Storð : heimur í öðru ljósi - 01.03.1985, Page 11
Þjóðarbókhlaðan og byggingarlist Manfreðs Vilhjálmssonar
Eánfatt,
látlaust^
stílhrerint
Hver er sfnum gjöfum líkastur, segir máltækið og sé sannleikskorn
í þeirri staðhæfingu, er hálfköruö Þjóðarbókhlaða vestur á Mel-
um dapurlegur vitnisburður um metnað íslensku bókaþjóðarinn-
ar. Ráðamenn ræddu fyrst um bókasafn handa þjóöinni árið
1956, þótt aðdragandinn sé að vísu lengri. Árið 1968 var búið að finna
bókhlöðunni stað við Birkimel. Árið 1971 voru ráðnir til hennar arkitektarnir
Manfreð Vilhjálmsson og Þorvaldur S. Þorvaldsson og nú, á því herrans ári
1985, er byggingin enn ekki nema skelin. Með sama áframhaldi verður
Þjóðarbókhlaöan, gjöf þjóðarinnar til sjálfrar sín í tilefni 1100 ára afmælis-
ins, varla komin í notkun fyrir árið 2000.
2 Ýmsir úfar hafa risið í kringum hina nýju bókhlöðu og hafa óneitanlega
§ varpað skugga á fæðingu hennar. Arkitektafélagið mótmælti harðlega
< aðferðum við val arkitekta; háskóladeildir kvörtuðu yfir að því að ekki hefði
k veriö leitað álits þeirra; íþróttaunnendur og íbúar við Birkimel létu í Ijós
zi óánægju sína með staðsetningu hússins, og í seinni tíð hafa hinir rauð-
S brenndu álskildir utan á því, fengnir austan frá Japan, vakið tal um dýran,
I ósmekklegan og ekki síst „óþjóðlegan" efnivið í þessu höfuðvirki islenskrar
S menningar.
Eftir
Aöalstein Ingólfsson