma á þessu tímabili, sem fært er fgrir klaka.
Stuðlamyndir þær, sem hér fara á eftir, greina uppskeru á korni og
hálmi, grómagn og kornþyngd, og eru gerðar eftir töflu VIII og IX.
Þurfa þær ekki skýringa við.