Storð : heimur í öðru ljósi - 01.03.1985, Síða 42
Píslarvœtti
Krists
Altaristafla frá um 1500 I Þingeyrakirkju,
er var í klausturkirkjunni. Hún sýnir plslarvætti
Krists í fimm lágmyndum. Þær eru frá vinstri
til hægri: Húðstrýking Krists, Mikjáll erkiengill,
heilög þrenning fyrir miðju, Gabrlel erkiengill
og upprisa Krists. Myndirnar hafa verið
endurmálaðar og tréumgjörð þeirra endurbætt.
Stærð: hæð 89,5 cm og lengd 144,5 cm.
bárust til Islands þegar fyrir 1400,
eins og sjá má af kirkjumáldögum, en
mestur var innflutningur þeirra á 15.
öld þegar reglulegar siglingar hófust
milli íslands og Englands.
ísland varð hluti af ríki Noregs-
konungs árið 1262 og eftir það voru
íslendingar algjörlega háðir Norð-
mönnum um siglingar. En um 1400
sigldu fá norsk skip til íslands og
hlaust af mikill skortur ýmissa nauð-
synja. íslendingar fögnuðu því hverj-
um sem sigldi hingað. Þegar Englend-
ingar hófu siglingar til Islands lentu
þeir í útistöðum bæði við Norðmenn
og Dani, en Noregur varð hluti af
Kalmarsambandinu 1397, en í því var
Danmörk í forsæti. Englendingar
náðu íslandsversluninni alveg undir
sig um 1420. íslendingar seldu Eng-
lendingum einkum fisk en keyptu í
staðinn m.a. hveiti, timbur, vín og
málma auk ýmissa smáhluta. Helstu
hafnir í Englandi sem siglt var frá til
íslands voru King’s Lynn auk Bristol,
Great Yarmouth, Hull, Ipswich og
London.
Á þessum tíma voru flestir bisk-
upar landsins erlendir menn og fyrstu
siglingaleyfin sem enskir konungar
seldu voru til enskra manna er áttu að
vera biskupar hér. Á tímabilinu
1427—1440 voru fjögur leyfi afhent
biskupum á Hólum og þrjú biskupum
í Skálholti. Margir þessara biskupa
komu aldrei til Islands heldur seldu
leyfin öðrum. Hansamenn hófu sigl-
ingar til íslands um 1470 og þeir
höfðu náð undir sig íslandsversluninni
frá Englendingum um 1550, sem þá
hættu siglingum til landsins. Það var á
þessu tímabili er slík náin tengsl voru
milli Englands og íslands, einkum á
tímabilinu 1420 til 1500, að flest ala-
40