Storð : heimur í öðru ljósi - 01.03.1985, Síða 70
blönduð eru á milli ára. Þótt þau séu
vissulega góð daginn sem flaskan er
keypt, græða þau á nokkurra ára
geymslu. Árgangar þroskast líka mis-
jafnlega fljótt. Nú er árgangur 1976
byrjaður að blómstra en árgangurinn
1975 er enn mjög ungur á bragðið.
Yfirleitt batna öll kampavín við
geymslu í 1—2 ár. IVlenn eru stundum
ekki nógu þolinmóðir, nema þegar um
árgangsportvín og sum rauðvín er að
ræða en þá liggur líka við að bráðræði
sé glæpur. Árgangskampavín þarf að
vera orðið þriggja ára áður en það er
sett á markað.
Ætli maður sér að neyta aðeins
einnar víntegundar undir borðum, þá
Kampavinsgtös eru há og mjó og víkka
upp og angan vínsins stígur upp úr þeim
meö loftbólunum.
er kampavín kjörið. Brut kampavín
hæfir vel sem fordrykkur og því sætari
og bragðmeiri sem maturinn er, þeim
mun sætara má kampavínið vera. Á
íslandi fást blönduð kampavín frá
Mumm, Pommery et Greno, Moet et
Chandon, Charles Heidsieck, Taitt-
inger og Veuve Cliquot-Ponsardin.
Þau eru brut, sec eða demi-sec og
yfirleitt finnst byrjendum sætari vínin
betri en brut. Seinna fá menn smekk
fyrir þurr kampavín. Þó má geta þess
að Rússar drekka mikið af sætu
kampavíni.
Þetta er eins og með ólífur.
Mörgum finnst þær vondar langt fram
eftir aldri, en komast svo á bragðið.
Sjálfur er ég nú kominn út í þurru
vínin, en spara ólífurnar.
Því miður fást árgangsvín ekki
lengur hér. Til skamms tíma var
flaska af Veuve Cliquot ’55 til sýnis í
búðarglugga á Akureyri. Ég reyndi
nokkrum sinnum að festa á henni
kaup, en án árangurs. Hún gæíi verið
góð, þrátt fyrir geymslustaðinn.
Hvenær á maður svo að drekka
kampavín? Svar: a) við hátíð-
leg tækifæri, b) Hvenær sem
er. Madame Bollinger, af
þeirri frægu kampavínsætt, sagði: „Ég
drekk kampavín þegar ég er glöð, líka
þegar ég er leið. Stundum þegar ég er
ein, alltaf þegar ég er innan um fólk.
Ég fæ mér tár þegar ég er þyrst.“ Sú
ágæta kona hafði af nógu að taka, og
ekki geta allir fylgt fordæmi hennar.
Veitið ykkur þó kampavín öðru hvoru,
en varist ofdekur.
Einar Thoroddsen er læknir í Reykjavík.
Vfegna innlausnar spariskirteina rikissjoÖs bióóum
VERDIRVGGÐA
r“Lr>Yaxtarei
f í Aliir afgreiðslustaðir Samvinnubankans annast innlausn
V I spariskírteina ríkissjóðs og bjóða sparifjáreigendum
LnJ
verðtryggðan Hávaxtareikning með vöxtum.
Hávaxtareikningur er alltaf laus og óbundinn.
Kynntu þér Hávaxtareikninginn.
Betri kjör bjóðast varla
Samvinnubankinn
68