Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.05.1946, Side 99
03
1935 og 1940. 1937 fengust engir hafrar til ranrisökna af þessu svæðí.
Telja má, bæði eftir þessum rannsóknum og eins reynslunni á Sáms-
stöðum, að hafrar geti náð góðum þroska víðast á Suðurláglendinu.
Af Austurlandi eru rannsóknirnar aðeins frá 2 stöðum: Hafursá á
Fljótsdalshéraði og Teigarhorni við Djúpavog. Þær virðast benda til þess,
að bygg og hafrar hafi þroskazt ágætlega á Hafursá sainfleytt í 4 sumur.
Árið 1934 þroskast bygg illa á Teigarhorni, sennilega vegna þess, að því
var sáð of seint (22. maí), en 1933 þroskast það ágætlega, enda fyrr sáð
þá og betra sumar.
Rannsóknir frá Norðurlandi eru flestar, en af 104 byggsýnishornum
þaðan eru 55 sýnishorn úr Gróðrarstöðinni á Akureyri. Hin 49 eru
víðs vegar að: úr Húnavatns'-, Skagafjarðar-, Eyjafjarðar- og S.-Þing-
eyjarsýslu. Um 30% af byggsýnishornum hafa ekki náð nema tæpíega
% af þeirri þyngd, sem vel þroskað bygg á að hafa, grómagnið er þó
i'urðu gott, og sýnir meðal annars, að þótt kornið nái ekki fullri þyngd,
getur það gróið sæmilega. T. d. nær bygg, sem ræktað var 1936 á Gafíi
í Seljadal, aðeins 16 gr þyngd en grær þó með 82%. Um 70% af sýnis-
hornunum nær yfirleilt sæmilegri þyngd; grómagnið er oft gott, og að
meðaltali hærra en á Suðurlandi. Skilyrði fvrir hyggrækt munu vera
allgóð víða á Norðurlandi. Stærsta bygg, sein ég hef rannsakað, var frá
Nesi í Fnjóskadal 1936. Frá Klauf við Eyjafjörð og úr Gróðrar-
stöð Ræktunarfélagsins hefur oft komið ágætt hygg. Það hefur verið
gildara, styttra, ljósara á lit en samtegunda bygg af Suðurlandi. Einnig
er það víst oft fastbyggðara og þéttara í sér en sunnanlands. Er
þetta miðað við það, þegar bygg nær góðum þroska á Norðurlandi og
kemur eflaust af því, að meira sólfar og þurrviðri er nyrðra en sunnan-
lands, og' það á betur við byggið en lang'vinnar rigningar og sólarleysi
sumranna hér syðra.
Af höfrum eru aðeins 32 sýnishorn og eru þau að mestu úr Gróðrar-
stöð Ræktunarfélagsins, frá Klauf við Eyjafjörð og svo frá nokkrum
stöðum í S.-Þingeyjarsýslu. Hafrar geta á stundum, í betri sunirum, náð
ágætum þroska í sumum héruðum norðanlands, en allofl mun þó fara
svo, að þeir nái honum ekki góðum. Mun þó frostnóttum síðari hluta
sumars vera mest um að kenna, að kornþyngd og grómagn verður undir
meðallagi. Fyrri flokkurinn í töflunni sýnir sæmilega góða þyngd, en
grómagn að meðaltali helzt lil lítið. Léttari flokkurinn grær yfirleitt illa.
Yfirleitt mun byggrækt, einkum með fljótvaxin afbrigði, lánast oftar en
hafrar á Norðurlandi. Má í þessu sambandi einkum nefna Sölen- og
Örnesbygg.
Frá Vesturlandi eru 19 sýnishorn af bvggi og aðeins 2 af höfrum.
Þessi sýnishorn eru víðs vegar að: frá Barðaströnd, Dalasýslu, Dýrafirði,
Reylcjanesi við ísafjarðardjúp og víðar.
Bygginu hefur nokkuð oft verið seinl sáð, einkum árin 1937—’40,
enda hefur það reynzt verr en frá 1933—’36. Viða mun vera hægt að