Storð : heimur í öðru ljósi - 01.03.1985, Síða 76

Storð : heimur í öðru ljósi - 01.03.1985, Síða 76
henni. (Sbr. Þjóðsögur Jóns Árnason- ar, III, 323—325) Ýmsar skondnar sögur hafa varð- veist frá þeirri tíð er menn föstuðu í minningu písla frelsara vors síðustu sjö eða jafnvel níu vikurnar fyrir páska. Ekki er nægilega Ijóst hvernig föstunni var hagað á hinum ýmsu tímabilum á íslandi, en hefðbundið bann við neyslu kjötmetis virðist hafa verið í gildi lengi eftir siðbreytingu, mátti þá hvorki nefna né snerta flot og kjöt alla föstuna. Þjóðsögur herma að menn hafi etið hver sem betur gat af keti á sprengidagskvöld, en þá safnaði hús- bóndinn ketleifunum saman í skinn- belg, batt hann upp í baðstofunni og lét hann hanga þar fyrir augunum á heimamönnum sínum alla föstuna. Laugardaginn fyrir páska tók hann ofan belginn og fékk hverjum sínar leifar sem „setið hafði í föstunni" með því að nefna hvorki ket né flot alla föstuna. Hægt var að komast hjá því að nefna hin forboðnu orð með því að kalla ketið „klauflax“ eða „páskahá- kall“ en flotið „afrás“. Eða eins og segir í þessari kunnu húsgangsvísu: Enginn mátti nefna ket alla föstuna langa; hver það af sér heyra lét, hann var tekinn til fanga. I Klauflaxinum segir Jónas Hall- grímsson dálitla sögu af mannaum- ingja sem þoldi ekki kjötbindindið, „gekk úr föstunni“ með tilheyrandi kjötneyslu og -stuldi. Sá sat í tungls- Ijósi á eldhúsglugga og seildist inn á rárnar og segir svo frá honum: Hann sagðist liggja á dorg og vera að veiða og hélt að það væri hverjum manni heimilt. Og þegar hann kom á þingið og sýslumaðurinn sagði hann hefði stolið, þá bar hann ekki á móti því nema hvað hann neitaði því að það hefði verið kjöt. „Ég hef tekið klauf- lax,“ sagði þjófurinn, „og býst við að verða hýddur, en það er best að bera sig karlmannlega.“ Það bar ekki held- ur á honum að hann væri sérlega dauf- ur. En þegar honum var lesin upp þingbókin og hann heyrði þar stóð „fimm fjórðungar af kjöti“, þá fór hann að gráta og sagði við dómarann: „Krofið var fimm fjórðungar, en hitt voru ekki mín orð; skrifið þér heldur sex fjórðunga og setjið þér klauflax.“ (I óbundnu máii, bls. 33) Ýmislegt bendir til þess að yfir- völd hafi tekið að beita þessu trúar- lega matarbanni sem eins konar hag- stjórnartæki. Með því var hægt að takmarka neyslu almúgans á kjöti og jafnframt sekta þá ólukkulegu menn sem freistuðust til að brjóta bannið. Eggert Ólafsson (1726— 1768), sá sem fyrstur lciddi Ijallkonuna inn í tslenskan skáldskap sem táknlegan per- sónugerving landsins í kvæði sínu Is- land, og höfundur drykkjuvísunnar al- kunnu, Ó, mín flaskan fríða, er vænt- anlega þekktastur sem skáld í hugum flestra, þótt hann hafi fengist við fjöl- mörg viðfangsefni önnur, að hætti upplýsingarmanna. Hann lagði stund á hinar margvíslegustu fræðigreinar eins og málfræði, búfræði, náttúru- fræði og lögfræði. í lengsta og metnaðarfyllsta kvæði Eggerts, Búnaðarbálki, kemur vel fram sá þáttur upplýsingarstefn- unnar sem aðallega laut að hinu hag- nýta, því hvernig mætti nota þekkingu og upplýsingu til þess að skapa sér betri lífskjör á jörðinni. í fyrsta hluta kvæðisins, Eymdaróði, lýsir hann bændum samtíma síns á óvæginn hátt; þeir sýti nótt með nýtum degi, ellegar svefninn endalaus — umgirðir þeirra dofinn haus, þeir séu heimskir, óþrifn- ir, vílandi og volandi, vonlausir og at- hafnalausir, hjátrúarfull skuggafífl og þokuþjónar. I miðhluta kvæðisins, Náttúrulyst, bregður Eggert síðan upp mynd af hinu „eðlilega lífi í nátt- úrunni“ en í síðasta og lang viðamesta hlutanum, sem ber heitið Munaðar- dæla eður Bóndalíf og landelska, segir frá starfi ungs bónda sem vera má hin sanna fyrirmynd. Þar er skorin upp ein allsherjar herör til íslenskra bænda um að lifa nú af allsnægtargæð- um landsins, ræktá það sem rækta megi, í stað þess að eltast við það erlenda ómeti sem geri þá duglausa. Sumir kaflar kvæðisins verka eins og rímaðar siðapredikanir um heilsu- samlega lifnaðarhætti og landbúnað- armál, t.a.m. hvar hann útmálar grasa- ræktun og -át í þessum dúr: steinselja leysir þvagsins þunga, þá miltisteppu og kviðarstein; En þegar við metum skáldskap Eggerts Ölafssonar í dag, verðum við að hafa í huga að á 18. öld var síður en svo litið á skáldskap sem list fyrir list- ina eins og stundum síðar meir, heldur var hann fremur í ætt við vísindi og átti fyrst og fremst að vera til gagns, en sérkenni hans voru í því fólgin að hann setti gagnsemina fram á þægi- legan hátt. í mörgum kvæðum Egg- erts eru einkunnarorðin einmitt frem- ur listin fyrir lystina, eins og í áróð- urskvæði hans, Sælgœtið í þessu landi, þar sem hann rómar hollustu innlendra afurða eins og skarfakáls, drafla, kútmaga og lifrar. Og hann sveiar útlendum „sætindum" er valdi „heilsubanni“. Og óneitanlega kemst hann kröftuglega að orði í kviðlingn- um Utlenskur magi í íslenskum búk: Ef þú étur ekki smér eða það sem matur er, dugur allur drepst í þér, danskur Islendingur! hafðu salt og hafra-saup, en hákalls kaup herða tær og fingur. En því miður virðist afskiptasemi fræðimanna og menningarpostula upplýsingaraldar hafa borið takmark- aðan árangur meðal almennings, eins og sést á háðinu í eftirfarandi húsgangsvísu sem ort var um kollega Eggerts í umbótastarfinu, Ólaf Ólafs- son (Ólavíus): 74
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Storð : heimur í öðru ljósi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Storð : heimur í öðru ljósi
https://timarit.is/publication/1614

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.