Storð : heimur í öðru ljósi - 01.03.1985, Síða 24
mennirnir, kennararnir, ráða mestu
um þarfirnar og hvar og hvernig fjár-
magninu er eytt; hvað er kennt og
hvenær. Kennararnir hafa að sjálf-
sögðu hvergi nærri sömu aðstöðu og
læknar til að segja notendum þjónust-
unnar hvað þeim sé fyrir bestu, en
nemendur og foreldrar hafa þó furðu
lítið að segja. Nemendur hafa úr
nokkrum námsbrautum að velja og
stórt á litið verður að segja að hver og
einn geti lært það sem hann langar til.
Nenntakerfið er þó engan
veginn fullkomið. Nám á
neðstu skólastigunum er
ekki nægilega markvisst
og svo virðist sem gæði fjölbrauta-
skólanna og menntaskólanna hafi ekki
haldist í hendur við fjölgun þeirra.
Nemendur virðast alltaf verr og verr
búnir undir háskólanám.
Lánamál stúdenta á háskólastigi
virðast vera komin í ógöngur. Endur-
greiðslur á lánum til Lánasjóðs ís-
lenskra námsmanna hafa löngum verið
í molum og það eru ekki nema síðustu
árgangarnir sem greiða umtalsverðan
hluta af lánum sínum til baka. Lánin
eru nú orðin svo há í sumum tilvikum,
að ráðstöfunarfé námsfólks getur ver-
ið meira en ráðstöfunartekjurnar að
námi loknu. Ráðstöfunarfé námsfólks-
ins er líka í mörgum tilfellum meira
en fólksins sem greiðir skattana til að
standa undir námslánunum.
Viðmiðun Lánasjóðs íslenskra
námsmanna við mat framfærslukostn-
aðar var um sl. áramót 16.750 krónur
á mánuði fyrir einstakling í námi og
33.500 krónur á mánuði fyrir hjón séu
þau bæði í lánshæfu námi. Þessi mörk
eru svo hærri hjá barnafólki. Lág-
markslaun fyrir dagvinnu samkvæmt
samningum aðila vinnumarkaðarins
voru á sama tíma 14.075 krónur á
mánuði.
Félagsleg aðstoð við fullfrískt
fólk er án efa eitraðasti hluti velferð-
arkerfisins. Það nær náttúrulega ekki
nokkurri átt að hagkvæmasta leiðin til
þess að komast yfir íbúð sé að draga
úr vinnu og lækka í tekjum. Það þarf
engar útlistanir til að sjá að slíkt kerfi
gengur ekki upp. Gífurlegar niður-
greiðslur á landbúnaðarvörum og orku
eru heldur ekki til góðs. Með niður-
greiðslum á landbúnaðarvörum og út-
flutningsuppbótum er verið að festa í
sessi framleiðslu sem í raun á ekki rétt
Möguleikarnir til
aö eyða peningum
í heilsugæslu
eru óþrjótandi.
Hvað
þarf hann
að hafa
í tekjur?
Sígilt vandamál tengt aöstoð viö
einstæða foreldra er að það getur
orðið fjárhagslega óhagkvæmt fyrir
þá að ganga í hjónaband eða fara í
sambúð. Skattakerfi okkar hefur sér-
stakar ívilnanir fyrir einstæða foreldra
en auk þess fá þeir mæðra- eða
feðralaun. Þegar einstæðir foreldrar
fá sér maka missa þeir bæði skatta-
ívilnanirnar og mæðra- eða feðralaun-
in. Auk þess veröur heimiliskostnað-
urinn í heild meiri hjá tveimur fullorðn-
um en hjá einum. Þegar það leiðir til
verulegs tekjutaps fyrir einstæða for-
eldra að ganga í hjónaband eða fara í
sambúð, þá stóreykst hættan á því að
fólk fari í óskráða sambúð og reyni að
svindla á kerfinu, eða þá að fólk sem
hefur skilið, e.t.v. vegna fjárhagsörð-
ugleika, taki óformlega saman aftur
án vitneskju kerfisins. Meira og meira
er farið að fréttast af slíkum tilvikum
og fólk hvíslast á um svokallaða
„plastpokagæja“. í Bandaríkjunum er
svipað form á aðstoð við einstæða
foreldra talin ein meginástæðan fyrir
upplausn fjölskyldunnar, sérstaklega
meðal minnihlutahópa. Það er ein-
faldlega dómur reynslunnar að þegar
hjónaskilnaðir eða sambúðarslit
verða fjárhagslega hagkvæm, þá
fjölgar hjónaskilnuðum og sambúð-
arslitum.
Við sjáum á myndunum þremur
hvernig hinir fjárhagslegu útreikningar
geta horft við einstæðum foreldrum.
22