Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.05.1946, Side 81
75
í tilraun þessa hefur ávallt verið sáð 7.—9. maí og uppskorið 5.—10.
september ár hvert.
b. Tilbúinn áburÖur, einhæfar teg.
2. Tilraun II er einungis með tilbúinn áhurð og reyndar 3 áburðar-
tegundir: Kalí 37%, superfosfat 18% og þýzkur saltpétur 10.5%. Reynd
er hver tegund út af fyrir sig, 2 tegundir saman og síðast allar 3.
Tilraunin er gerð á nýplægðú mólendi 1., 2. og 3. árið eftir 1 árs
forrækt með byggi, en 4. og 5. ár á framræstri mýrarjörð og höfð á
sömu reitum tvö síðustu sumrin. Reitastærð söm og fyrir tilraun 1 en
samreitir 5. Að öðru leyti framkvæmd eftir sömu reglum, sáð og upp-
skorið eins og' í tilraun I, sem fyrr er lýst.
Grómagn kornsins og kornþyngd var aðeins athuguð síðasta árið,
og reyndist þannig fyrir hina óhku áburðarskammta (1—8):
Áburður Gróraagn 1000 korn
°/o vega, g
1 98.0 34.7
•> 100.0 32.65
3 97.0 36.75
4 100.0 34.50
5 99.0 37.55
6 99.0 33.00
7 93.0 35.25
8 96.0 33.35
Rannsókn þessi sýnir, að síðasta árið heíur kornið frá öllum til-
raunaliðum gróið ágætlega, og þyngst er það bygg, sem fær fosforsýru
og kalí til samans. Það er fyrst þegar köfnunarefni er borið á í viðbót
við steinefnaáburðinn, eða eitt sér, að heldur dregur úr þyngd kornsins,
enda varð stærðarvöxtur kornstangarinnar þar mestur, og þar lá líka
kornið mest.
Vaxtartíminn hefur verið jafn fyrir alla tilraunaliðna, er það þó ekki
af því, að kornið hafi allt verið jafn vel þroskað, á því var venjulega
nokkur munur. Tilraunirnar sýna, hvert einstakt ár, allmikinn mun eftir
áburðartegundum. Fyrsta árið gefur nr. 1 11 tn. korns af ha og kemst
hæst 1929 í rúmar 25 tn. Kemur j>etta af því, að tilraunin var gerð á
nýbrotnu landi fyrsta árið, en næsta ár á 1. árs forræktuðu landi, en
þar er jörðin orðin frjórri, vegna jarðvinnslu og ræktunar árið á
undan — grasrótin farin að rotna. A.f þessu leiðir J>að, að fyrsta árið
fæst mest fyrir áburðinn, einkum þar sem bornar eru á allar 3 áburðar-
tegundirnar. Hin árin 4 er árangurinn eftir hinar einstöku áburðarteg-
undir og blöndur þeirra minni, og meðalniðurstaðan verður sú, að kalk-
saltpétur hefur gefið 332 kg korn og 999 kg hálm meira en áburðar-
laust. Kalí og superfosfat, hvert i sínu lagi, gefa aðeins 138 og 194 kg
korn af ha, umfram áburðarlaust, og svarar ekki kostnaði að nota þessar
tegundir einar sér. Kalí -f- sup. virðist heldur ekki svara kostnaði, né
heldur kalí og saltpétur til samans, þó vaxtaraukinn sé þar meiri en