Storð : heimur í öðru ljósi - 01.03.1985, Síða 44
Gleði í lífi Maríu
Altaristafla frá Kirkjubæ I Hróarstungu. Frá 1450—1470, nú I Þjóðminjasafni
íslands (þjms. 4635). Hún lýsir gleðiviðburðum I llfi Marlu I sex lágmyndum.
Taflan hefur verið vitlaust sett saman þegar hún var sett I nýja umgjörð.
Af leturborða undir myndunum má ráða að eina lágmynd vanti er sýndi
uppstigningu Krists. Lágmyndirnar sýna frá vinstri til hægri: Jóhannes skírara,
Jóhannes guðspjallamann, boðun Marfu, fæðingu Krists, krýningu Marlu
og Jesse rót. í réttri röð hafa myndirnar sýnt; Jóhannes skfrara, boðun Maríu,
fæðingu Krists, Jesse rót f miðjunni, uppstigningu Krists, krýningu Maríu, og
Jóhannes guðspjallamann. Einnig eru varðveittar þrjár minni lágmyndir
af postulunum Pétri, Jakobi yngra (?) og Páli, sem sjá má undir myndunum.
Einn postula vantar þvl að þessum postulum hefur verið raðað saman tveimur
hvorum megin við miðlágmyndina af Jesse rót, hvorum fyrir ofan annan,
eins og sjá má á Hólatöflunni. Stærð: hæð 86 cm og lengd 144 cm.
Til hægri; Krýning Marlu.
arstungu. í safninu eru einnig varð-
veitt tvö helgiskrín, annað úr Selárdal
en hitt frá Hvammi í Norðurárdal,
auk þess eru varðveittar lágmyndir og
brot frá fjórum kirkjum til viðbótar.
Altaristöflurnar og brotin lýsa allar
píslarsögu Krists og gleðiviðburðum í
lífi Maríu, nema tvær lágmyndir er
sýna heilaga þrenningu og hafa verið
ætlaðar sem sérstök skrín eins og áður
sagði. Samkvæmt kirkjumáldögum
voru hér einnig margar alabasturstöfl-
ur er sögðu píslarsögu dýrlinga svo og
einstakar helgimyndir dýrlinga.
Alabastur er afbrigði af kalk-
steini. Þegar það er fyrst unnið úr
jörðu er það mjúkt en harðnar við
snertingu við andrúmsloftið. Efnið er
viðkvæmt og þolir illa hnjask og hafa
því mörg verk unnin í alabastur látið
töluvert á sjá. Alabastur hentar betur
í lágmyndir en í frístandandi verk og
ekki er hægt að hafa það utanhúss
vegna lítils veðrunarþols. Hið Ijósa
yfirborð þess verður glerkennt við
vinnslu og tekur þá mjög vel við gyll-
ingu og lit.
42